Aldan

mánudagur, október 28, 2002

Samsæri Hafið þið tekið eftir því að Survivor og Temptation Island þættirnir eru sýndir á veturna, hafið þið tekið eftir því að ferðaskrifstofurnar auglýsa ferðir til Tælands og Eyjaálfu á veturna! Það er kjaftæði að þetta sé út af veðrinu, að það sé sumar þá hjá þeim. Þetta er bara sölutrix, þú horfir á þættina á veturna í kulda undir teppi og sérð hvað þau hafa það gott, sóla sig í á ströndinni, taka þátt í skemmtilegum athöfnum, borða góðan mat! ÞETTA ER SAMSÆRI, gilla okkur með góðum boðum sem þau vita að við getum ekki annað en tekið án þess að setja okkur í svakalegar skuldir og hverjir græða á því, jú kreditkortafyrirtækin!!! Og svo leggjumst við í þunglyndi, gerumst sófaklessur, horfum meira á sjónvarpið og hvað sjáum við í sjónvarpinu, jú Survivor og Temptation Island og hvað langar okkur að gera þegar við sjáum þættina FERÐAST! Ekkert nema HRingavitleysa.... samsæri samsæri!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home