Aldan

mánudagur, desember 19, 2005

Ég held bara svei mér þá að ég sé að komast í jólaskap... ég gef því samt einn til tvo daga! Eyddi gærdeginum og deginum í dag í afmæli hjá afa mínum, hann varð 75. ára kallinn! Hann bauð barnabörnunum í kvöldmat í gær og svo sátum við lengi frameftir og spiluðum, höfum ekki gert það í þó nokkurn tíma. Svo í dag var kaffiboð og aftur settumst við niður og spiluðum! Kakó, spil og snjór úti... það þýðir bara eitt, jólin eru að koma. Ekki versnaði það svo þegar ég mætti á vaktina í kvöld, Ísafjarðarsysturnar voru með jóladiska, ég kom með köku. Allir kátir og glaðir og komnir í smá jólafíling, flestir viðskiptavinirnir að skrifa jólakort.... Þetta er allt að mjakast í áttina að jólunum. Verst er að ég á það til að gleyma því að ég á enn eitt próf eftir! Það verða litlu jól hjá snúrunum á þriðjudag... en prófið er á miðvikudag... ætla að sjá til hvort það verður eitthvað prófstress í gangi hvort ég ákveði að kíkja eður ei!!

Verkefnalisti vikunnar
Ganga frá skólabókunum!!!!!!! Númer eitt!
Taka til í herberginu! Númer eitt og hálft! Þetta hljómar eins og ég sé enn í grunnskóla, en því miður er það ekki svo..
Senda jólakortin
Jólainnkaup, bæði mat og gjafir
Vinna
Kíkja á litla Stúf
Baka
og svo bara jólabaðið!!

2 Dagar í jólafrí! :)

kærlig hilsen
Aldan

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home