Bévíans blogg drasl!
Ég sat í hálftíma fyrir framan tölvuna í gær og hamaðist við að blogga, svo þegar ég ætlaði að birta póstinn þá ýtti ég á vitlausan takka og svo annan þegar ég ætlaði að bjarga mér. Ég hafði hugsað mér að segja ykkur frá þessum ömurlega degi, að bíllinn startaði ekki og ég þurfti að fjárfest í nýjum geymi og fékk ekkert að sofa þennan dag. Ég ætlaði líka að minnast á hina indælu kvöldstund sem við Menngóliðar áttum saman um daginn en strákarnir buðu okkur í mat, Netverjinn eldaði ljúffengan kjúklingarétt og svo var hið víðfræga ostasalat í eftirrétt. Þið hefðuð fengið að heyra mig kvarta undan því að Flugmaðurinn væri búinn að smita mig af flensu, en reyndar fékk ég svo bara smá hita en ekkert meira og hefði því verið að skjóta mig í fótinn með því. Ég ætlaði líka að nefna að við Örnungur bíðum enn spenntar eftir Álfrúnarbarni sem átti að koma í heiminn 14. janúar en ætlar eitthvað að láta bíða eftir sér! Svo var ég að fá tilkynningu um tvo væntanlega barnsburði í sumar, það er sem sagt önnur hrina farin í gang. Nú er spurningin bara sú hvort strákunum eigi enn eftir að rigna niður, hvernig væri að koma með smá tilbreytingu í þetta stelpur!!?? Ef blessaða bloggið hefði ekki týnst þá hefðuð þið kannski frétt af þessu! Aumingja þið!
3 Comments:
Blessuð, bara að segja hæ...
Bíð svo spennt eftir hútsý mama færslu frá þér hahahah
nei bara grín.
Arna
By Nafnlaus, at 10:42 f.h.
Já, mér fannst þetta ljómandi skemmtilegt kvöld. Spurning um að spila oftar? Mér finnst svo gaman að vinna!!
By Nafnlaus, at 7:08 e.h.
Já! Ég er til í það, mér finnst svo gaman að spila ;)
By Aldan, at 11:26 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home