Aldan

föstudagur, janúar 05, 2007

Ég er óþarflega nákvæm í þessum bloggum mínum, bloggin ættu að vera óljósari, hver hefur eiginlega áhuga á því að vita klukkan hvað ég borðaði eða fór að sofa? Enginn, skal ég segja þér, ef það er undantekning þarna út þá er hinn sami bara skrýtinn og ætti að loka í spennitreyju inni í læstu herbergi. Óljós blogg, það er málið. Það myndi gefa þeim smá dulúð, kannsi ég taki upp á því að blogga undir rós eins og ákveðin persóna, spáum aðeins í þessu!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home