Jólin Jólin Jólin
Ég vil byrja á því að þakka öllum kærlega fyrir mig, fékk fullt af pökkum, aðallega bækur eða 9 stk alls ef ég tel með bókina sem við mæðgurnar fengum sameiginlega (ég er svo mikil bókamanneskja að ég nú ekki annað en verið ánægð með það) ;) nú svo fékk ég svo fullt af öðrum flottum hlutum, meðal annars kínverskt skartgripaskrín, æðislegt hálsmen, eyrnalokka, gjafakort í kringluna og þjóðleikhúsið, við mæðgurnar fengum svo sameiginlega flott Ragletti grill sem við ætlum að vígja á gamlárskvöld! ;) Annars átti ég alveg stórgóð jól með fjölskyldunni. Át á mig gat, náði að sofa smá, horfði á videó, spilaði, drakk kakó.. svona það sem maður á að gera yfir hátíðarnar! Verst bara hvað þetta er fljótt að líða...
Jæja.. enn og aftur takk fyrir mig
Jæja.. enn og aftur takk fyrir mig
2 Comments:
hey! Alda! hvað á þetta að þýða? Þú talar eins og jólin séu búin??? Jólin samkvæmt mínum útreikningum standa til 6. janúar, og þangaðtil ætla ég að vera í jólajólajólaskapi :D ... gleðilega "ongoing" hátíð :D
By Nafnlaus, at 8:21 f.h.
Neinei..jólin eru ekkert búin.. bara aðaldagarnir, aðfangadagur, jóladagur og annar í jólum ;) Nú kemur svo gamlársdagur og nýjárdagur :) joy to the world
By Aldan, at 7:37 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home