Aldan

laugardagur, janúar 20, 2007

Sorry, your call can not be completed as dialled. Please try again later!

Það er ekki á hverjum degi sem manni er úthúðað á kínversku, reyndar veit ég ekkert hvort manneskjan var að skamma mig eður ei enda kann ég voða lítið í kínversku. En miðað við orðafjöldann og ákafann þá var hún að reyna að tjá sig mikið við mig. Það virtist engu skipta hvort sem ég talaði íslensku eða ensku við hana, hún hélt bara áfram, greinilega alveg sama hvort ég skildi hana eða ekki! Ég þarf greinilega að fara að dusta rykið af kínverskunni, fara aftur á bókasafnið og fá lánaðar spólurnar aftur :)

Domo arrigato (þetta er reyndar japanska en hverjum er ekki sama.. er þetta ekki allt sama babblið ;) ) Reyndar er japanskan skemmtilegri en kínverskan, kannski maður ætti að halda sig bara við hana... kann líka meira í henni!

Koinichiwa = Góðan daginn

Na ni desu ka? = Hvað er þetta?

Doko desu ka? = Hvar er það?

Doitashimashite = Verði þér að góðu

Já.. þetta er skemmtilegt, það er líka gaman að kyrja á japönsku, ekki það að ég kunni það, bara gaman að fylgjast með því :)

Sayonara

4 Comments:

  • Watashi wa handsoume de ka???
    Anata wa handsoume de!

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:13 f.h.  

  • Ehh já.. japanskan mín er ekki svona góð! ;) Þýðingu takk!

    By Blogger Aldan, at 7:43 f.h.  

  • HAI!
    HAI!

    :O)

    By Blogger Aldan, at 7:45 f.h.  

  • Er með einni kínverskri í hóp í skólanum og hún er búin að vera að kenna okkur ýmis orð, en þar sem ég með gullfiskaminni dauðans þá man ég ekki neitt sem hún kenndi okkur :/ kv.Ásta Björk

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home