Aldan

mánudagur, desember 19, 2005

Jólin koma

Jólin koma ekki fyrr en ég er:

Búin að sjá Gömlu Kók (gosið) auglýsinguna í sjónvarpinu og syngja með henni: I'd like to buy the world a Coke and furnish it with love.... ehemm (furnish??)

Búin að heyra Last Christmas 56 sinnum og Mary's Boy Child með Boney M 98 sinnum og síðast en ekki síst Ég hlakka svo til svona 150 sinnum.

Búin að renna á rassgatið að minnsta kosti einu sinni í hálku sem myndast eftir að hitastigið lækkar "óvænt" um 10 gráður, á met tíma!

Búin að komast að því að jólatréð ber ekki lengur kettina og þarf að kaupa nýtt og "öðruvísi" tré sem ekki er hægt að klifra í. Hitt er orðið svo laskað að það er varla hægt að hafa það uppi við.

Búin að keyra út pakkana á Þorláksmessu

og alls ekki fyrr en ég er búin að segja GLEÐILEG JÓL við að minnsta kosti 300 kúnna! ;)

1 Comments:

  • Þá skilur maður þetta;) það er nú ágætt að þekkja mann sem hefur vit á lagatextum ;) hehe

    By Blogger Aldan, at 7:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home