Aldan

fimmtudagur, desember 01, 2005

Það er svoldið erfitt að eiga lítinn Mikka þegar maður er að læra undir próf! Hann heimtar að fá að leika sér upp í rúmi með Weed sköfu og lætur mann henda henni til og frá svo hann geti náð í hana eins og hundur! Annað sem Mikkinn á til að gera er að setjast ofan á lyklaborðið á fartölvunni þótt ég sé að nota hana! Sönnunargögn verða birt síðar!

Ekki spyrja hvað í ósköpunum hann sé að gera með Weed sköfu! Það er einungis einn fjölskyldumeðlimur sem kemur honum á bragðið með þessa hluti! Þetta er örugglega eina heimilið á landinu þar sem eyrnapinnar fá að liggja eins og hráviðri út um allt gólf því að Mikkalingnum finnst svo gaman að leika sér með þá! Hann fær stundum tilfelli þegar hann sér múttu kveikja sér í sígarettu, hann heldur að hún sé að kveikja í eyrnapinnanum sínum! Hann situr fyrir framan og starir á hana þar til hún gefur honum nýjan eyrnapinna til að leika sér að! Hann er dýrlegur þessi Mikkalingur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home