Ein heima
Í gegnum tíðina hef ég ekki vanist því að fólk kalli mig einhverjum gælunöfnum, núna undanfarið hef ég hins vegar verið kölluð ýmsum nöfnum og þá aðallega af tveimur vinum mínum. Annar kallar mig iðulega píku eða dúllu, hinn kallar mig litla dýrið sitt eða druslu... ég satt best að segja veit ekki hvert þeirra er í uppáhaldi hjá mér. Talandi um druslur, ég er í buxum sem eru a.m.k. 5 cm of stuttar og það er ógeðslega ljótt, samt held ég áfram að ganga í þeim :S Því fer þó að ljúka, ég var að taka eftir því að sólin er farin að skína á stað sem á ekkert að skína á! Mér finnast niðurmjóar buxur einnig forljótar og reyni með öllum mætti að forðast slíkt og þær persónur sem vilja ganga í slíkum ósköpnuði... þær eru bara undarlegar. Buxur eiga að vera a.m.k. 5 cm of síðar (vil helst ganga á faldinum þó það sé ekki fallegt) og útvíðar (þó ekki skræpóttar).
Ég er ein í kotinu þessa daga og er meira að segja að fara í ágætt frí þannig ef einhver fær skyndilega löngun í spilakvöld eða álíka ;) þá má sá hinn sami hafa samband, þið þekkið númerið mitt :)
Annars fór ég út á föstudagskvöldið, aldrei þessu vant. Fékk gesti heim og svo var ákveðið að skella sér í bæinn. Eftirstöðvar kvöldsins: mar á vinstra hné eftir óplanað hálfspíkat í Bankastrætinu, ég vil meina að það hafi verið Arak skotið á Kaffi Vín sem sendi mig fljúgandi niður Laugaveginn. Illa lyktandi og stífur trefill sem datt í gólfið, ég hefði alveg eins getað díft honum ofan í bjórlaug svo nasty var hann. Stimpill á vinstri hendi eftir 5 mínútna stopp á skemmtistað, sem betur fer var mér boðið inn :S Og reykingastybba dauðans af fötunum. Fór á Celtic í fyrsta sinn þrátt fyrir að hafa verið í enskunni í 3 ár og þetta er "okkar" staður, það var fínt fyrir utan að ég lenti á lessukvöldi :oS týpískt! Nei ok, ekkert lessukvöld sem "slíkt", hún Nana úr Ædolinu var að spila og kvenfólkið fjölmennti, hún var reyndar alveg furðugóð. Svo fékk ég fylgdarmann síðasta spölinn heim sem bauð mér að deila Pringlesinu sínu, Pringles í þessu tilviki er ekki substitute fyrir eitthvað annað heldur bara snakkið sjálft! Þið eruð bara dónar ef þið voruð að hugsa um eitthvað annað. Ágætiskvöld alveg hreint. Morguninn eftir, not so gút.
Það styttist heldur betur í brúðkaupið hennar Önnu minnar, allt er orðið klárt fyrir ferðina, búið að bóka flug og hótel. Annars á skvísan á afmæli í næstu viku :)
*knús og kossar*
Ég er ein í kotinu þessa daga og er meira að segja að fara í ágætt frí þannig ef einhver fær skyndilega löngun í spilakvöld eða álíka ;) þá má sá hinn sami hafa samband, þið þekkið númerið mitt :)
Annars fór ég út á föstudagskvöldið, aldrei þessu vant. Fékk gesti heim og svo var ákveðið að skella sér í bæinn. Eftirstöðvar kvöldsins: mar á vinstra hné eftir óplanað hálfspíkat í Bankastrætinu, ég vil meina að það hafi verið Arak skotið á Kaffi Vín sem sendi mig fljúgandi niður Laugaveginn. Illa lyktandi og stífur trefill sem datt í gólfið, ég hefði alveg eins getað díft honum ofan í bjórlaug svo nasty var hann. Stimpill á vinstri hendi eftir 5 mínútna stopp á skemmtistað, sem betur fer var mér boðið inn :S Og reykingastybba dauðans af fötunum. Fór á Celtic í fyrsta sinn þrátt fyrir að hafa verið í enskunni í 3 ár og þetta er "okkar" staður, það var fínt fyrir utan að ég lenti á lessukvöldi :oS týpískt! Nei ok, ekkert lessukvöld sem "slíkt", hún Nana úr Ædolinu var að spila og kvenfólkið fjölmennti, hún var reyndar alveg furðugóð. Svo fékk ég fylgdarmann síðasta spölinn heim sem bauð mér að deila Pringlesinu sínu, Pringles í þessu tilviki er ekki substitute fyrir eitthvað annað heldur bara snakkið sjálft! Þið eruð bara dónar ef þið voruð að hugsa um eitthvað annað. Ágætiskvöld alveg hreint. Morguninn eftir, not so gút.
Það styttist heldur betur í brúðkaupið hennar Önnu minnar, allt er orðið klárt fyrir ferðina, búið að bóka flug og hótel. Annars á skvísan á afmæli í næstu viku :)
*knús og kossar*
3 Comments:
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
By Nafnlaus, at 6:11 e.h.
ammaeli ammaeli!!! Pakkapakkar!!!
Besta gjofin vaeri ef tu kaemir !!!!!
Anna panna
By Nafnlaus, at 6:15 e.h.
hahahaaha það hefur verið stuð hjá þér í miðbænum, bara gaman:)
Verð nú að játa að ég hugsaði dónalega þegar þú nefndir Princles en svo var ég leiðrétt eldsnökt;)
Ásta Björk
By Nafnlaus, at 2:53 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home