Aldan

sunnudagur, maí 21, 2006

Go FINNAR!

Þetta var sko meiriháttar! Ekki datt mér í hug að þeir myndu ná sigri og með svona miklum yfirburðum í þokkabót! Glæsilegt alveg...
Kalli ákvað að leika Lasarus aftur og við Hanna sáum fram á lítið einmanalegt tveggja manna partý í staðinn. Þetta tveggja manna partý breyttist skyndilega í þriggja manna og úr þriggja manna í fimm manna partý!! Eftir mjög skemmtilega stigagjöf fögnuðum við með Finnum, tókum svo nokkrar lotur í Buzz! Svo héldum við á Players á Eurodjamm með Regínu Ósk og Friðrik Ómar, það var hrein snilld! Ég hefði nú betur sleppt því að stappa svona fótunum í hvert sinn sem lagið Wild Dances ómaði (sem var ósjaldan), það er eitthvað sem maður lætur vera sérstaklega þegar maður er á hælum, þótt þeir hafi verið lágir. Ég er að drepast í öðrum hælnum!! Ég virðist líka hafa misst heyrn á öðru eyra eftir að hafa staðið upp við hátalarann allt kvöldið!! Vorkenni samt Nínu meira þar sem hún stóð beint fyrir framan hann og hefur líklega misst heyrn á báðum!! Ég var komin í rúmið snemma eða um fjögur, en auðvitað var það alveg týpískt að í fyrsta skipti í langan tíma litlu rassgötin ákveða að taka sér helgarfrí frá klukkan 6 uppvakningunni þá vakna ég kl 8 af sjálfsdáðum =OS !! Tveimur beyglum, einu fréttablaði, góðri verkjatöflu og slatta af vökva seinna náði ég að sofna aftur! Það var fínt! Þegar ég vaknaði var byrjað að snjóa, ókei.. reyndar ekki mikið en það voru samt snjókorn sem flugu hér um svalirnar!! Ég get ekki sagt annað en að það er langt síðan ég hef skemmt mér jafnvel og í gær ;)

1 Comments:

  • Já, frábært að Finnar skyldur taka þetta. :)

    Kv. Manga

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home