Ný Gæludýr!
Eftir "atvikið" með Loppu hefur Fyrirtækið ákveðið að fjárfesta í nýjum gæludýrum, svo að enginn verði nú útundan hafa allir starfsmenn fengið eitt eintak af þessum vængjuðu kvikindum sem eru að leggja undir sig húsnæðið! Flest halda sig nærri gluggum enda er á daginn nær ólíft hérna inni sökum hitans en á kvöldin virðast þau safnast saman í kringum næturvaktina (enda erum við svo stórskemmtilegar eða kannski lyktum við bara svona illa). Inni á baði, inni á kaffistofu, þær eru út um allt! Það er bara spurning um tíma hvenær fólk fer á stjá með "handáburðinn"!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home