Aldan

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Orange

Uppskerubrestur í Bandaríkjunum veldur því að heimsmarkaðsverð á appelsínum er að rjúka upp úr öllu valdi! Enn sem komið er hefur orðið lítil breyting verði hérna, en hvað ef það fer að hækka?? Þetta er alveg hræðilegt, hvernig á ég þá að blanda Snúrusnafsinn minn??? :OS

Þetta á eftir að halda fyrir mér vöku í dag, já þetta eða vinnuvélarnar úti. Það sem ég hélt að væri óvenjuþrifinn nágranni voru víst bara vinnuvélar, þetta líktist svo þvottavélarslætti. En já.. þær eru búnar að vera að í u.þ.b. mánuð, frá kl 07:30 á morgnanna til 19 á kvöldin, óþolandi. Það er ekki eins og ég eigi auðvelt með að sofa fyrir.

Tomorrow's schedule

Four o'clock, wallow in self pity; 4:30, stare into the abyss; 5:00, solve world hunger, tell no one. 5:30, jazzercize. 6:30, dinner with me. I can't cancel that again. 7:00, wrestle with my self-loathing; I'm booked!

Þetta er búið að óma í hausnum á mér í marga daga, við Anna horfðum á myndina fyrir jól eins og okkar er venjan... :) Hún er æði

Á þessum nótum, það er komið ágætt plan fyrir vikuna, það borgar sig greinilega að auglýsa sig, eini dagurinn sem er laus er sunnudagurinn... en svo er spurning hvort maður eigi ekki líka að reyna að slaka smá á...

Ég er svo að spá í að fylgja fordæmi Sivjar (mig langar alltaf að kalla hana Sjöfn, veit ekki afhverju) og hlaða niður Eminem á iPodinn minn svo ég geti nú stigið taktfastara á hlaupabrettið, ekki veitir af. Ég er eins og Ollý, ef ég missi einbeitinguna þá er ég völt ;) Skil ekkert í mér að hafa ekki gert það fyrr, ég tek eftir því að gangurinn hjá mér breytist eftir tónlistinni, Beyonce þýðir rassinn út, brjóstin upp, Pink og ég geng hraðar með fæ attitude, PCD catwalk, etc.. Sjáum hvernig Eminem virkar fyrir mig. (p.s. Særún mín, ekki æla... þú hefur þína tónlist og ég mína, ég hlusta líka á veraldlega tónlist svona einstöku sinnum, þetta virkar í gymminu ;) )

Annars var ég að lesa á síðu hjá vinkonu minni að myndavélinni hennar hafi verið stolið af fæðingardeildinni, hver gerir slíkt?? Þvílík mannvonska!! Fyrstu myndirnar af barninu glataðar, sem betur fer hafði amman tekið einhverjar en það er alveg sama... Ég vona svo sannarlega að þessi einstaklingur fái að kynnast hlut sem kallast Karma!

sunnudagur, janúar 28, 2007

Ein heima

Í gegnum tíðina hef ég ekki vanist því að fólk kalli mig einhverjum gælunöfnum, núna undanfarið hef ég hins vegar verið kölluð ýmsum nöfnum og þá aðallega af tveimur vinum mínum. Annar kallar mig iðulega píku eða dúllu, hinn kallar mig litla dýrið sitt eða druslu... ég satt best að segja veit ekki hvert þeirra er í uppáhaldi hjá mér. Talandi um druslur, ég er í buxum sem eru a.m.k. 5 cm of stuttar og það er ógeðslega ljótt, samt held ég áfram að ganga í þeim :S Því fer þó að ljúka, ég var að taka eftir því að sólin er farin að skína á stað sem á ekkert að skína á! Mér finnast niðurmjóar buxur einnig forljótar og reyni með öllum mætti að forðast slíkt og þær persónur sem vilja ganga í slíkum ósköpnuði... þær eru bara undarlegar. Buxur eiga að vera a.m.k. 5 cm of síðar (vil helst ganga á faldinum þó það sé ekki fallegt) og útvíðar (þó ekki skræpóttar).

Ég er ein í kotinu þessa daga og er meira að segja að fara í ágætt frí þannig ef einhver fær skyndilega löngun í spilakvöld eða álíka ;) þá má sá hinn sami hafa samband, þið þekkið númerið mitt :)

Annars fór ég út á föstudagskvöldið, aldrei þessu vant. Fékk gesti heim og svo var ákveðið að skella sér í bæinn. Eftirstöðvar kvöldsins: mar á vinstra hné eftir óplanað hálfspíkat í Bankastrætinu, ég vil meina að það hafi verið Arak skotið á Kaffi Vín sem sendi mig fljúgandi niður Laugaveginn. Illa lyktandi og stífur trefill sem datt í gólfið, ég hefði alveg eins getað díft honum ofan í bjórlaug svo nasty var hann. Stimpill á vinstri hendi eftir 5 mínútna stopp á skemmtistað, sem betur fer var mér boðið inn :S Og reykingastybba dauðans af fötunum. Fór á Celtic í fyrsta sinn þrátt fyrir að hafa verið í enskunni í 3 ár og þetta er "okkar" staður, það var fínt fyrir utan að ég lenti á lessukvöldi :oS týpískt! Nei ok, ekkert lessukvöld sem "slíkt", hún Nana úr Ædolinu var að spila og kvenfólkið fjölmennti, hún var reyndar alveg furðugóð. Svo fékk ég fylgdarmann síðasta spölinn heim sem bauð mér að deila Pringlesinu sínu, Pringles í þessu tilviki er ekki substitute fyrir eitthvað annað heldur bara snakkið sjálft! Þið eruð bara dónar ef þið voruð að hugsa um eitthvað annað. Ágætiskvöld alveg hreint. Morguninn eftir, not so gút.

Það styttist heldur betur í brúðkaupið hennar Önnu minnar, allt er orðið klárt fyrir ferðina, búið að bóka flug og hótel. Annars á skvísan á afmæli í næstu viku :)
*knús og kossar*

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Breytingar

Það er ýmislegt sem breytist í dag! Eiga breytingar ekki að vera til batnaðar? Við skulum vona það! Meira um það seinna, það er svo mikill svefngalsi í mér að stelpurnar hérna halda að ég sé að missa það, ætti bara að fara að logga mig út!! :)

Tjá amigos!

Leikskólinn Hvarf!!

Stundum er erfitt að sitja á sér í vinnunni :S
Þetta bjargaði allavega morgninum!

mánudagur, janúar 22, 2007

Bévíans blogg drasl!

Ég sat í hálftíma fyrir framan tölvuna í gær og hamaðist við að blogga, svo þegar ég ætlaði að birta póstinn þá ýtti ég á vitlausan takka og svo annan þegar ég ætlaði að bjarga mér. Ég hafði hugsað mér að segja ykkur frá þessum ömurlega degi, að bíllinn startaði ekki og ég þurfti að fjárfest í nýjum geymi og fékk ekkert að sofa þennan dag. Ég ætlaði líka að minnast á hina indælu kvöldstund sem við Menngóliðar áttum saman um daginn en strákarnir buðu okkur í mat, Netverjinn eldaði ljúffengan kjúklingarétt og svo var hið víðfræga ostasalat í eftirrétt. Þið hefðuð fengið að heyra mig kvarta undan því að Flugmaðurinn væri búinn að smita mig af flensu, en reyndar fékk ég svo bara smá hita en ekkert meira og hefði því verið að skjóta mig í fótinn með því. Ég ætlaði líka að nefna að við Örnungur bíðum enn spenntar eftir Álfrúnarbarni sem átti að koma í heiminn 14. janúar en ætlar eitthvað að láta bíða eftir sér! Svo var ég að fá tilkynningu um tvo væntanlega barnsburði í sumar, það er sem sagt önnur hrina farin í gang. Nú er spurningin bara sú hvort strákunum eigi enn eftir að rigna niður, hvernig væri að koma með smá tilbreytingu í þetta stelpur!!?? Ef blessaða bloggið hefði ekki týnst þá hefðuð þið kannski frétt af þessu! Aumingja þið!

laugardagur, janúar 20, 2007

Sorry, your call can not be completed as dialled. Please try again later!

Það er ekki á hverjum degi sem manni er úthúðað á kínversku, reyndar veit ég ekkert hvort manneskjan var að skamma mig eður ei enda kann ég voða lítið í kínversku. En miðað við orðafjöldann og ákafann þá var hún að reyna að tjá sig mikið við mig. Það virtist engu skipta hvort sem ég talaði íslensku eða ensku við hana, hún hélt bara áfram, greinilega alveg sama hvort ég skildi hana eða ekki! Ég þarf greinilega að fara að dusta rykið af kínverskunni, fara aftur á bókasafnið og fá lánaðar spólurnar aftur :)

Domo arrigato (þetta er reyndar japanska en hverjum er ekki sama.. er þetta ekki allt sama babblið ;) ) Reyndar er japanskan skemmtilegri en kínverskan, kannski maður ætti að halda sig bara við hana... kann líka meira í henni!

Koinichiwa = Góðan daginn

Na ni desu ka? = Hvað er þetta?

Doko desu ka? = Hvar er það?

Doitashimashite = Verði þér að góðu

Já.. þetta er skemmtilegt, það er líka gaman að kyrja á japönsku, ekki það að ég kunni það, bara gaman að fylgjast með því :)

Sayonara

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Skissa = Ekkert blogg!

sunnudagur, janúar 14, 2007

Kíkið á þetta :)

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Skissa á Leikjaneti

Skissa virðist vera nýjasta æðið í netheimi. Pictionary leikur fyrir alla, líka þá sem kunna ekki að teikna. Ég reyndi að taka þátt í þessu en eftir heiðarlega tilraun til að teikna hárteygju fékk ég eftirfarandi komment: þetta var steikt! Mér líður samt ekkert rosalega illa yfir þessu, vinkona mín var spurð hvort hún væri 3 ára þegar hún var að reyna sjálf við að teikna einhverja fígúru, þessi sama manneskja er með háskólapróf í myndlist :)

Rútínan

Morgunrútínan mín veitir mér bæði ánægju og visst öryggi, mér leiðist þegar bregður út af vananum. Hún byrjar um áttaleytið þegar ég logga mig út úr vinnunni og kveð dömurnar hátíðlega, oftast fæ ég kveðjur tilbaka en það fer eftir tunglstöðu og tíðahringjum hvernig þær hljóma. Á leiðinni út vona ég að ég þurfi ekki að skafa og að allir þessu blessuðu háskólanemar hafi sofið yfir sig eða ákveðið að taka strætó til tilbreytingar svo ég komist nú fljótt heim. Á leiðinni fæ ég nokkrar augngotur, sérstaklega ef ég þarf að stoppa á ljósunum á Grensásvegi (sem gerist b.t.w. ALLTAF) þar sem ég er yfirleitt með útvarpið hátt stillt og syng af öllum mínum lífs og sálarkröftum og dilli mér í takt við tónlistina. Takið samt eftir að þetta gerist ekki þegar ég er nývöknuð á morgnana, þá vil ég þögn og vil helst ekki opna munninn fyrr en klukkutíma ef ekki klukkutímum eftir að hafa glennt upp augun. Þannig ég get svo sem séð sjónarhorn þeirra sem þurfa að horfa upp á mig svona snemma morgnana, perkí as can be! Ef allt gengur að óskum renn ég í hlað heima hjá mér um 08:17, heilsa nágranna mínum á neðstu hæðinni sem er alltaf úti að reykja þegar ég mæti á svæðið, næ mér í Blaðið og ef allt gengur upp Fréttablaðið líka, þar sem það liggur ylvolgt á ofninum í ganginum. Mikki bíður við dyrnar þegar ég opna, og Símon kemur nokkrum sekúndum seinna og krefst þess að fá morgunknúsið sitt. Mikki vill bara harðfiskinn sinn en ég fæ að klappa honum smá í staðinn. Ég gef þeim að borða, fer í náttföt, kíki á tölvuna og afrekstur næturinnar, les fréttablaðið, tannbursta mig og leggst upp í rúm og ef ég er heppin þá sofna ég.
Þetta er akkurat það sem ég vonast eftir að gerist um leið og ég logga mig út núna á eftir :)

(Karl, ekki ranghvolfa augunum svona... mér leiðist og bloggmetnaður minn er enginn :) )

mánudagur, janúar 08, 2007

Hræðsla

Það er fátt sem hræðir mig meira en að þurfa að taka utan af kálhaus. Tilhugsunin um þá óvætti sem gætu leynst þarna inni skelfir mig meira en orð fá líst. Oftast næ ég að koma þessu starfi yfir á aðra, en stundum er bara enginn annar til staðar. Í þeim tilfellum eru öll ljós kveikt og hverju blaði er flett ofurvarlega af því næsta. Fyrir nokkrum dögum heyrði ég móður mína öskra innan úr eldhúsi þegar einhver óvættur hoppaði úr kálinu. Paddan óþekkta sem greinilega hafði húkkað sér far með þessum græna farkosti fékk skjótan endi á líf sitt með því að vera fleygt fram af svölunum ofan af fjórðu hæð því móðir mín góð vildi ekki eiga í hættu að hún myndi ná að verpa eggjum í frárennslirörinu. Í morgun las ég svo grein um græna könguló sem fannst við svipaðar aðstæður, svona hlutir fá mann til að gefa grænmeti alveg upp á bátinn! Viðbjóður!

laugardagur, janúar 06, 2007

Árið 2006

Hér verður stiklað á stóru, aðallega vegna minnisleysis.

Það sem stendur upp úr,

Þrítugsafmæli Önnu og fimmtugsafmæli Mömmu

Surprise afmælisveisla Söru - rosagaman, 9 mismunandi þjóðarbrot og Singstar var tungumál kvöldsins!

Eurovision partýið - byrjaði hjá Hönnu og enduðum á Players á Eurovision djammi!

Útskriftarveisla Hönnu, ég man eftir hvítvínsdrykkju, ég man eftir bænum, ég man eftir Hótel Cabin, ég man þetta var geggjað! Torneró!

Kveðjupartý Ástu sem lauk heima hjá mér með Devitos pizzu og góðu spjalli, við erum greinilega farnar að verða of gamlar fyrir þetta útistáelsi.

Noregsferðin - Ellen og Sara komu mér verulega á óvart og buðu mér með sér til Noregs í viku. Þar var fyrstu nóttinni eytt í ekta FRAT-house þar sem fór lítið fyrir þrifnaði og öðru. Datt næstum ofan í sjóinn en endaði þó ofan í bát þökk sé kraftakonunni henni Ellen, þurfti daglega að klífa fjall til að komast í bæinn og hafði það í för með sér að nokkur kíló hurfu. Við fórum í svaka ferðalag þar sem keyrt var meðfram fjörðum suðvestur Noregs, tókum svo ferju inn í einn þeirra. Hápunkturinn var grillaður hamborgari sem snæddur var kílómetra fyrir ofan sjávarmál með útsýni sem ekki er hægt að lýsa. Á leiðinni upp fjallið voru heilar 27 beygjur, svolítið skrýtið að maður skyldi hafa komið borgaranum niður. Svo má ekki gleyma bryggjupartýinu góða þar sem heillri flösku af Tequila var sturtað niður í liðið. Þarna voru marglyttur sem vildu éta mig, fiskar veiddir, kokkeli monke, sjekkelig tejt!

Magnavakan - set hana með, þetta var spennandi. Við Audibet fórum í sumarbústað úrslitakvöldið, hituðum okkur upp með því að fara í singstar. Horfðum svo á þetta samhliða þess að leggja tarot og éta osta!

Fimmtugsafmæli pabba, sjötugsafmæli ömmu - vorum með nokkurs konar surprise veislu. Heppnaðist ljómandi vel.

Englandsferðin - Menngóliðar mínus Nína gerðu sér ferð til London. Hótelherbergi sem var niðurgrafið og viftan þurfti sífellt að vera í gangi. Ögmundur bauð okkur í þriggja rétta máltíð á alveg frábæru veitingahúsi, Hanna og Kalli voru næstum handtekin fyrir ölvun á almannafæri. Fórum í London Eye, hitti Önnu mína, Covent Garden, nornabúðir, götulistamenn, göngutúrinn um Notthing Hill hverfið (ég var örlítið hífuð en fannst það alveg meiriháttar).

Flugferðin - Ögmundur bauð mér, Kalla og Ryan vini þeirra í næturflug. Ég fékk að sitja fram í, taka á loft og svo stýra smá! Flugum yfir Akranes og svo til Keflavíkur
þar sem við fengum smá prívat ljósashow! Þetta var alveg frábær ferð, ég er ekki frá því að ég hafi læknast af flughræðslunni. Það kemur í ljós næst þegar ég fer í flug ;)

Hið árlega Singstar-partý Snúranna, ég skemmti mér alveg stórvel :) Ég, Dvergurinn og Halldóra enduðum á því að fá okkur Hlölla og svo kom Dúi að sækja okkur!

Afmæli Netverjans - Surprise veisla sem tók nokkrar vikur að undirbúa, meiriháttar gaman, góður matur, gott fólk, gott partý. Mig minnir að í lokin hafi allir fjölmennt inni í herbergi hjá Ögmundi en ég man ekki hvernig ég komst heim.

Anna kom í desember, útréttingar, flakk, heimsóknir, alltof mikið að gera. Við fengum þó að halda upp á jól með henni, nokkrum dögum á undan áætlun en alveg þess virði. Yndislegur tími en alltof stuttur.

Blogginu var stolið! Bölvaður bloggþjófurinn, bæði blátt áfram og blár... nei hann var bara nokkuð fyndinn þó ég sé þó ekki alveg sátt við það hversu auðvelt það er að komast yfir aðgang fólks. Veit ekki betur en að hann hafi hertekið blogg Flugmannsins, það er ágætt að sjá að hann hafi ekki orðið að bráð ónefndra kynsjúkdóma. Hann lifir enn og dafnar í bloggheiminum þó svo að hann stefni á kynlífsferð til Tailands á næstunni! Góða ferð segi ég nú bara!

Þema ársins, óvæntar veislur og utanlandsferðir, reyndar bara veislur yfirhöfuð. Ég sé það að ég hef verið iðinn við kolann á þessu ári, ætti kannski ekkert að vera að taka upp á víndrykkju á þessu ári! Ég verð nú að segja það að þetta var með skemmtilegri árum sem ég man eftir. Þetta ár markaði upphaf :) punktur. Ég þakka samfylgdina, þið eruð öll æðisleg, hvert ykkar eitt og einasta!

e.s. ef þið munið eftir einhverju endilega "ring my bell", ég er að fara eftir bloggfærslum ekki minni :) því er ekki treystandi!

föstudagur, janúar 05, 2007

Ég er óþarflega nákvæm í þessum bloggum mínum, bloggin ættu að vera óljósari, hver hefur eiginlega áhuga á því að vita klukkan hvað ég borðaði eða fór að sofa? Enginn, skal ég segja þér, ef það er undantekning þarna út þá er hinn sami bara skrýtinn og ætti að loka í spennitreyju inni í læstu herbergi. Óljós blogg, það er málið. Það myndi gefa þeim smá dulúð, kannsi ég taki upp á því að blogga undir rós eins og ákveðin persóna, spáum aðeins í þessu!

Bloggþjófinum hefur verið steypt af stóli eftir einræðistilburði sína. Síðan hefur fjöldi innlita hefur minnkað um 150%! Skondið ;)

En af mér...
Sjaldan hefur árið byrjað jafnvel og 2007, var reyndar að vinna á gamlárskvöld en ég var umkringd góðu fólki eins og vanalega. Ég held þetta sé í fyrsta skipti sem ég man eftir mér að ég strengi ekki áramótaheit, ég gantaðist reyndar smá með það að hefja víndrykkju á árinu. Ég hef fengið leiðinlegar athugasemdir út á Snúrusnafsinn minn svo að ég sé fram á að þurfa að breyta drykkjuvenjum mínum. En hvað um það, ég ætla bara að halda áfram á þessari braut sem ég er á :) þetta virðist vera að virka. Ég er ekki frá því að það sé viss léttir að hafa ekki strengt nein heit, góður vísir að nýju ári.
En já, áfram með smjörið. Eftir nær engan svefn héldum við Auður E. upp í sumarbústað og gerðum allt klárt fyrir kvöldið. Hjördís kom seinna, við borðuðum þennan dýrindis mat. Maturinn var borinn fram kl 21 og við vorum sofnaðar kl 22, talandi um úthald! En þetta var þó ekki búið spil, við vöknuðum aftur fílhressar um 23 og til í tuskið. Fórum í heita pottinn til að hita okkur upp, næst var Singstar og óþarflega margir þættir af The Catherine Tate show (am I bothered? I'm not bothered). Spádómurinn hófst ekki fyrr en klukkan var langt gengin í tvö. Við vorum ekki búnar að hittast í hálft ár svo að lítið fór nú fyrir spilunum, hins vegar náðum við að skoða gamla spár (ótrúlega mikið sem hefur ræst af þessu), kíktum í bolla og Hjördís leyfði okkur að fylgjast með henni kyrja. Ég var reyndar sú eina sem fékk spá fyrir árið ;) það verður gaman að sjá hvort eitthvað af þessu rætist, nóg rættist í fyrra! Stelpurnar skriðu upp í um 5, ég fór aftur í pottinn og átti gott spjall við tunglið, fór svo sjálf að sofa um 6. Fyrir heppni vaknaði ég um 11 leytið og ræsti stelpurnar, við áttum víst að skila bústaðnum kl 12. Það voru þreyttar lufsur sem skriðu í bæinn eftir hádegi! En þetta var æðislegt og stefnan er tekin á að hefja næstu ár á svipaðan máta!
3. janúar fór ég svo á minn fyrsta Búddafund, Hjördís leyfði mér að tölta með. Ég stefni á að fara aftur, þetta var virkilega áhugavert.
Hluti Herfuhópsins kom saman í kvöld hjá Sollu, alltaf gaman að sjá stelpurnar. Ég fæ svo að sjá meira af þeim á laugardag, þegar þær ætla að safnast saman aftur hjá Hönnu.
Ellen og Sara koma til landsins á morgun, ég og Joshua ætlum að fara og ná í þær upp á völl! Ég sé ekki fram á mikinn svefn næstu daga en svona er þetta bara!!

Þetta var óþægileg líkt dagbókarfærslu... ég biðst forláts :)

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Halelúja! Halelúja! Halelúja halelúja hallelúújaaaa!

Kæru vinir, ættingjar og aðrir landsmenn!

Ég hef náð blogginu mínu tilbaka!


Vildi bara láta ykkur vita svo þið séuð ekki stöðugt á refresh takkanum í von um að þjófurinn hafi sett inn nýja færslu! Ég fékk tölvupóst frá þeim sem sjá um teljarann vegna óeðlilega mikillar aðsóknar á bloggið! Mörg hundruð innlit á síðuna á þessum stutta tíma frá því að þjófnaðurinn átti sér stað! Það er greinilegt að svona dónaskapur og klúr orðaforði dregur fólk að.... ekki búast við því að ég haldi því neitt áfram. Hanna mín náði sinni síðu einnig tilbaka... allt er að falla aftur í eðlilegar skorður. Meira seinna, sofa núna!

Húð- og kyn

Elsku Aðdáendur,

Ég var svikinn um deit í kvöld. Viðkomandi lærir vonandi eitthvað á því að djóka ekki svona með mig. Ég er svoldið fúll, sérstaklega eftir að hafa með klókum hætti logið að skækjunni og komist út úr húsi með trúverðuga sögu. Ég fór líka í bað, setti á mig rakspíra og kom við í apóteki og keypti sleipiefni. Jæja, hvað um það...

Ég fór í mín mánaðarlegu próf á Húð- og kyn í dag. Það er alltaf svo gaman að spjalla við konurnar í afgreiðslunni. Ég á orðið fastan bókaðan tíma þannig að ég þarf ekki lengur að hringja og boða mig, ég mæti bara og tíminn minn bíður. Hjúkrunarkonan sagði að ég þyrfti í raun ekki að koma svona oft, þar sem ég væri hvort eð er búinn að fá flesta kynsjúkdóma oftar en einu sinni ætti ég að þekkja einkennin. Ég gæti bara komið þegar þau fara að láta á sér kræla. Hún stakk reyndar líka upp á því að ég fengi "kit" sem innhéldi helstu lyf og áburði svo ég gæti bara séð um að lækna mig sjálfur. Mér líst vel á það, ég er alltaf hálf smeykur um að einhver sem ég þekki sé að láta losa sig við lús á sama tíma og ég. Það gæti verið smá vandræðalegt.

ÞAÐ Á ENGINN AÐ STUNDA ÓÁBYRGÐARLAUST KYNLÍF! NOTIÐ SMOKK!

Það er alveg óþolandi þegar maður er að sofa hjá fólki og það subbar einhverjum sora á delann hjá manni. Svo, áður en maður veit af, er maður búinn að dreifa þessu í 10-20 píkur! Og kannski einn eða tvo... allavega! Ég er farinn að gera það, þegar ég fer á húð- og kyn, að láta dömurnar bara fá lista yfir allt það fólk sem ég hef sofið hjá síðasta mánuðinn, þá þarf ekkert að hafa samband við mig ef eitthvað kemur í ljós, þau hringja bara í alla á listanum og senda mér lyfin mín í pósti. Mjög þægilegt. Ég reyndar hélt að ég yrði heppinn í kvöld og lét það nafn á listann líka. Það væri frekar vandræðalegt ef viðkomandi fengi svo símtal í næstu viku án þess að hafa gert neitt með mér. Svona er þetta stundum!

Jæja, maður getur ekki setið yfir þessu í allt kvöld, ég ætla að skella mér á einkamál og veiða mér eina eða tvær... :D

Bless!

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Áramótakveðja

Kæru vinir og ættingjar nær og fjær, elsku Aðdáendur, drykkjufélagar, samstafsfélagar og kona mín Hildur.

Gleðilegt nýtt ár og hafið öll þökk fyrir að gamla!

Það er á degi sem þessum sem maður lítur yfir liðinn veg og skoðar verk ársins. Flestir hugsa með sér, hvað hef ég gert? hverju hef ég áorkað? en sjá svo að verkin eru lítil og ómerkilegt. Sjálfur lít ég hróðugur til baka og hugsa: Þvílík snilld, þvílíkur meistari! Ég er vel af guði gerður, ég veit það og því verður ekki neitað. Það besta er að ég sé það, þó ekki séu allir á sama máli. Það væri líka skrítið ef allir væru sammála, þó ég skilji ekki þegar allir eru ekki sammála mér.

Anna, systur Ölduhönnu, fer hamförum í kommentakerfinu. Ég er sár. Hvað á það að þýða að segja svona? Að ég sé lélegur penni er lygi. Annars uppfærði ég bara linkinn hennar hér til hliðar... Bloggið hennar þarf ég líka að uppfæra, ég sé að þarna eru nokkrar færslur sem ég taka til í - jafnvel þarf bara að taka til í öllu blogginu hennar og setja inn aðrar nýjar færslur. Við skulum spá svolítið í því.

Einhver Nína gerir grín að manndómi mínum og segir að ég sé heimskur. TAKK! Hvernig væri ef ég myndi bara gefa þér lykilorðið að blogginu hér hjá Ölduhönnu og þú getur svo bara leiðrétt færlurnar eftir því sem ég set þær inn? Smá vísbending um lykilorðið: það tengist sköpum kvenna. Hehehe.

Jæja, ég verð að fara að sjæna og pússa fyrir kvöldið. Ég var búinn að senda Hönnu Lillý skilaboð um að ég sé til í deit og hún svaraði með stað og stund. Planið er sem sagt að taka fyrst gelluna og svo bloggið hennar. Meistarinn er að verki, hún mun ligja skælbrosnadi í rúminu sínu fullnægð og góð, en á meðan set ég inn fyrstu færsluna mína á nýja blogginu.

Bless!

p.s. Hér er mynd af mér Hanna Lillý, eins og ég lofaði þér í e-mailinu. Mér finnast myndir af mér teknar á sauðagærum alltaf flottar, ég er svo sexy! :D

mánudagur, janúar 01, 2007

Áramótaannáll

Það er víst í tísku að skrifa áramótaannála, því geri ég hið sama. Ég er auðvitað allur fyrir það að tolla í tíksunni, klæði mig í flott föt, með nýtt parket á góflinu og þessar nýju gardínur sem maður getur í raun ekki dregið almennilega frá eða fyrir. Mínir annálar verða þó betri en þeir sem þið hafið hingað til séð og þá bara af því að ég skrifa hann. Ég var samt svolítinn tíma að velta því fyrir mér hvort ég ætti að skrifa þetta eftir mánuðunum og undir hverjum mánuði gæti ég tilgreint afrek mín, eða ég gæti líka bara gert lista yfir allt það frábæra sem ég hef gert. Mér fannst hvougt ganga upp.

Miklar pælingar eru bakvið efnistökin í áramótaannáli mínum. Ég varð að fara vel og vandlega í gegnum það hvað ég vildi taka fyrir og hvað ekki. Ég sá það strax að ef ég ætlaði að skrifa um kynlífið mitt þá yrði þetta svoldið langur annáll. Ég sá það líka að ef ég mundi skrifa um afrek mín í vinnunni, þá yrði þetta líka langur annáll. Ég gæti líka skrifað um það þegar ég fór í laxveiði í sumar, en það tæki svo sem ekki nema eina línu að segja frá því að ég veiddi ekki neitt. Því ákvað ég að sleppa öllu öfantöldu.

Annállinn mun því líta svona út:

Áramótaannáll:
Þetta ár var stutt, vonandi verður 2007 lengra. Meira vín, meira sex og meiri peingar!

Jæja, þetta er komið gott í bili, ég er hvort eð er örmagna eftir að hafa skotið upp öllu helvítis ragettudraslinu. Ég var auðvitað með flottasta pakkan í helvítis götunni. Einhvernveginn verður maður að vinna upp lítið dinglidong. Fokkings shit.

Bless!


e.s. bara að benda þeim gellum á sem vilja fá einn góðan, hvort sem hann er stuttur eða langur - endilega munið eftir að setja nafn og símanúmer í commentakerfið.

e.s.e.s. ég var sko að meina hvort drátturinn væri stuttur eða langur!