Frjáls eins og fuglinn
Próflok!!
Yndislegur tími framundan... svo margar bækur.. svo lítill tími!! Veit ekki hvar ég á að byrja.. jú ég ætla að byrja á einhverju upplífgandi eftir Amöndu Brown.. svo færi ég mig yfir í Stephen King og að lokum svo jólabækurnar.. :) Ef tími og annað leyfir þá gæti ég vel hugsað mér að kíkja aðeins á Orson Scott Card og jafnvel glugga í ísfólkið!
Á eftir 1 gjöf... plús bækurnar fyrir okkur mæðgurnar.. fór í verslun í gær eftir prófið, ég þoli ekki þessa klikkun, allir að verða brjálaðir. Við ætlum að versla inn fyrir jólin bara um leið og búðir opna á morgun, reyna að losna við mestu örtröðina, ég hef samt illan grun um að við séum of seinar!
Jólakortin eru farin í póst, svo er mér sagt allavega. Ég hef ekkert náð að baka... það verður bara gert á þorláksmessu eða eitthvað. Gjafirnar keyrðar út í síðasta lagi á Þorláksmessu, fyrir utan nánustu aðstandendur.
Ég næ samt ekki að losna við þessa sektarkennd... finnst eins og ég megi nú ekki vera að lesa eitthvað mér til gamans eða dunda mér á netinu til gamans. Get ekki beðið eftir að kíkja líka í tölvuna Return to Mysterious Island og svona ;) Hlakka líka mjög til að fá harða diskinn hennar Lilju lánaðann yfir hátíðarnar!! Það er nú ýmislegt góðgætið sem leynist þar!
Yndislegur tími framundan... svo margar bækur.. svo lítill tími!! Veit ekki hvar ég á að byrja.. jú ég ætla að byrja á einhverju upplífgandi eftir Amöndu Brown.. svo færi ég mig yfir í Stephen King og að lokum svo jólabækurnar.. :) Ef tími og annað leyfir þá gæti ég vel hugsað mér að kíkja aðeins á Orson Scott Card og jafnvel glugga í ísfólkið!
Á eftir 1 gjöf... plús bækurnar fyrir okkur mæðgurnar.. fór í verslun í gær eftir prófið, ég þoli ekki þessa klikkun, allir að verða brjálaðir. Við ætlum að versla inn fyrir jólin bara um leið og búðir opna á morgun, reyna að losna við mestu örtröðina, ég hef samt illan grun um að við séum of seinar!
Jólakortin eru farin í póst, svo er mér sagt allavega. Ég hef ekkert náð að baka... það verður bara gert á þorláksmessu eða eitthvað. Gjafirnar keyrðar út í síðasta lagi á Þorláksmessu, fyrir utan nánustu aðstandendur.
Ég næ samt ekki að losna við þessa sektarkennd... finnst eins og ég megi nú ekki vera að lesa eitthvað mér til gamans eða dunda mér á netinu til gamans. Get ekki beðið eftir að kíkja líka í tölvuna Return to Mysterious Island og svona ;) Hlakka líka mjög til að fá harða diskinn hennar Lilju lánaðann yfir hátíðarnar!! Það er nú ýmislegt góðgætið sem leynist þar!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home