Aldan

föstudagur, desember 30, 2005

Reminiscing

2005

Þegar ég horfi til baka get ég nú ekki sagt að afköstin hafi verið mikil á árinu.
Ég kláraði annað árið í enskunni og hóf það þriðja ásamt því að halda fullu starfi. Ég fór reyndar tvisvar erlendis, til Barcelona í fyrri ferðinni með hluta af herfuhópnum og svo í síðara skiptið með mömmu og Önnu til Minneapolis en það var í fyrsta skipti sem við fórum allar þrjár saman út, fyrsta sinn sem mamma fer út í yfir tuttugu ár! Báðar ferðirnar voru vel heppnaðar. Arna, æskuvinkona eignaðist sitt fyrsta barn, Sara frænka og Þóra skutu einnig út afkvæmum! Við Anna kvöddum litla rauða bárujárnshúsið með söknuði og fluttum aftur heim í Hreiðrið (talandi um smá setback), en við eignuðumst Mikka! Ég varð 25 ára!

Þá er það helsta komið, svona þegar ég horfi yfir árið í fljótu bragði! Undanfarin ár hafa verið frekar róleg en ég er bjartsýn á að næstu tvö ár verði nú öllu fjörugri, við skulum nú rétt vona það! Ég fór nú allavega til útlanda á þessu ári eins og ég hafði lofað sjálfri mér og meira að segja til USA þótt Álfrún hefði nú ekki verið með í för eins og til stóð!! Road trippið bíður betri tíma! Þetta ár mun hefjast á öðruvísi máta en á síðastliðnum árum þar sem ég verð í fríi en ekki að vinna eins og venjulega þegar nýja árið gengur í garð! Það er eitt af merkjunum um að nýja árið muni verða öðruvísi ;)

Það eru nokkrir hlutir sem ég stefni á 2006! Utanlandsferð er auðvitað þar efst á blaði ásamt útskriftinni :) (vonandi)

Ég er BJARTSÝN

Eigiði góð jól og áramót!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home