Bloggþjófinum hefur verið steypt af stóli eftir einræðistilburði sína. Síðan hefur fjöldi innlita hefur minnkað um 150%! Skondið ;)
En af mér...
Sjaldan hefur árið byrjað jafnvel og 2007, var reyndar að vinna á gamlárskvöld en ég var umkringd góðu fólki eins og vanalega. Ég held þetta sé í fyrsta skipti sem ég man eftir mér að ég strengi ekki áramótaheit, ég gantaðist reyndar smá með það að hefja víndrykkju á árinu. Ég hef fengið leiðinlegar athugasemdir út á Snúrusnafsinn minn svo að ég sé fram á að þurfa að breyta drykkjuvenjum mínum. En hvað um það, ég ætla bara að halda áfram á þessari braut sem ég er á :) þetta virðist vera að virka. Ég er ekki frá því að það sé viss léttir að hafa ekki strengt nein heit, góður vísir að nýju ári.
En já, áfram með smjörið. Eftir nær engan svefn héldum við Auður E. upp í sumarbústað og gerðum allt klárt fyrir kvöldið. Hjördís kom seinna, við borðuðum þennan dýrindis mat. Maturinn var borinn fram kl 21 og við vorum sofnaðar kl 22, talandi um úthald! En þetta var þó ekki búið spil, við vöknuðum aftur fílhressar um 23 og til í tuskið. Fórum í heita pottinn til að hita okkur upp, næst var Singstar og óþarflega margir þættir af The Catherine Tate show (am I bothered? I'm not bothered). Spádómurinn hófst ekki fyrr en klukkan var langt gengin í tvö. Við vorum ekki búnar að hittast í hálft ár svo að lítið fór nú fyrir spilunum, hins vegar náðum við að skoða gamla spár (ótrúlega mikið sem hefur ræst af þessu), kíktum í bolla og Hjördís leyfði okkur að fylgjast með henni kyrja. Ég var reyndar sú eina sem fékk spá fyrir árið ;) það verður gaman að sjá hvort eitthvað af þessu rætist, nóg rættist í fyrra! Stelpurnar skriðu upp í um 5, ég fór aftur í pottinn og átti gott spjall við tunglið, fór svo sjálf að sofa um 6. Fyrir heppni vaknaði ég um 11 leytið og ræsti stelpurnar, við áttum víst að skila bústaðnum kl 12. Það voru þreyttar lufsur sem skriðu í bæinn eftir hádegi! En þetta var æðislegt og stefnan er tekin á að hefja næstu ár á svipaðan máta!
3. janúar fór ég svo á minn fyrsta Búddafund, Hjördís leyfði mér að tölta með. Ég stefni á að fara aftur, þetta var virkilega áhugavert.
Hluti Herfuhópsins kom saman í kvöld hjá Sollu, alltaf gaman að sjá stelpurnar. Ég fæ svo að sjá meira af þeim á laugardag, þegar þær ætla að safnast saman aftur hjá Hönnu.
Ellen og Sara koma til landsins á morgun, ég og Joshua ætlum að fara og ná í þær upp á völl! Ég sé ekki fram á mikinn svefn næstu daga en svona er þetta bara!!
Þetta var óþægileg líkt dagbókarfærslu... ég biðst forláts :)
En af mér...
Sjaldan hefur árið byrjað jafnvel og 2007, var reyndar að vinna á gamlárskvöld en ég var umkringd góðu fólki eins og vanalega. Ég held þetta sé í fyrsta skipti sem ég man eftir mér að ég strengi ekki áramótaheit, ég gantaðist reyndar smá með það að hefja víndrykkju á árinu. Ég hef fengið leiðinlegar athugasemdir út á Snúrusnafsinn minn svo að ég sé fram á að þurfa að breyta drykkjuvenjum mínum. En hvað um það, ég ætla bara að halda áfram á þessari braut sem ég er á :) þetta virðist vera að virka. Ég er ekki frá því að það sé viss léttir að hafa ekki strengt nein heit, góður vísir að nýju ári.
En já, áfram með smjörið. Eftir nær engan svefn héldum við Auður E. upp í sumarbústað og gerðum allt klárt fyrir kvöldið. Hjördís kom seinna, við borðuðum þennan dýrindis mat. Maturinn var borinn fram kl 21 og við vorum sofnaðar kl 22, talandi um úthald! En þetta var þó ekki búið spil, við vöknuðum aftur fílhressar um 23 og til í tuskið. Fórum í heita pottinn til að hita okkur upp, næst var Singstar og óþarflega margir þættir af The Catherine Tate show (am I bothered? I'm not bothered). Spádómurinn hófst ekki fyrr en klukkan var langt gengin í tvö. Við vorum ekki búnar að hittast í hálft ár svo að lítið fór nú fyrir spilunum, hins vegar náðum við að skoða gamla spár (ótrúlega mikið sem hefur ræst af þessu), kíktum í bolla og Hjördís leyfði okkur að fylgjast með henni kyrja. Ég var reyndar sú eina sem fékk spá fyrir árið ;) það verður gaman að sjá hvort eitthvað af þessu rætist, nóg rættist í fyrra! Stelpurnar skriðu upp í um 5, ég fór aftur í pottinn og átti gott spjall við tunglið, fór svo sjálf að sofa um 6. Fyrir heppni vaknaði ég um 11 leytið og ræsti stelpurnar, við áttum víst að skila bústaðnum kl 12. Það voru þreyttar lufsur sem skriðu í bæinn eftir hádegi! En þetta var æðislegt og stefnan er tekin á að hefja næstu ár á svipaðan máta!
3. janúar fór ég svo á minn fyrsta Búddafund, Hjördís leyfði mér að tölta með. Ég stefni á að fara aftur, þetta var virkilega áhugavert.
Hluti Herfuhópsins kom saman í kvöld hjá Sollu, alltaf gaman að sjá stelpurnar. Ég fæ svo að sjá meira af þeim á laugardag, þegar þær ætla að safnast saman aftur hjá Hönnu.
Ellen og Sara koma til landsins á morgun, ég og Joshua ætlum að fara og ná í þær upp á völl! Ég sé ekki fram á mikinn svefn næstu daga en svona er þetta bara!!
Þetta var óþægileg líkt dagbókarfærslu... ég biðst forláts :)
7 Comments:
Þér var nær að hrekja bloggþjófinn í burtu, þú gætir verið með vinsælasta blogg landsins á þínum höndum, þó þú hafir kannski haft margt og mikið um það að segja hvað sagt yrði. Annars langaði mér sjálfum að vita hvað kom út úr húð- og kyn rannsóknunum, svona glaumgosi hlýtur að vera áhugavert rannsóknarefni :)
Annars er nú varla að maður þori að láta sjá sig hérna... einhver kommentaði hjá netverjanum man ég og lenti í framhaldi af því í klóm ræningjans. Agalegt alveg.
By Nafnlaus, at 4:17 f.h.
Hver er að setja út á snúrusnafsinn??
By Nafnlaus, at 10:02 f.h.
ÉG!
Mér finnst þetta heldur Fellaskólalegt fyrir minn smekk. Og að kalla vodka í trópí eitthvað annað en Vodka í trópí er bara sjálfsblekking.
Snúrsnafs! Húmbúkk!
Já... og ertu alveg viss um það hafi verið nákvæmlega kl. 22:00 ekki 22:05? Já og potturinn - var hann ekki 23:06?
Nei maður hlýtur að spyrja sig!
By Nafnlaus, at 1:01 e.h.
Sko!!! Það er ekkert gaman þegar einn af uppáhaldsdrykkjufélögunum lætur svona!!
Lengi lifi Snúrusnafsinn!!
e.s. sagðiru ekki síðast að þetta væri framhaldsskólalegt? Það var þó skömminni skárra en eitthvað grunnskólalegt! Verð nú bara að segja það!
By Aldan, at 1:37 e.h.
Og svo er þetta ekkert bara trópí og vodka, kæri Netverji. Þú gleymir Passoa og Fanta, en þú ert karlmaður, þeir eru svo öðruvísi. Drekktu bara þín Tvö Höf og hættu að skipta þér af þessu!
Og já, Ögmundur, ég væri nú líka alveg til í að vita hvernig þetta fór með þjófinn. Maður saknar þess hálfpartinn að geta ekki fylgst með hinu daglega lífi ríkisstarfsmanns/bloggþjófs! En ég segi það ekki, ég er fegin að fá bloggið mitt aftur. Þetta var allt x-rated hjá honum, sóðalegt eins og einn frændi minn sagði hehehe
By Aldan, at 2:07 e.h.
Hehehe... já, hann hefur einhversstaðar stungið sér niður, það er alveg víst :)
By Nafnlaus, at 8:10 e.h.
Snúrusnafsinn er góður !!!
Me like, me like.
By Nafnlaus, at 10:13 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home