Nei nei.. ég var ekkert sofandi
Þetta á ég til að segja þótt fólk sé að vekja mig og það veit alveg að ég var sofandi! Maður er bara svo ringlaður, það er eins og maður sé glaðvakandi en samt er maður hálfsofandi! Þetta er bara vani, er reyna að láta fólki ekki líða illa yfir að hafa vakið mann eða eitthvað. Fólk þorir oft að hringja í mann nema á kvöldin vegna þessarar óreglu á svefninum, meira að segja amma segir í hvert sinn sem hún hringir: ég þorði varla að hringja af ótta við að vekja þig!! Það er ekki eins og maður sé alltaf sofandi, maður sefur bara á öðruvísi tímum en aðrir vegna vinnu og annarrar óreglu! Svo þykist maður vera glaðvakandi og bullar maður bara eitthvað og man svo ekkert eftir símtalinu eða bara hluta af því þegar maður vaknar svo aftur seinna! Sumir slökkva á símanum, en mér er sama þótt ég sé vakin, slekk ef ég vil það ekki.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home