Aldan

mánudagur, október 14, 2002

Hér ég sit og sauma.. inni í litlu húsi...enginn kemur að sjá mig... nema litla músin! Muniði eftir þessu?? Hvað er það fyrsta sem kemur í hugann!! Hjá mér er það kjallarherbergi í Hamraborginni, ég að leik ásamt tvíburasystrum og fleiri vinum úr blokkinni! Þetta kveikir á smá spennutilfinningu í maganum! Munið eftir útileikjunum, fella spýtu og allt þetta.. afhverju er þetta að líða undir lok ! Nú eru bara slagsmál í Breiðholtinu í staðinn fyrir leikina! Ég myndi ekki vilja að vera 11 ára í dag...... Munurinn á þessum aldri nú og fyrir 10 árum! Við vorum saklaus.. þau eru spillt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home