Aldan

laugardagur, október 19, 2002

Hafið þið pælt í því hvað tölur ráða miklu í daglegu lífi okkar, aumingja Kalli með sína tölustafakomplexa. Þær siffrur sem ég nota í mínu daglegu lífi eru eftirfarandi:
Símanúmer, 7 stafir, kann örugglega 60 númer utan að (vegna vinnunnar) ef ekki meira, 7X80= 420
Starfsmannanúmer sem ég þarf að stimpla inn í vinnunni = 4
Log in númer í vinnunni = 4
Kódar á hurðina í vinnunni, tveir 4 stafa kódar = 8
Kennitölur, þarf að þekkja mína og 2 annarra fjölskyldumeðlima, 3X10 = 30
Bankareikninga, er með 3 sem ég nota óspart, öll runan á hverjum er að minnsta kosti 10 tölustafir = 30
Leyninúmer á þessa 3 reikninga = 8 stafir
Pin númer á þessa 3 reikninga = 4X4 = 16
Kreditkortanúmer plús pin númer = 20
húsnúmer plús íbúðarnúmer = 5
pin númer í gemsanum = 4
Nú nenni ég ekki að telja meira upp og ég er komin upp í 549 stafa númer og þetta er ekki nærri því allt! Það er engin furða að ég man ekki neitt annað... ég er FULL, af óþarfa upplýsingum og tölustöfum!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home