Árið 2006
Hér verður stiklað á stóru, aðallega vegna minnisleysis.
Það sem stendur upp úr,
Þrítugsafmæli Önnu og fimmtugsafmæli Mömmu
Surprise afmælisveisla Söru - rosagaman, 9 mismunandi þjóðarbrot og Singstar var tungumál kvöldsins!
Eurovision partýið - byrjaði hjá Hönnu og enduðum á Players á Eurovision djammi!
Útskriftarveisla Hönnu, ég man eftir hvítvínsdrykkju, ég man eftir bænum, ég man eftir Hótel Cabin, ég man þetta var geggjað! Torneró!
Kveðjupartý Ástu sem lauk heima hjá mér með Devitos pizzu og góðu spjalli, við erum greinilega farnar að verða of gamlar fyrir þetta útistáelsi.
Noregsferðin - Ellen og Sara komu mér verulega á óvart og buðu mér með sér til Noregs í viku. Þar var fyrstu nóttinni eytt í ekta FRAT-house þar sem fór lítið fyrir þrifnaði og öðru. Datt næstum ofan í sjóinn en endaði þó ofan í bát þökk sé kraftakonunni henni Ellen, þurfti daglega að klífa fjall til að komast í bæinn og hafði það í för með sér að nokkur kíló hurfu. Við fórum í svaka ferðalag þar sem keyrt var meðfram fjörðum suðvestur Noregs, tókum svo ferju inn í einn þeirra. Hápunkturinn var grillaður hamborgari sem snæddur var kílómetra fyrir ofan sjávarmál með útsýni sem ekki er hægt að lýsa. Á leiðinni upp fjallið voru heilar 27 beygjur, svolítið skrýtið að maður skyldi hafa komið borgaranum niður. Svo má ekki gleyma bryggjupartýinu góða þar sem heillri flösku af Tequila var sturtað niður í liðið. Þarna voru marglyttur sem vildu éta mig, fiskar veiddir, kokkeli monke, sjekkelig tejt!
Magnavakan - set hana með, þetta var spennandi. Við Audibet fórum í sumarbústað úrslitakvöldið, hituðum okkur upp með því að fara í singstar. Horfðum svo á þetta samhliða þess að leggja tarot og éta osta!
Fimmtugsafmæli pabba, sjötugsafmæli ömmu - vorum með nokkurs konar surprise veislu. Heppnaðist ljómandi vel.
Englandsferðin - Menngóliðar mínus Nína gerðu sér ferð til London. Hótelherbergi sem var niðurgrafið og viftan þurfti sífellt að vera í gangi. Ögmundur bauð okkur í þriggja rétta máltíð á alveg frábæru veitingahúsi, Hanna og Kalli voru næstum handtekin fyrir ölvun á almannafæri. Fórum í London Eye, hitti Önnu mína, Covent Garden, nornabúðir, götulistamenn, göngutúrinn um Notthing Hill hverfið (ég var örlítið hífuð en fannst það alveg meiriháttar).
Flugferðin - Ögmundur bauð mér, Kalla og Ryan vini þeirra í næturflug. Ég fékk að sitja fram í, taka á loft og svo stýra smá! Flugum yfir Akranes og svo til Keflavíkur
þar sem við fengum smá prívat ljósashow! Þetta var alveg frábær ferð, ég er ekki frá því að ég hafi læknast af flughræðslunni. Það kemur í ljós næst þegar ég fer í flug ;)
Hið árlega Singstar-partý Snúranna, ég skemmti mér alveg stórvel :) Ég, Dvergurinn og Halldóra enduðum á því að fá okkur Hlölla og svo kom Dúi að sækja okkur!
Afmæli Netverjans - Surprise veisla sem tók nokkrar vikur að undirbúa, meiriháttar gaman, góður matur, gott fólk, gott partý. Mig minnir að í lokin hafi allir fjölmennt inni í herbergi hjá Ögmundi en ég man ekki hvernig ég komst heim.
Anna kom í desember, útréttingar, flakk, heimsóknir, alltof mikið að gera. Við fengum þó að halda upp á jól með henni, nokkrum dögum á undan áætlun en alveg þess virði. Yndislegur tími en alltof stuttur.
Blogginu var stolið! Bölvaður bloggþjófurinn, bæði blátt áfram og blár... nei hann var bara nokkuð fyndinn þó ég sé þó ekki alveg sátt við það hversu auðvelt það er að komast yfir aðgang fólks. Veit ekki betur en að hann hafi hertekið blogg Flugmannsins, það er ágætt að sjá að hann hafi ekki orðið að bráð ónefndra kynsjúkdóma. Hann lifir enn og dafnar í bloggheiminum þó svo að hann stefni á kynlífsferð til Tailands á næstunni! Góða ferð segi ég nú bara!
Þema ársins, óvæntar veislur og utanlandsferðir, reyndar bara veislur yfirhöfuð. Ég sé það að ég hef verið iðinn við kolann á þessu ári, ætti kannski ekkert að vera að taka upp á víndrykkju á þessu ári! Ég verð nú að segja það að þetta var með skemmtilegri árum sem ég man eftir. Þetta ár markaði upphaf :) punktur. Ég þakka samfylgdina, þið eruð öll æðisleg, hvert ykkar eitt og einasta!
e.s. ef þið munið eftir einhverju endilega "ring my bell", ég er að fara eftir bloggfærslum ekki minni :) því er ekki treystandi!
Það sem stendur upp úr,
Þrítugsafmæli Önnu og fimmtugsafmæli Mömmu
Surprise afmælisveisla Söru - rosagaman, 9 mismunandi þjóðarbrot og Singstar var tungumál kvöldsins!
Eurovision partýið - byrjaði hjá Hönnu og enduðum á Players á Eurovision djammi!
Útskriftarveisla Hönnu, ég man eftir hvítvínsdrykkju, ég man eftir bænum, ég man eftir Hótel Cabin, ég man þetta var geggjað! Torneró!
Kveðjupartý Ástu sem lauk heima hjá mér með Devitos pizzu og góðu spjalli, við erum greinilega farnar að verða of gamlar fyrir þetta útistáelsi.
Noregsferðin - Ellen og Sara komu mér verulega á óvart og buðu mér með sér til Noregs í viku. Þar var fyrstu nóttinni eytt í ekta FRAT-house þar sem fór lítið fyrir þrifnaði og öðru. Datt næstum ofan í sjóinn en endaði þó ofan í bát þökk sé kraftakonunni henni Ellen, þurfti daglega að klífa fjall til að komast í bæinn og hafði það í för með sér að nokkur kíló hurfu. Við fórum í svaka ferðalag þar sem keyrt var meðfram fjörðum suðvestur Noregs, tókum svo ferju inn í einn þeirra. Hápunkturinn var grillaður hamborgari sem snæddur var kílómetra fyrir ofan sjávarmál með útsýni sem ekki er hægt að lýsa. Á leiðinni upp fjallið voru heilar 27 beygjur, svolítið skrýtið að maður skyldi hafa komið borgaranum niður. Svo má ekki gleyma bryggjupartýinu góða þar sem heillri flösku af Tequila var sturtað niður í liðið. Þarna voru marglyttur sem vildu éta mig, fiskar veiddir, kokkeli monke, sjekkelig tejt!
Magnavakan - set hana með, þetta var spennandi. Við Audibet fórum í sumarbústað úrslitakvöldið, hituðum okkur upp með því að fara í singstar. Horfðum svo á þetta samhliða þess að leggja tarot og éta osta!
Fimmtugsafmæli pabba, sjötugsafmæli ömmu - vorum með nokkurs konar surprise veislu. Heppnaðist ljómandi vel.
Englandsferðin - Menngóliðar mínus Nína gerðu sér ferð til London. Hótelherbergi sem var niðurgrafið og viftan þurfti sífellt að vera í gangi. Ögmundur bauð okkur í þriggja rétta máltíð á alveg frábæru veitingahúsi, Hanna og Kalli voru næstum handtekin fyrir ölvun á almannafæri. Fórum í London Eye, hitti Önnu mína, Covent Garden, nornabúðir, götulistamenn, göngutúrinn um Notthing Hill hverfið (ég var örlítið hífuð en fannst það alveg meiriháttar).
Flugferðin - Ögmundur bauð mér, Kalla og Ryan vini þeirra í næturflug. Ég fékk að sitja fram í, taka á loft og svo stýra smá! Flugum yfir Akranes og svo til Keflavíkur
þar sem við fengum smá prívat ljósashow! Þetta var alveg frábær ferð, ég er ekki frá því að ég hafi læknast af flughræðslunni. Það kemur í ljós næst þegar ég fer í flug ;)
Hið árlega Singstar-partý Snúranna, ég skemmti mér alveg stórvel :) Ég, Dvergurinn og Halldóra enduðum á því að fá okkur Hlölla og svo kom Dúi að sækja okkur!
Afmæli Netverjans - Surprise veisla sem tók nokkrar vikur að undirbúa, meiriháttar gaman, góður matur, gott fólk, gott partý. Mig minnir að í lokin hafi allir fjölmennt inni í herbergi hjá Ögmundi en ég man ekki hvernig ég komst heim.
Anna kom í desember, útréttingar, flakk, heimsóknir, alltof mikið að gera. Við fengum þó að halda upp á jól með henni, nokkrum dögum á undan áætlun en alveg þess virði. Yndislegur tími en alltof stuttur.
Blogginu var stolið! Bölvaður bloggþjófurinn, bæði blátt áfram og blár... nei hann var bara nokkuð fyndinn þó ég sé þó ekki alveg sátt við það hversu auðvelt það er að komast yfir aðgang fólks. Veit ekki betur en að hann hafi hertekið blogg Flugmannsins, það er ágætt að sjá að hann hafi ekki orðið að bráð ónefndra kynsjúkdóma. Hann lifir enn og dafnar í bloggheiminum þó svo að hann stefni á kynlífsferð til Tailands á næstunni! Góða ferð segi ég nú bara!
Þema ársins, óvæntar veislur og utanlandsferðir, reyndar bara veislur yfirhöfuð. Ég sé það að ég hef verið iðinn við kolann á þessu ári, ætti kannski ekkert að vera að taka upp á víndrykkju á þessu ári! Ég verð nú að segja það að þetta var með skemmtilegri árum sem ég man eftir. Þetta ár markaði upphaf :) punktur. Ég þakka samfylgdina, þið eruð öll æðisleg, hvert ykkar eitt og einasta!
e.s. ef þið munið eftir einhverju endilega "ring my bell", ég er að fara eftir bloggfærslum ekki minni :) því er ekki treystandi!
9 Comments:
Til hamingju með gott og skemmtilegt ár. Vona að 2007 verði ennþá betra.
By Nafnlaus, at 4:21 e.h.
Djöfull er maður neðarlega á lista...
...góður pistill samt.
By Nafnlaus, at 6:03 e.h.
Þetta er í tímaröð asninn þinn ;)
By Aldan, at 6:07 e.h.
Gerðum við ekkert saman fyrr en í janúar??
asni sjálf! :)
By Nafnlaus, at 6:10 e.h.
Nei, nóvember auðvitað... ég er víst asni...
By Nafnlaus, at 6:11 e.h.
En þú ert minn asni :)
Heba, takk fyrir það :)
By Aldan, at 10:06 e.h.
Brilliant ar og naesta toppar tad!
Ta ta ta taaaa....hehe :)
By Anna, at 2:19 e.h.
Gaman að lesa þetta og gaman að sjá hvað maður kemur við sögu í mörgum minnistæðum atburðum hjá þér :)
By Nafnlaus, at 7:45 e.h.
Anna mín :) ég er byrjuð að plana gæsapartíið ;) bíddu bara!
Já Ögmundur, þó samverustundirnar hafi verið fáar þá voru þær minnistæðar! Það verður erfitt að toppa þetta :)
By Aldan, at 11:47 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home