Kattasýning á morgun laugardag 19 október og sunnudag 20 október í Gusti!!! Partý annað kvöld hjá Sollu.. vinna í kvöld! Vá hvað ég er bissy! eða hitt þó heldur. Ég fór í Eymundsson í dag til að skila blekhylki sem var keypt en var vitlaust (mistök starfsmanns), allt í einu fór brunabjalla í gang og eins og flest allir Íslendingar hélt ég bara áfram að skoða eins og ekkert væri að, bjallan pípti og pípti og eftir smá tíma voru starfsmennirnir byrjaðir að hlaupa fram og aftur um búðina. Einhver djarfur viðskiptavinur spurði afgreiðsludömu hvort það væri kviknað í, hún sagðist ekki vita það og hélt áfram að hlaupa fram og til baka um búðina, mér fannst þetta ekkert voðalega traustvekjandi og svo þegar byrjaði að surga í hátalarakerfinu ákvað ég að bíllinn minn gæti verið í hættu þar sem honum var lagt beint fyrir framan búðina (ef svo skyldi vera að það væri kviknað í búðinni og slökkviliðið kæmi á staðinn). Þannig ég forðaði mér, fyrir utan búðina blossaði síðan upp þessi svæsna brunalykt. Ég kem heim og það er ekkert um þetta í fréttunum.. skil ekkert í þessu... það var greinilega ekkert merkilegt að ske!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home