Aldan

mánudagur, maí 29, 2006

Helgin var alveg stórskemmtileg! Byrjaði með óvæntu partýi á föstudag, ekki óvænt fyrir mig heldur fyrir afmælisbarnið, mjög alþjóðlegt... það voru hvorki meira né minna en 9 mismunandi þjóðarbrot sem litu þar við! Singstar dauðans... gestirnir entust lengur en gestgjafarnir, vorum ekkert á leiðinni að hætta þegar við vorum bókstaflega rekin út!! hehe... good times! Reyndar gerðist nú lítið á laugardag enda var ég komin upp í rúm um 22 leytið! Einhverra hluta vegna virðist ég vakna alltaf eftir 4 tíma svefn... óþolandi, vaki í nokkra tíma og sofna svo aftur... ekki nógu sniðugt! Á sunnudagskvöldið kíktum við Anna svo til Ingó, loksins, og fórum í bíó. Þessi lokamynd X-men myndanna var bara alveg þrælgóð, miklu betri en önnur myndin en maður verður eiginlega að sjá hana í bíó... breiðtjaldið gerir hana áhugaverðari! Já, ljómandi skemmtileg helgi alveg hreint! Í kvöld hefst svo síðasta vinnuvikan fyrir sumarfrí sem byrjar nákvæmlega á miðnætti á sunnudag!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home