Aldan

mánudagur, október 14, 2002

Ég HATA þegar fyrirtæki vísa í önnur fyrirtæki eða aðra deild innan fyrirtækisins! Samt stend ég sjálfa mig að því að gera þetta! En ég leyfi þó fólkinu að klára setningarnar áður en ég segi þeim að hringja annað!!! Ég hata það þegar ég hringi inn í stór fyrirtæki og lendi á skiptiborðinu, ég segi hvað mig vantar og svo áður en ég næ að klára eru þær búnar að gefa mér samband áfram án þess að láta mig vita.... þá svarar önnur persóna og ég þarf að segja frá erindinu í annað sinn og hún er kannski ekki rétta manneskjan til að tala við og gefur mér samband á 3 manneskjuna!!! Afhverju geta þær ekki verið kurteisar og að minnsta kosti sagt: ég ætla að gefa þér samband áfram, jafnvel ég ætla að gefa þér samband við þessa deild! Maður veit aldrei hvar maður lendir! Pirr pirr! Símastúlkur Stórfyrirtækja Heyrið Kall Mitt... slappiði af og veriði kurteisar... leyfið okkur alla vega að fylgjast með hvert þið sendið okkur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home