Ég var spurð í fyrradag hver væri mín uppáhaldsbíómynd! Þetta hlýtur að vera erfiðasta spurning sem hægt er að leggja fyrir mig! Ég kvikmyndaaðdáandinn mikli, get ekki valið neina eina úr, yfirleitt segi ég nú það fyrsta sem mér dettur í hug. Hvernig er hægt að segja að ein mynd sé betri en önnur þegar þær eru margar hverjar svo mismunandi, svarthvítar á móti litmyndum, hryllingur á móti gríni. Það er kannski hægt að hafa uppáhaldsmynd af hverri sort, ég samt myndi ekki geta valið úr þeim fjölda ,,góðra" mynda sem ég hef séð til þessa bara eina mynd. Það eru nú samt nokkrar myndir sem ég get horft aftur og aftur á, án þess að fá leið á þeim, það er nú t.d. Go, Big Business, Amelie, Final Destination, Walk Don't Run (báðar útgáfurnar), Pretty Woman náttúrulega, þetta er svona sem mér dettur í hug í augnablikinu! Hverjar eru uppáhaldsmyndirnar ykkar?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home