Hræðsla
Það er fátt sem hræðir mig meira en að þurfa að taka utan af kálhaus. Tilhugsunin um þá óvætti sem gætu leynst þarna inni skelfir mig meira en orð fá líst. Oftast næ ég að koma þessu starfi yfir á aðra, en stundum er bara enginn annar til staðar. Í þeim tilfellum eru öll ljós kveikt og hverju blaði er flett ofurvarlega af því næsta. Fyrir nokkrum dögum heyrði ég móður mína öskra innan úr eldhúsi þegar einhver óvættur hoppaði úr kálinu. Paddan óþekkta sem greinilega hafði húkkað sér far með þessum græna farkosti fékk skjótan endi á líf sitt með því að vera fleygt fram af svölunum ofan af fjórðu hæð því móðir mín góð vildi ekki eiga í hættu að hún myndi ná að verpa eggjum í frárennslirörinu. Í morgun las ég svo grein um græna könguló sem fannst við svipaðar aðstæður, svona hlutir fá mann til að gefa grænmeti alveg upp á bátinn! Viðbjóður!
4 Comments:
HAHAHHAHAHAHAHAHAHAHHAHAHAHAHHAHAHAHAHAH
Bjargadi morgninum med tessu :P
By Anna, at 8:25 f.h.
Það hefur örugglega verið áhugavert að fylgjast með aðförum ykkar :)
By Nafnlaus, at 10:51 f.h.
Juminn!
By Nafnlaus, at 2:12 e.h.
Ojjjj...er svo hrædd um ða einhver ógeðsleg padda hoppi einhvern tímann úr salatinu!! Þetta er ógeðslegt
Solla bolla.
By Nafnlaus, at 3:41 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home