Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!
16 Comments:
darn it! þarna tókst þér laglega að plata mann :)
kv. magic-istinn, a.k.a Hanna
By Nafnlaus, at 11:22 f.h.
Tell mí :) kv. Álfrún
By Nafnlaus, at 4:26 e.h.
Karl
Þú komst svo rosalega á óvart, áður en ég kynntist þér hélt ég að þú værir svo ALLT öðruvísi persónuleiki. Hélt þú ynnir í aukastarfi á Gufunni og værir gersnauður allri kímnigáfu! Boy was I wrong ;)
9-5 með henni Dollý þinni!! Þú vinnur líka oft frá 9-5 ekki satt? Orðinn svoldið reglumaður eftir næturvaktastússið í Markhúsinu ;)Working nine to five!
Coffee Coffee Coffee coffee... kaffikarl með meiru!
Við tvö að labba saman eftir Lækjargötunni eftir skóla, þessi minning situr í mér. Veit ekki afhverju! Dönskutímarnir hjá Erlu Elínu eru samt the place where the bond took place!
Bjór, þú ert svoldið brúnn! ;) en það klæðir þig!
Hvenær ætlaru að sækja um starf sem fréttaþulur í sjónvarpinu??
By Aldan, at 6:44 e.h.
Hanna panna
Stundvísasta manneskjan á jarðríki (allavega hér forðum). Þú varst líka forðum með fetish fyrir gluggum ;) Veik fyrir slúðri og eina manneskjan sem ég þekki sem á það til að skoða endirinn á bókunum áður en þú lest þær ;) hehe
Anna í Grænuhlíð og Hroki og Hleypidómar!! Það kemur ekkert annað til greina! Þú ættir að skoða þessa áráttu þína með Mr. Darcy, þú átt eftir að hoppa til Bretlands til að finna þér maka með þessu eftirnafni! Það er ég viss um!
Jarðaber, hummm hver er ástæðan?? Veit ekki.. þú ert bara eitthvað svo rauð!
Fyrsta minningin sem er svona ljós tengist einnig frægu dönskutímunum hennar E.E. Ég man að við þurftum orðabók á þig (sem sagt Nínu). Það breyttist þó um síðir og við lærðum á þig ;)
Þú minnir mig á kött! Þú áttir á tímabili kattaraugu (kattargleraugu), þú kannt að sína klærnar og vilt ráða ferðinni, það er best fyrir all að þú sért ánægð með þinn keip en þá ertu líka róleg og góð :)
Ertu enn að nota pennaveskið síðan úr Kvennó???
By Aldan, at 6:59 e.h.
Álfrún!
Ein rólegasta manneskjan á jarðríki en leynir samt þvílíkt á þér! Við Arna höfum ekki fengið að hitta Álfrúnu 2 sem á til að gera ýmislegt sem ég hefði aldrei kjark að gera (því miður fyrir mig)!
Títanic! Ekki það að þú sért eitthvað stórslys heldur það er eitthvað margbrotið og margt sem býr undir yfirborðinu sem við fáum bara að sjá brot af!
Karamella og kiwi! Don't ask why!
Fyrsta minningin er síðan í Fellaskóla, eitthvað tengt 6 eða 7 bekk. Sú minning sem stendur upp úr samt eru spilafrímínúturnar niðri þegar við vorum komnar í gaggó! Við og Arna, Anna M. og fleiri sem sátum saman og spiluðum... það var fjör!
Gíraffi, nei nei ekki bara því þú ert hávaxin! Hehe.. ég er alltaf með einhverja aðra merkari meiningu á bak við sko sjáðu til! Þú virðist ná að sjá yfir allt, áttar þig á hlutunum í kring (að mínu mati). Þeir eru líka ekki einlitir gíraffarnir! Two shades of grey if you know what I mean!
Hvenær eigum við eiginlega að fara í þessa Ameríku ferð okkar ;)
By Aldan, at 7:14 e.h.
mí mí mí!!!!
By Anna, at 10:50 e.h.
Mig líka mig líka :)
By Nafnlaus, at 3:36 f.h.
Me too
Ella þóra
By Ellan, at 12:38 e.h.
Anna mín! Get ekki sagt Anna panna því ég sagði það um Hönnu pönnu!
Þú ert rugludallur! Með mestu söfnunaráráttu allra sem ég þekki! Ef þú mættir ráða ættirðu 30 ketti og værir að vinna við það að prufa nýja hluti fyrir erlend fyrirtæki, nammi, drykki, spil og tölvuleiki!!
Þú minnir mig á City of Angels!
Cherry coke, þú ert svo sæt og góð ;) og öðruvísi
Við höfum náttla þekkst síðan á degi 1 :) hehe.. fyrsta minningin mín er (að ég held) við tvær standandi í herbergisdyrum! Tvöfalda rólan í Asparfellinu. Önnur sterk minning er síðan úr hamraborginni þar sem einhver var veikur (hvort það var ég eða þú) og við þurftum að fara í apótek! En ég vil líka minnast á kojuna í Iðufellinu þar sem við vorum alltaf að spila, battle ship eða eitthvað með pinnum!
Þú minnir mig á bangsa, alltaf til staðar þegar maður þarfnast þess ;) hlý og góð og yndisleg!
Hvenær flytjum við út!??
ps. önnur spurning hvenær fær Alan Rickman að vita um giftinguna
By Aldan, at 4:01 e.h.
Hebulingur
Hundaóð með meiru ;) eða allavega smáhundaóð! Ég öfunda þig þvílíkt af sambandinu við Heiðar.. þið eruð svona the Perfect couple (allavega úr fjarlægð)
Who let the dogs out.. woof woof! hehe þú bara býður upp á það ;)
Bragð.. humm bláberjajógúrt með rjóma ;)
Fyrsta minningin.. hummm ég man eftir því að það var ný stelpa á vaktinni, virkaðir mjög fín. En meiri áberandi minning er kannski úr sumarbústaðarferð okkar snúranna... varst þú ekki ein af þeim sem spilaðir Mikado!! hehe.. það var fyndið! A must undir áhrifum!
Hvenær er giftingin og hversu fljótt kemur barnið!!!
By Aldan, at 9:10 e.h.
Ellan
Já... framsóknargella með meiru. Meira að segja bloggið er grænt ;)
Styður þitt fólk og ert Skagalingur í húð og hár!
Election með Reese Witherspoon. En lagið sem þú minnir mig á er með Duran Duran Hungry like the Wolf!!
Bragð. Epli
Ein minning um þig þar sem við lágum í sófanum í sumarbústaðinum í Svignaskarði og horfðum á F.B.EYE klukkustund eftir klukkustund... hehe
Minnir mig á Ljónynju, stendur fast á þínu!
Hvenær verðuru búin að ganga frá íbúðinni þinni?
By Aldan, at 9:23 e.h.
Heba ég gleymdi að minnast á dýrið! En kemur eitthvað annað en hundur til greina ;) hehe Lítill tjúi hehe
By Aldan, at 10:07 e.h.
Hvað með mig ?!?!?! Kv. Lilja
By Nafnlaus, at 4:27 f.h.
Hehehhe Who let the dogs out SNILLD =)
Takk fyrir þetta, þetta var gaman :)
Veit ekki með giftinguna sko en vonandi kemur barnið sem fyrst :)
By Nafnlaus, at 5:03 f.h.
Lilja
Þú veist eitthvað um allt, alltaf hægt að spurja þig ráða. Þú ert dýravinur og stendur fast á þínu.
Ave Maria, það er ofsalega fallegt og minnir mig á þegar ég var í kór Kvennaskólans. Þú elskar að syngja og ert í kór ;)
Þú minnir mig á Galaxy súkkulaði með karamellu. Hörð að utan en mjúk að innan.
Þú minnir mig á hest, hnakkreist og ákveðin en ert viljug að fara aðrar leiðir ef þess þarf.
Hummm... Hvað er svona heillandi við Þýskaland? ;)Er það eitthvað sem aðrir mega ekki vita?
By Aldan, at 1:58 f.h.
Enn og aftur gleymi ég einhverju! Jú fyrstu minningunni.. humm eitt af fyrstu skiptunum þá sastu við gluggann í salnum hjá 118. Það tók smá tíma en svo fórum við að tala, minnir að við höfum eitthvað verið að skoða leiki á netinu ;)
By Aldan, at 2:03 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home