fimmtudagur, október 31, 2002
Það var saumaklúbbur í gær og það er Halloween partý á morgun! (án búninga reyndar) hvernig á ég að hafa tíma fyrir allt þetta... ég ætti kannski að láta klóna mig eins og Dollý eða hvað sem hún heitir nú rollan góða! Þá myndi ég láta klóninn um allt leiðinlega.. Hvað er að þessum kennurum að hafa þetta alltaf á sama tímanum, prófin það er að segja!
Í tilefni Halloween!! Mig langar út! DJö$%#% próf! Það er próf á morgun, á mánudag og ég þarf að skila ritgerð á þriðjudag!!
mánudagur, október 28, 2002
Af því mér finnst svo gaman að tala um Ron þá ætla ég aðeins að fá að tjá mig! Ég er sammála þeim sem telja að Guðrún hafi breytt rangt með því að neita að taka þátt í viðtalinu við hann. Eru ekki einhverjar siðareglur hjá fréttamönnum að láta aldrei fordóma í ljós? En svo var ég að heyra að hún hafi ekki ætlað að gera svona mikið úr þessu, heldur hafi hún ætlað að draga sig hljóðlega í hlé en kallinn minntist á það við Ron að hún hefði ekki viljað taka þátt og þar með hafi þetta orðið að stóru máli! Fólk hefur mismunandi siðarreglur en það var ekki mjög fagmannlegt hjá henni að neita að taka viðtalið! Mér finnst samt búið að gera of mikið mál úr þessu, leyfið kelluni að anda í friði, hún er bara pempía og ekkert annað! Kannski hefur hún misskilið tilgang viðtalsins eitthvað og haldið að þau ætu að bera saman reynslusögur úr rúminu ;) Það var samt ágætur punktur hjá Ron þegar hann sagði að hann væri nú ekki að gera mikið annað en það sem hún gerði sjálf heima í svefnherberginu. (Eða hvað Guðrún??)
Samsæri Hafið þið tekið eftir því að Survivor og Temptation Island þættirnir eru sýndir á veturna, hafið þið tekið eftir því að ferðaskrifstofurnar auglýsa ferðir til Tælands og Eyjaálfu á veturna! Það er kjaftæði að þetta sé út af veðrinu, að það sé sumar þá hjá þeim. Þetta er bara sölutrix, þú horfir á þættina á veturna í kulda undir teppi og sérð hvað þau hafa það gott, sóla sig í á ströndinni, taka þátt í skemmtilegum athöfnum, borða góðan mat! ÞETTA ER SAMSÆRI, gilla okkur með góðum boðum sem þau vita að við getum ekki annað en tekið án þess að setja okkur í svakalegar skuldir og hverjir græða á því, jú kreditkortafyrirtækin!!! Og svo leggjumst við í þunglyndi, gerumst sófaklessur, horfum meira á sjónvarpið og hvað sjáum við í sjónvarpinu, jú Survivor og Temptation Island og hvað langar okkur að gera þegar við sjáum þættina FERÐAST! Ekkert nema HRingavitleysa.... samsæri samsæri!
*GEISP* Kræsturinn hvað ég er syfuð!!! Og hungruð, ég á örugglega eftir að bíta hausinn af einhverjum.... ég er í þjónustustarfi en ég læt þó ekki skapið bitna á kúnnunum, ónei ég tek það með mér heim og læt það bitna á fjölskyldunni :) Annars er fólk búið að vera einstaklega fúlt í dag, hvort það er mánudagsblúsinn eða napur kuldinn sem hefur þessi áhrif það veit ég ekki! Ég hef tekið eftir því að hér í vinnunni, á þessum líka indæla skap þar sem allir eru mjög nánir og vinalegar (my ass) þá eru allir í sama skapinu, ef einn er fúll þá eru allir hinir það líka og öfugt!
Ég er komin í jólaskap, mér finnst það æðislegt og ætla að njóta þess. Ég er byrjuð að skipuleggja, búin að ákveða 2 jólagjafir... þarf nú bara að koma mér af stað og kaupa þær áður en ég verð fjárvana! Mér finnst yndislegt þegar ég er búin að kaupa gjafirnar áður en örtröðin byrjar, mig langar allavega að halda því fram að mér finnist það æðislegt, það hefur reyndar aldrei tekist en í ár er mun ég reyna aftur! Sjáum hvað setur!
Ég er komin í jólaskap, mér finnst það æðislegt og ætla að njóta þess. Ég er byrjuð að skipuleggja, búin að ákveða 2 jólagjafir... þarf nú bara að koma mér af stað og kaupa þær áður en ég verð fjárvana! Mér finnst yndislegt þegar ég er búin að kaupa gjafirnar áður en örtröðin byrjar, mig langar allavega að halda því fram að mér finnist það æðislegt, það hefur reyndar aldrei tekist en í ár er mun ég reyna aftur! Sjáum hvað setur!
sunnudagur, október 27, 2002
Stjörnuspáin mín!
Leo (July 23 - August 22)
You consider yourself a born leader. Others think you are pushy. Most Leo are bullies. You are vain and cannot tolerate honest criticism. Your arrogance is disgusting. Leo people are thieving bastards and kiss mirrors a lot.
Ehhh ok..
Leo (July 23 - August 22)
You consider yourself a born leader. Others think you are pushy. Most Leo are bullies. You are vain and cannot tolerate honest criticism. Your arrogance is disgusting. Leo people are thieving bastards and kiss mirrors a lot.
Ehhh ok..
Out of this World! Munið eftir Evie sem gat stöðvað tímann með fingrunum... loksins loksins hef ég nafnið, nú þarf ég bara að búa til undirskriftarlista til að hvetja Stöð 2 að hefja sýningar að nýju!!! Ég dýrkaði þessa þætti!
Hillurnar eru ÆÐISLEGAR!!! Fyrigefiði þetta heitir víst hillusamstæða! Það kemst bókstaflega allt í hana :) ég er ýkt sátt við þær þó að ég hafi verið vakin um hádegið eftir 3 tíma svefn til að losa hina hilluna og setja nýju upp! Það tók 4 klukkustundir að raða í þær og koma herberginu í samt lag aftur, ég er vön að pakka heilu búslóðinni niður á innan við sólarhring, flytja og koma fyrir aftur!! ÉG er greinilega að tapa kunnáttunni minni, enda komin úr æfingu, hef ekki flutt neitt í heilt ár! Ég er að grotna niður af þreytu... langar heim í rúmið. Mig langar í Avril Lavigne diskinn, ég er með lögin á heilanum!!! Var að lesa um misheyrnir á tilverunni, ýkt fyndið, ég man að ég heyrði alltaf Guilty Feelings have no Rythm í Careless Whispers með Wham!
Ég var spurð í fyrradag hver væri mín uppáhaldsbíómynd! Þetta hlýtur að vera erfiðasta spurning sem hægt er að leggja fyrir mig! Ég kvikmyndaaðdáandinn mikli, get ekki valið neina eina úr, yfirleitt segi ég nú það fyrsta sem mér dettur í hug. Hvernig er hægt að segja að ein mynd sé betri en önnur þegar þær eru margar hverjar svo mismunandi, svarthvítar á móti litmyndum, hryllingur á móti gríni. Það er kannski hægt að hafa uppáhaldsmynd af hverri sort, ég samt myndi ekki geta valið úr þeim fjölda ,,góðra" mynda sem ég hef séð til þessa bara eina mynd. Það eru nú samt nokkrar myndir sem ég get horft aftur og aftur á, án þess að fá leið á þeim, það er nú t.d. Go, Big Business, Amelie, Final Destination, Walk Don't Run (báðar útgáfurnar), Pretty Woman náttúrulega, þetta er svona sem mér dettur í hug í augnablikinu! Hverjar eru uppáhaldsmyndirnar ykkar?
Jón Ólafur Yen! Já, hávaxni, ljóshærði hálfasíski kærasti minn sem talar reiprennandi frönsku. Hann er með flugmannspróf en vinnur á næturvöktum hjá 118 :) Stelpur hvað voruð þið að hugsa... trúðu þið þessu í alvöru??? Ekkert nema Snilld!
laugardagur, október 26, 2002
Alltaf er fólki að fjölga í bloggsamfélaginu, ég bíð hana Auði velkomna! Ég hlakka til að heyra fróðlegar og skrýtnar sögur af djamminu!
Nú er greinilega seinna! Arna var í aðgerð og þarf fullt af sms um og böngsum og kossum og heimsóknum sérstaklega frá hinu kyninu! Reyndar þarf hún það bara yfirhöfuð að fá fleiri heimsóknir frá hinu kyninu!
föstudagur, október 25, 2002
Í gær fór ég með Völu vinkonu og Ellen út að borða, ég veit ekki hvurslags bruðlari ég er orðin, bara úti hvert kvöld! Við fórum á Grillhúsið á Tryggvagötunni, ég hafði aldrei komið þar inn áður! Þetta er alveg frábær staður, góð þjónusta, ódýr og velútlátinn matur! Mmmm Mmmm eins og lagið vinsæla hét hér árum áður, maturinn var frábær! Eftir matinn fórum við svo upp í Háskólann í Reykjavík, Vala þurfti að skila einhverju verkefni, við lentum í hrókasamræðum um Klám sem er mín helsta dægradvöl í dag þar sem ég er í námskúrs sem bókstaflega NeYðiR mig til að horfa á slíkar myndir, allavega heimildarmyndir um leikara í slíkri mynd, ég er nú þegar búin að horfa á myndir um Annabel Chung, Stacy Valentine og nú síðast Ron Jeremy :)
Ég hef aldrei séð jafn mikið af fólki í bíó, og jafn frekt fólk.... það var ekki hleypt strax inn í salinn þannig það mynduðust svakaleg þrengsli og loksins þegar var opnað þá þusti fólkið inn í salinn eins og það ætti lífið að leysa og ég væri ekki hissa ef nokkrir hafa þurft að heimsækja læknana á slysó eftir troðninginn. Ég lenti til dæmis í því að mér var hent upp að hurð og þurfti að klofa yfir einhverja upphækkunarsætiskolla (tek það fram að það er ekki til íslenskt orð yfir þetta, þetta er sem sagt svona sæti sem er sett ofan á sætin í bíó fyrir lágvaxna, dvergakollar er flott orð) hvað sem höfðu dottið í gólfið! Ég komst nú samt heil höldnu inn í salinn og náði meira að segja sæti, myndin var nokkuð góð, svona í svipuðum dúr og hinar nema meira um grín og gaman. Óspart gert grín að Ron, hann er víst loðin, rík nánös með stórt Egó, svona svipað og ég! Eftir myndina mætti svo Ron Jeremy sjálfur á sviðið og tók við spurningum úr áhorfendasalnum, þeir sem þorðu að spyrja voru nú ekki allt of sleipir í enskunni og misskildi hann stundum spurningarnar! Hann til dæmis fékk spurninguna Can I have a Hug og hefur örugglega haldið að þarna hefði verið spurt um hvað skeði ef hann Can't get it up! Mjög fyndið eins og þið getið ímyndað ykkur, annars fékk hann mjög djarfar spurningar á borð við hversu oft hann stundar sjálfsfróun, hvað er Double penitration og Triple penitration (örugglega vitlaust stafsett)! Þetta var alveg ferðarinnar virði því hann er svo fyndinn lítill kall!
Ég hef aldrei séð jafn mikið af fólki í bíó, og jafn frekt fólk.... það var ekki hleypt strax inn í salinn þannig það mynduðust svakaleg þrengsli og loksins þegar var opnað þá þusti fólkið inn í salinn eins og það ætti lífið að leysa og ég væri ekki hissa ef nokkrir hafa þurft að heimsækja læknana á slysó eftir troðninginn. Ég lenti til dæmis í því að mér var hent upp að hurð og þurfti að klofa yfir einhverja upphækkunarsætiskolla (tek það fram að það er ekki til íslenskt orð yfir þetta, þetta er sem sagt svona sæti sem er sett ofan á sætin í bíó fyrir lágvaxna, dvergakollar er flott orð) hvað sem höfðu dottið í gólfið! Ég komst nú samt heil höldnu inn í salinn og náði meira að segja sæti, myndin var nokkuð góð, svona í svipuðum dúr og hinar nema meira um grín og gaman. Óspart gert grín að Ron, hann er víst loðin, rík nánös með stórt Egó, svona svipað og ég! Eftir myndina mætti svo Ron Jeremy sjálfur á sviðið og tók við spurningum úr áhorfendasalnum, þeir sem þorðu að spyrja voru nú ekki allt of sleipir í enskunni og misskildi hann stundum spurningarnar! Hann til dæmis fékk spurninguna Can I have a Hug og hefur örugglega haldið að þarna hefði verið spurt um hvað skeði ef hann Can't get it up! Mjög fyndið eins og þið getið ímyndað ykkur, annars fékk hann mjög djarfar spurningar á borð við hversu oft hann stundar sjálfsfróun, hvað er Double penitration og Triple penitration (örugglega vitlaust stafsett)! Þetta var alveg ferðarinnar virði því hann er svo fyndinn lítill kall!
Ég er að fá hillur á morgun í herbergið, er svo spennt yfir því, þótt að herbergið muni samt örugglega springa ef ég reyni að troða meira inn í það! Hillurnar sem ég er með núna eru svona ekta baðherbergishillur... svo valltar að það liggur við að þær hrynji þegar maður kemur við þær.
Mér var hótað öllu illu ef ég myndi ekki vera komin með nýjar færslur áður en nóttin væri úti og þar sem ég er mjög hrædd við sársauka ákvað ég að verða við þessu enda hef ég frá ýmislegu að segja! Ég mótmæli þeim mótmælum sem ég hef fengið um að hafa síðustu færslu mína próf! Mér finnst myndin sem fylgir prófinu mjög rómantísk (enda er ég mjög rómantískur einstaklingur sem greinilega kyssi á mjög rómantískan hátt ef eitthvað er að marka prófið). Smekklegt með meiru.
Ég sit hérna í vinnunni og anga af steikingarbrælu, ég var úti að borða með Menngó (Menningarlegt Gógó samfélag) á Si Señor sem er að mínu mati mjög huggulegur staður. Ég reyndar var mjög hneyksluð á verðinu, þá helst á steikta Urriðanum eða hvað sem þetta var nú. Ég fékk með Faijtas með kjúlla og Guttormi, alveg indælismatur það, vel útilátið reyndar aðeins of steikt ef marka má lyktina af mér! Kalli var í góðum fíling enda nýkominn úr hanastélsboði, Hanna er enn að hugsa um hvort hún eigi að hitta kanann og Nína var alltaf jafn skemmtileg! Eftir matinn fórum við svo á Café Paris við miklar og skemmtilegar undirtektir og héldum áfram drykkjunni eða Hanna og Kalli, alkarnir tveir.
Ég sit hérna í vinnunni og anga af steikingarbrælu, ég var úti að borða með Menngó (Menningarlegt Gógó samfélag) á Si Señor sem er að mínu mati mjög huggulegur staður. Ég reyndar var mjög hneyksluð á verðinu, þá helst á steikta Urriðanum eða hvað sem þetta var nú. Ég fékk með Faijtas með kjúlla og Guttormi, alveg indælismatur það, vel útilátið reyndar aðeins of steikt ef marka má lyktina af mér! Kalli var í góðum fíling enda nýkominn úr hanastélsboði, Hanna er enn að hugsa um hvort hún eigi að hitta kanann og Nína var alltaf jafn skemmtileg! Eftir matinn fórum við svo á Café Paris við miklar og skemmtilegar undirtektir og héldum áfram drykkjunni eða Hanna og Kalli, alkarnir tveir.
laugardagur, október 19, 2002
You Are A Romantic Kisser!
You'll only kiss if the mood is right and if you think you are falling in love.
Some may say you're old fashioned, but when you kiss, you see stars!
One kiss from you, and anyone will be hooked forever.
How Do *You* Kiss?
More Great Quizzes from Quiz Diva
Hafið þið pælt í því hvað tölur ráða miklu í daglegu lífi okkar, aumingja Kalli með sína tölustafakomplexa. Þær siffrur sem ég nota í mínu daglegu lífi eru eftirfarandi:
Símanúmer, 7 stafir, kann örugglega 60 númer utan að (vegna vinnunnar) ef ekki meira, 7X80= 420
Starfsmannanúmer sem ég þarf að stimpla inn í vinnunni = 4
Log in númer í vinnunni = 4
Kódar á hurðina í vinnunni, tveir 4 stafa kódar = 8
Kennitölur, þarf að þekkja mína og 2 annarra fjölskyldumeðlima, 3X10 = 30
Bankareikninga, er með 3 sem ég nota óspart, öll runan á hverjum er að minnsta kosti 10 tölustafir = 30
Leyninúmer á þessa 3 reikninga = 8 stafir
Pin númer á þessa 3 reikninga = 4X4 = 16
Kreditkortanúmer plús pin númer = 20
húsnúmer plús íbúðarnúmer = 5
pin númer í gemsanum = 4
Nú nenni ég ekki að telja meira upp og ég er komin upp í 549 stafa númer og þetta er ekki nærri því allt! Það er engin furða að ég man ekki neitt annað... ég er FULL, af óþarfa upplýsingum og tölustöfum!
Símanúmer, 7 stafir, kann örugglega 60 númer utan að (vegna vinnunnar) ef ekki meira, 7X80= 420
Starfsmannanúmer sem ég þarf að stimpla inn í vinnunni = 4
Log in númer í vinnunni = 4
Kódar á hurðina í vinnunni, tveir 4 stafa kódar = 8
Kennitölur, þarf að þekkja mína og 2 annarra fjölskyldumeðlima, 3X10 = 30
Bankareikninga, er með 3 sem ég nota óspart, öll runan á hverjum er að minnsta kosti 10 tölustafir = 30
Leyninúmer á þessa 3 reikninga = 8 stafir
Pin númer á þessa 3 reikninga = 4X4 = 16
Kreditkortanúmer plús pin númer = 20
húsnúmer plús íbúðarnúmer = 5
pin númer í gemsanum = 4
Nú nenni ég ekki að telja meira upp og ég er komin upp í 549 stafa númer og þetta er ekki nærri því allt! Það er engin furða að ég man ekki neitt annað... ég er FULL, af óþarfa upplýsingum og tölustöfum!
Kattasýning á morgun laugardag 19 október og sunnudag 20 október í Gusti!!! Partý annað kvöld hjá Sollu.. vinna í kvöld! Vá hvað ég er bissy! eða hitt þó heldur. Ég fór í Eymundsson í dag til að skila blekhylki sem var keypt en var vitlaust (mistök starfsmanns), allt í einu fór brunabjalla í gang og eins og flest allir Íslendingar hélt ég bara áfram að skoða eins og ekkert væri að, bjallan pípti og pípti og eftir smá tíma voru starfsmennirnir byrjaðir að hlaupa fram og aftur um búðina. Einhver djarfur viðskiptavinur spurði afgreiðsludömu hvort það væri kviknað í, hún sagðist ekki vita það og hélt áfram að hlaupa fram og til baka um búðina, mér fannst þetta ekkert voðalega traustvekjandi og svo þegar byrjaði að surga í hátalarakerfinu ákvað ég að bíllinn minn gæti verið í hættu þar sem honum var lagt beint fyrir framan búðina (ef svo skyldi vera að það væri kviknað í búðinni og slökkviliðið kæmi á staðinn). Þannig ég forðaði mér, fyrir utan búðina blossaði síðan upp þessi svæsna brunalykt. Ég kem heim og það er ekkert um þetta í fréttunum.. skil ekkert í þessu... það var greinilega ekkert merkilegt að ske!
miðvikudagur, október 16, 2002
Bonnie dverghamsturinn minn dó í gær! Hann var með heilaæxli... ég fór með hana upp á dýraspítala, læknirinn skoðaði hana og sagðist ekki vera viss um að þetta væri æxli. Hélt að þetta væri matarpokinn, að hann væri fullur. Hún var deyfð 2svar því það var ekki nóg í fyrraskiptið, hann stakk einhverjum oddhvössum hlut upp í hana og það kom í ljós að þetta var æxli þannig að hún þurfti að fá 3ju sprautuna! Mér finnst þetta ýkt sorglegt... að pína hana svona :(
Nú er ég ein pirraðasta! Smá meira kvart hjá mér! Ég hringdi í Flugleiðir og þær vita ekki baun þar... þær eru líka rosalega Ókurteisar! Ég, hin saklausa Alda, var bara að spyrja um hvenær Halloween væri því ég ætlaði að athuga með laus sæti og hún sagði jú það er þarna í enda nóvember! Ég sagðist vera næstum viss að það væri í endaðan október... hún beit næstum af mér hausinn... sagðist ekkert vita hvenær þetta væri. Ég hugsaði með mér, afhverju sagðiru það ekki bara strax í stað þess að reyna að ljúga einhverri vitleysunni að mér! Ohhhhhhh..... pirrpirr.....
mánudagur, október 14, 2002
Ég HATA þegar fyrirtæki vísa í önnur fyrirtæki eða aðra deild innan fyrirtækisins! Samt stend ég sjálfa mig að því að gera þetta! En ég leyfi þó fólkinu að klára setningarnar áður en ég segi þeim að hringja annað!!! Ég hata það þegar ég hringi inn í stór fyrirtæki og lendi á skiptiborðinu, ég segi hvað mig vantar og svo áður en ég næ að klára eru þær búnar að gefa mér samband áfram án þess að láta mig vita.... þá svarar önnur persóna og ég þarf að segja frá erindinu í annað sinn og hún er kannski ekki rétta manneskjan til að tala við og gefur mér samband á 3 manneskjuna!!! Afhverju geta þær ekki verið kurteisar og að minnsta kosti sagt: ég ætla að gefa þér samband áfram, jafnvel ég ætla að gefa þér samband við þessa deild! Maður veit aldrei hvar maður lendir! Pirr pirr! Símastúlkur Stórfyrirtækja Heyrið Kall Mitt... slappiði af og veriði kurteisar... leyfið okkur alla vega að fylgjast með hvert þið sendið okkur!
Hér ég sit og sauma.. inni í litlu húsi...enginn kemur að sjá mig... nema litla músin! Muniði eftir þessu?? Hvað er það fyrsta sem kemur í hugann!! Hjá mér er það kjallarherbergi í Hamraborginni, ég að leik ásamt tvíburasystrum og fleiri vinum úr blokkinni! Þetta kveikir á smá spennutilfinningu í maganum! Munið eftir útileikjunum, fella spýtu og allt þetta.. afhverju er þetta að líða undir lok ! Nú eru bara slagsmál í Breiðholtinu í staðinn fyrir leikina! Ég myndi ekki vilja að vera 11 ára í dag...... Munurinn á þessum aldri nú og fyrir 10 árum! Við vorum saklaus.. þau eru spillt!
You Should Be On Fear Factor!
While you don't have the patience for a drawn out adventure,
you're up for almost anything.
Put your big balls to the test and see if you can earn a little cash!
What Reality TV Show Should You Be On? Click Here to Find Out!
Hélt ég myndi lenda á Real life murders eða þarna X-þættinum þar sem heill bær var lagður undir til að leika morðgátu! Fear factor my ass... ég myndi ekki éta skordýr fyrir peninga.. jú kannski KÖNGULÆR!
sunnudagur, október 13, 2002
Já Karl ég skammast mín ýkt! En bætir afsökun mín það upp að hafa ekki bloggað í nokkra sólarhringa? Ég var veik!!! Og nú er ég fingurbrotin eða svona næstum.... ég lenti í slagsmálum við stól hjá ömmu... hann var eitthvað fyrir mér svo að ég kýldi hann... nú er ég að drepast í vísifingri vinstri handar :( smá vorkunn er velþegin!
Út af veikindum missti ég 2 heila daga úr vinnu.. smá skóla OG barnaafmæli sem mér fannst langlangsorglegast!! Ég bætti það upp með flottri gjöf samt! :) Jú og svo missti ég af hitta stelpurnar! Ömurleg vika alveg hreint! Nú er ég að rembast við að klára skólaverkefni sem ég á að klára á morgun.. reyndar er það ekkert leiðinlegt.. horfði á Scream og ConAir og taldi ofbeldisatriðin....mjög erfitt.... Reyndar er Scream ein af mínum uppáhaldsmyndum (Surprise ekki satt), ég ELSKA Matthew Lillard. Hann segir einmitt í myndinni: movies don't make psychos! Movies make psychos more creative!!! Ég er þessu sammála.. en svo er spurningin hvort að það séu ekki brjálæðingar sem gera myndina (hvaðan fá þeir hugarflugið!!!). Ég vann um daginn miða á The Guru.. hún er frábær... fór á miðvikudag með Örnu... sá það sætasta í heimi! Það voru hjón sem komu á myndina (boðsýning sko) örugglega um 80rætt... þau héldust í hendur og fóru sér svo hægt.. tók þau svona klst að komast niður 3 tröppur! Ætli þau hafi vitað um hvað myndin var?? Kynlífsgúru.. og klámmyndaleikara! Einhvern veginn held ég ekki! Þetta var samt rosasætt! Ég keypti einmitt í leiðinni miða á Ron JEREMY... hlakka svo til eða hitt þó! Mér er illt í puttanum ... segi þetta gott í bili!
Út af veikindum missti ég 2 heila daga úr vinnu.. smá skóla OG barnaafmæli sem mér fannst langlangsorglegast!! Ég bætti það upp með flottri gjöf samt! :) Jú og svo missti ég af hitta stelpurnar! Ömurleg vika alveg hreint! Nú er ég að rembast við að klára skólaverkefni sem ég á að klára á morgun.. reyndar er það ekkert leiðinlegt.. horfði á Scream og ConAir og taldi ofbeldisatriðin....mjög erfitt.... Reyndar er Scream ein af mínum uppáhaldsmyndum (Surprise ekki satt), ég ELSKA Matthew Lillard. Hann segir einmitt í myndinni: movies don't make psychos! Movies make psychos more creative!!! Ég er þessu sammála.. en svo er spurningin hvort að það séu ekki brjálæðingar sem gera myndina (hvaðan fá þeir hugarflugið!!!). Ég vann um daginn miða á The Guru.. hún er frábær... fór á miðvikudag með Örnu... sá það sætasta í heimi! Það voru hjón sem komu á myndina (boðsýning sko) örugglega um 80rætt... þau héldust í hendur og fóru sér svo hægt.. tók þau svona klst að komast niður 3 tröppur! Ætli þau hafi vitað um hvað myndin var?? Kynlífsgúru.. og klámmyndaleikara! Einhvern veginn held ég ekki! Þetta var samt rosasætt! Ég keypti einmitt í leiðinni miða á Ron JEREMY... hlakka svo til eða hitt þó! Mér er illt í puttanum ... segi þetta gott í bili!
fimmtudagur, október 10, 2002
Ég var að horfa á Kastljósið í gær þar sem einmitt var verið að tala um bloggara! Þar komst ég að því að ég telst víst ekki blogger nema að uppfæra síðuna reglulega! Hélt að umræðan yrði aðeins safaríkari en nei þetta var allt voða siðsamt! Annars þá verð ég að þjóta.... ACE OF BASE rúlar!!! Er á smá backflash trippi!
mánudagur, október 07, 2002
find YOUR drag persona
and go to mewing.net. where all the men wear skirts.
Kalli Eat your heart out!! hehe... djók
fimmtudagur, október 03, 2002
Mig langaði bara að minna ykkur á að GESTABÓKIN mín er enn virk þótt að fólk virðist hafa gleymt því!! Hún stendur ein og einmana.. óhreyfð!!! Síðasta færsla var 21 ágúst eða eitthvað þvíumlíkt... verið góð við hana!
þriðjudagur, október 01, 2002
AHA þið hélduð að ég hefði ekki tíma til að blogga! Reyndar hef ég lítinn sem engann tíma.... er of busy að læra og spila Wario's Woods!!! Kemst ekki yfir borð 92 sem er algjör bömmer! Alla vega .... próf á föstudag og svo aftur á mánudag :( afhverju eru kennarar alltaf svona erfiðir! Fór í bæinn í dag til að útrétta.... var í bænum frá 13-16:30 sem mér finnst allt of mikið! Fór síðan og sótti Kalla sem þurfti að kaupa vissa afmælisgjöf handa vissum aðila! Hann er svo klikkaður ... en hvað um það.. það vita allir! Mér eða Mig..hlakkar svo til föstudagsins! Spilakvöld hjá Menngó... jú nó men go! Aha... ég er alveg að missa mig eins og Charlie segir alltaf við mig! En hvað um það... ég endurnýjaði trú mína á mannkynið í dag!! Mannkynið sko! ekki kvenkynið.. nei ég er hætt.. lofa! Málið er það að í dag var ég fyrir framan Tollstjórann í Reykjavík (ég er náttla að tala um húsið) þá kemur þar að fjallmyndarlegur maður.. nei ok strákur (en samt yfir 20) og biður mig og múttu um að lána sér 20 kr fyrir stöðumæli.. ég og mamma náttla vildum glaðar verða við þessum en vorum því miður með engan pening á okkur! Hann biður okkur þá um að fylgjast með bílnum og stöðumælavörðum á meðan hann myndi skreppa í bankann því hann tími ekki að borga 1500 í sekt! Ekkert mál með það.. tveimur mínutum síðar (sirka bát) þá kemur drengurinn aftur (maðurinn.. alla vega persónan sem er yfir tvítugu), alveg skælbrosandi og segist vera svo ofsalega glaður og lætur mig hafa 500 KALL fyrir þetta viðvik!! Krakkar það borgar sig að vera miskunnsami samverjinn!!!