Aldan

föstudagur, október 25, 2002

Í gær fór ég með Völu vinkonu og Ellen út að borða, ég veit ekki hvurslags bruðlari ég er orðin, bara úti hvert kvöld! Við fórum á Grillhúsið á Tryggvagötunni, ég hafði aldrei komið þar inn áður! Þetta er alveg frábær staður, góð þjónusta, ódýr og velútlátinn matur! Mmmm Mmmm eins og lagið vinsæla hét hér árum áður, maturinn var frábær! Eftir matinn fórum við svo upp í Háskólann í Reykjavík, Vala þurfti að skila einhverju verkefni, við lentum í hrókasamræðum um Klám sem er mín helsta dægradvöl í dag þar sem ég er í námskúrs sem bókstaflega NeYðiR mig til að horfa á slíkar myndir, allavega heimildarmyndir um leikara í slíkri mynd, ég er nú þegar búin að horfa á myndir um Annabel Chung, Stacy Valentine og nú síðast Ron Jeremy :)
Ég hef aldrei séð jafn mikið af fólki í bíó, og jafn frekt fólk.... það var ekki hleypt strax inn í salinn þannig það mynduðust svakaleg þrengsli og loksins þegar var opnað þá þusti fólkið inn í salinn eins og það ætti lífið að leysa og ég væri ekki hissa ef nokkrir hafa þurft að heimsækja læknana á slysó eftir troðninginn. Ég lenti til dæmis í því að mér var hent upp að hurð og þurfti að klofa yfir einhverja upphækkunarsætiskolla (tek það fram að það er ekki til íslenskt orð yfir þetta, þetta er sem sagt svona sæti sem er sett ofan á sætin í bíó fyrir lágvaxna, dvergakollar er flott orð) hvað sem höfðu dottið í gólfið! Ég komst nú samt heil höldnu inn í salinn og náði meira að segja sæti, myndin var nokkuð góð, svona í svipuðum dúr og hinar nema meira um grín og gaman. Óspart gert grín að Ron, hann er víst loðin, rík nánös með stórt Egó, svona svipað og ég! Eftir myndina mætti svo Ron Jeremy sjálfur á sviðið og tók við spurningum úr áhorfendasalnum, þeir sem þorðu að spyrja voru nú ekki allt of sleipir í enskunni og misskildi hann stundum spurningarnar! Hann til dæmis fékk spurninguna Can I have a Hug og hefur örugglega haldið að þarna hefði verið spurt um hvað skeði ef hann Can't get it up! Mjög fyndið eins og þið getið ímyndað ykkur, annars fékk hann mjög djarfar spurningar á borð við hversu oft hann stundar sjálfsfróun, hvað er Double penitration og Triple penitration (örugglega vitlaust stafsett)! Þetta var alveg ferðarinnar virði því hann er svo fyndinn lítill kall!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home