Aldan

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Húð- og kyn

Elsku Aðdáendur,

Ég var svikinn um deit í kvöld. Viðkomandi lærir vonandi eitthvað á því að djóka ekki svona með mig. Ég er svoldið fúll, sérstaklega eftir að hafa með klókum hætti logið að skækjunni og komist út úr húsi með trúverðuga sögu. Ég fór líka í bað, setti á mig rakspíra og kom við í apóteki og keypti sleipiefni. Jæja, hvað um það...

Ég fór í mín mánaðarlegu próf á Húð- og kyn í dag. Það er alltaf svo gaman að spjalla við konurnar í afgreiðslunni. Ég á orðið fastan bókaðan tíma þannig að ég þarf ekki lengur að hringja og boða mig, ég mæti bara og tíminn minn bíður. Hjúkrunarkonan sagði að ég þyrfti í raun ekki að koma svona oft, þar sem ég væri hvort eð er búinn að fá flesta kynsjúkdóma oftar en einu sinni ætti ég að þekkja einkennin. Ég gæti bara komið þegar þau fara að láta á sér kræla. Hún stakk reyndar líka upp á því að ég fengi "kit" sem innhéldi helstu lyf og áburði svo ég gæti bara séð um að lækna mig sjálfur. Mér líst vel á það, ég er alltaf hálf smeykur um að einhver sem ég þekki sé að láta losa sig við lús á sama tíma og ég. Það gæti verið smá vandræðalegt.

ÞAÐ Á ENGINN AÐ STUNDA ÓÁBYRGÐARLAUST KYNLÍF! NOTIÐ SMOKK!

Það er alveg óþolandi þegar maður er að sofa hjá fólki og það subbar einhverjum sora á delann hjá manni. Svo, áður en maður veit af, er maður búinn að dreifa þessu í 10-20 píkur! Og kannski einn eða tvo... allavega! Ég er farinn að gera það, þegar ég fer á húð- og kyn, að láta dömurnar bara fá lista yfir allt það fólk sem ég hef sofið hjá síðasta mánuðinn, þá þarf ekkert að hafa samband við mig ef eitthvað kemur í ljós, þau hringja bara í alla á listanum og senda mér lyfin mín í pósti. Mjög þægilegt. Ég reyndar hélt að ég yrði heppinn í kvöld og lét það nafn á listann líka. Það væri frekar vandræðalegt ef viðkomandi fengi svo símtal í næstu viku án þess að hafa gert neitt með mér. Svona er þetta stundum!

Jæja, maður getur ekki setið yfir þessu í allt kvöld, ég ætla að skella mér á einkamál og veiða mér eina eða tvær... :D

Bless!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home