Aldan

sunnudagur, október 13, 2002

Já Karl ég skammast mín ýkt! En bætir afsökun mín það upp að hafa ekki bloggað í nokkra sólarhringa? Ég var veik!!! Og nú er ég fingurbrotin eða svona næstum.... ég lenti í slagsmálum við stól hjá ömmu... hann var eitthvað fyrir mér svo að ég kýldi hann... nú er ég að drepast í vísifingri vinstri handar :( smá vorkunn er velþegin!
Út af veikindum missti ég 2 heila daga úr vinnu.. smá skóla OG barnaafmæli sem mér fannst langlangsorglegast!! Ég bætti það upp með flottri gjöf samt! :) Jú og svo missti ég af hitta stelpurnar! Ömurleg vika alveg hreint! Nú er ég að rembast við að klára skólaverkefni sem ég á að klára á morgun.. reyndar er það ekkert leiðinlegt.. horfði á Scream og ConAir og taldi ofbeldisatriðin....mjög erfitt.... Reyndar er Scream ein af mínum uppáhaldsmyndum (Surprise ekki satt), ég ELSKA Matthew Lillard. Hann segir einmitt í myndinni: movies don't make psychos! Movies make psychos more creative!!! Ég er þessu sammála.. en svo er spurningin hvort að það séu ekki brjálæðingar sem gera myndina (hvaðan fá þeir hugarflugið!!!). Ég vann um daginn miða á The Guru.. hún er frábær... fór á miðvikudag með Örnu... sá það sætasta í heimi! Það voru hjón sem komu á myndina (boðsýning sko) örugglega um 80rætt... þau héldust í hendur og fóru sér svo hægt.. tók þau svona klst að komast niður 3 tröppur! Ætli þau hafi vitað um hvað myndin var?? Kynlífsgúru.. og klámmyndaleikara! Einhvern veginn held ég ekki! Þetta var samt rosasætt! Ég keypti einmitt í leiðinni miða á Ron JEREMY... hlakka svo til eða hitt þó! Mér er illt í puttanum ... segi þetta gott í bili!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home