Jólin nálgast!
Það eru 12 dagar til jóla!! 11 samkvæmt innra netinu í vinnunni.. en það er RANGT! Þetta er allt of fljótt að líða!! Enn eru 2 próf eftir... get ekki beðið eftir að klára þau svo ég geti nú farið að lesa The Stand og The Talishman eftir Stebba Kóng, svona í anda jólanna ;) heheh.. neinei.. mig langar að baka og taka til í herberginu, hef náð að standast freistinguna hingað til.. en herbergið er líka í rúst! Búin að skrifa jólakortin... á bara eftir að senda þau af stað, hálfnuð líka með jólagjafirnar... klára þær vonandi um næstu helgi... það eru svo margir á leiðinni til útlanda að þetta verður allt að vera klárt! Hver yfirgefur landið um jólin?? Skil ekkert í svona vitleysu... allt í lagi að fara fyrir og eftir jól en það á að eyða jólunum hér heima!! Gæti ekki ímyndað mér að sitja á einhverri sólarströnd með kokteil í hönd þegar jólin ganga í garð, nei.. þá á sko að vera kalt og snjór og dimma og heitt kakó og jólaandi! Enginn sandur í rassinn takk fyrir..
Það hefur samt gengið furðuvel að finna gjafir handa fólkinu, einstaka vandræðagemsar en annars bara eins og í sögu, Amríkuferðin hjálpaði nú líka smá til þótt það hefðu nú ekkert verið keyptar margar gjafir þarna úti. Aðallega bara gjafir handa sjálfri mér ;) en ég er nú sérstök og átti það nú bara skilið ;) ehemm
Ég er einstaklega stolt af landi og þjóð þessa dagana, Ungfrú Heimur á þar stóran þátt í máli. Bandaríkin pirra mig á pólítískan hátt, nei ég er ekki orðin afhuga.. bara svoldið pirruð, held að loftlagsráðstefnan í Kanada spili stóran hlut í því, Kyoto bókunin og allt það mál! Pirr pirr
Ég ætla að fá mér mandarínu, bless
Það hefur samt gengið furðuvel að finna gjafir handa fólkinu, einstaka vandræðagemsar en annars bara eins og í sögu, Amríkuferðin hjálpaði nú líka smá til þótt það hefðu nú ekkert verið keyptar margar gjafir þarna úti. Aðallega bara gjafir handa sjálfri mér ;) en ég er nú sérstök og átti það nú bara skilið ;) ehemm
Ég er einstaklega stolt af landi og þjóð þessa dagana, Ungfrú Heimur á þar stóran þátt í máli. Bandaríkin pirra mig á pólítískan hátt, nei ég er ekki orðin afhuga.. bara svoldið pirruð, held að loftlagsráðstefnan í Kanada spili stóran hlut í því, Kyoto bókunin og allt það mál! Pirr pirr
Ég ætla að fá mér mandarínu, bless
1 Comments:
Nope skil þetta ekki heldur, engan sand í minn rass heldur takk fyrir :Þ
By Nafnlaus, at 3:50 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home