Aldan

fimmtudagur, desember 22, 2005

Frjáls eins og fuglinn

Próflok!!

Yndislegur tími framundan... svo margar bækur.. svo lítill tími!! Veit ekki hvar ég á að byrja.. jú ég ætla að byrja á einhverju upplífgandi eftir Amöndu Brown.. svo færi ég mig yfir í Stephen King og að lokum svo jólabækurnar.. :) Ef tími og annað leyfir þá gæti ég vel hugsað mér að kíkja aðeins á Orson Scott Card og jafnvel glugga í ísfólkið!

Á eftir 1 gjöf... plús bækurnar fyrir okkur mæðgurnar.. fór í verslun í gær eftir prófið, ég þoli ekki þessa klikkun, allir að verða brjálaðir. Við ætlum að versla inn fyrir jólin bara um leið og búðir opna á morgun, reyna að losna við mestu örtröðina, ég hef samt illan grun um að við séum of seinar!

Jólakortin eru farin í póst, svo er mér sagt allavega. Ég hef ekkert náð að baka... það verður bara gert á þorláksmessu eða eitthvað. Gjafirnar keyrðar út í síðasta lagi á Þorláksmessu, fyrir utan nánustu aðstandendur.

Ég næ samt ekki að losna við þessa sektarkennd... finnst eins og ég megi nú ekki vera að lesa eitthvað mér til gamans eða dunda mér á netinu til gamans. Get ekki beðið eftir að kíkja líka í tölvuna Return to Mysterious Island og svona ;) Hlakka líka mjög til að fá harða diskinn hennar Lilju lánaðann yfir hátíðarnar!! Það er nú ýmislegt góðgætið sem leynist þar!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home