Aldan

þriðjudagur, október 01, 2002

AHA þið hélduð að ég hefði ekki tíma til að blogga! Reyndar hef ég lítinn sem engann tíma.... er of busy að læra og spila Wario's Woods!!! Kemst ekki yfir borð 92 sem er algjör bömmer! Alla vega .... próf á föstudag og svo aftur á mánudag :( afhverju eru kennarar alltaf svona erfiðir! Fór í bæinn í dag til að útrétta.... var í bænum frá 13-16:30 sem mér finnst allt of mikið! Fór síðan og sótti Kalla sem þurfti að kaupa vissa afmælisgjöf handa vissum aðila! Hann er svo klikkaður ... en hvað um það.. það vita allir! Mér eða Mig..hlakkar svo til föstudagsins! Spilakvöld hjá Menngó... jú nó men go! Aha... ég er alveg að missa mig eins og Charlie segir alltaf við mig! En hvað um það... ég endurnýjaði trú mína á mannkynið í dag!! Mannkynið sko! ekki kvenkynið.. nei ég er hætt.. lofa! Málið er það að í dag var ég fyrir framan Tollstjórann í Reykjavík (ég er náttla að tala um húsið) þá kemur þar að fjallmyndarlegur maður.. nei ok strákur (en samt yfir 20) og biður mig og múttu um að lána sér 20 kr fyrir stöðumæli.. ég og mamma náttla vildum glaðar verða við þessum en vorum því miður með engan pening á okkur! Hann biður okkur þá um að fylgjast með bílnum og stöðumælavörðum á meðan hann myndi skreppa í bankann því hann tími ekki að borga 1500 í sekt! Ekkert mál með það.. tveimur mínutum síðar (sirka bát) þá kemur drengurinn aftur (maðurinn.. alla vega persónan sem er yfir tvítugu), alveg skælbrosandi og segist vera svo ofsalega glaður og lætur mig hafa 500 KALL fyrir þetta viðvik!! Krakkar það borgar sig að vera miskunnsami samverjinn!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home