Aldan

mánudagur, október 28, 2002

*GEISP* Kræsturinn hvað ég er syfuð!!! Og hungruð, ég á örugglega eftir að bíta hausinn af einhverjum.... ég er í þjónustustarfi en ég læt þó ekki skapið bitna á kúnnunum, ónei ég tek það með mér heim og læt það bitna á fjölskyldunni :) Annars er fólk búið að vera einstaklega fúlt í dag, hvort það er mánudagsblúsinn eða napur kuldinn sem hefur þessi áhrif það veit ég ekki! Ég hef tekið eftir því að hér í vinnunni, á þessum líka indæla skap þar sem allir eru mjög nánir og vinalegar (my ass) þá eru allir í sama skapinu, ef einn er fúll þá eru allir hinir það líka og öfugt!
Ég er komin í jólaskap, mér finnst það æðislegt og ætla að njóta þess. Ég er byrjuð að skipuleggja, búin að ákveða 2 jólagjafir... þarf nú bara að koma mér af stað og kaupa þær áður en ég verð fjárvana! Mér finnst yndislegt þegar ég er búin að kaupa gjafirnar áður en örtröðin byrjar, mig langar allavega að halda því fram að mér finnist það æðislegt, það hefur reyndar aldrei tekist en í ár er mun ég reyna aftur! Sjáum hvað setur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home