Aldan

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Það er ótrúlegt hvað iPodinn og smá frískt getur gert fyrir mann, ég lenti í þeirri "hræðilegu" lífsreynslu um daginn að þurfa að taka strætó! Meira að segja tvisvar á jafnmörgum dögum. Hér áður fyrr gerði maður þetta á hverjum degi, oft á dag og leiddist þetta mikið. Núna ber svo við að maður fagnar tilbreytingunni. Ég er samt ekki að segja að ég sé tilbúin að taka strætó á háannatíma þegar ég er á hraðferð, en þetta var verulega velkomin breyting. Ég sat þarna bara í mínum makindum með heyrnartólin í eyrunum á meðan stóri guli sveimaði um borgina, ég fór um hverfi sem ég hef bara aldrei farið um áður og sá byggingar í nýju ljósi á leiðum sem ég fer daglega. Maður er alltaf svo upptekin að horfa beint fram á við að maður gleymir að staldra við og líta í kringum sig, þefa af rósunum eins og einhverjir vilja segja. Hlutirnir breytast svo hratt að það er erfitt að halda í við nema maður taki sér smá tíma og horfi aðeins í kringum sig. Maður á að gera þetta oftar :)

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Í gærnótt sátum ég og Garðar og "horfðum" saman á Óskarinn, reyndar sá hann um að horfa á sýninguna og svo fékk ég beina lýsingu á því sem var að gerast. Hann reyndi sitt besta, strákurinn... :) takk fyrir það. Netið var nefnilega of seint að koma gögnunum til mín, svo þetta var alveg þrælgóð lausn. Ég er ekki frá því að þetta sé jafnvel betra en sýningin sjálf, eina ég hefði viljað sjá Ellen og atriðin hennar. En þarna losnaði ég við alla bið, engin auglýsingahlé, engar leiðinlegar ræður frá fólkinu sem greiddi hárið á einhverjum einhversstaðar og maður hefur ekki hugmynd um hvert er og er nákvæmlega sama. Ég man að ég fékk ekki alls fyrir löngu beina lýsingu á landsleik líka, ég er ekki frá því að það hefur verið alveg jafnspennandi og leikurinn sjálfur og ég jinxaði leikinn ekki á meðan.... við töpuðum reyndar en ég er alveg viss um að það var ekki mín sök í það skiptið. Já en allavega, 11 rétt af 24 (hey það eru 5 valmöguleikar í flestum flokkunum), ég tel það ágæta frammistöðu. Svo fór maður á Eonline og skoðaði kjólana og voila þá er maður búinn að kovera það helsta.

Ég vildi annars bara láta ykkur vita að ég átti frábæran dag :) Tilbreytingarleysi nánustu framtíðar er aflýst. Þörf er á breytingum og með rísandi sól trúi ég því að góðir hlutir munu gerast.

mánudagur, febrúar 26, 2007

Blogg var það nú heillin!

Það er þvílík martröð að þurfa að muna eftir því að blogga á HVERJUM degi.. ég finn það á mér að ég á eftir að klúðra þessu! Ég man ekki einu sinni á hvaða degi við erum, ég fæ ekki að halda tölu yfir þetta eins og Hannfríður, maður er annars tekin á teppið fyrir ritstuld! Þessi drungi sem hefur legið yfir mér undanfarna daga er enn ekki horfinn á braut, þetta er óþægilegt. Get it over with already! Ég sit hérna í vinnunni spennt, með músina á refresh takkanum á E og O í þeim tilgangi að fylgjast með framgangi Óskarsins! Hvernig gat ég klúðrað því að redda mér fríi á þessu merkilega kvöldi?? Og svo er engin Hrönn með mér hérna til að veðja á móti mér á sigurvegara kvöldsins, þetta er alveg ferlegt!

Ok, svolítið þunnt en við hverju búist þið á þessum tíma, ég er búin að vaka síðan kl 08 í morgun! Bíðið bara, wait for it... wait for it!

sunnudagur, febrúar 25, 2007









Vinur minn ritaði fyrir stuttu að oft þegar hann vaknar hefur hann tilfinningu fyrir því hvernig dagurinn hjá sér verður. Dagurinn í gær átti að vera góður hjá honum, ég veit ekki hvort það rættist en auðvitað vonum við það. Ég hef hinsvegar haft það á tilfinningunni undanfarna daga að eitthvað vofir yfir, líklega er það tilbreytingarleysi undanfarna daga ef ekki vikna sem framkallar þessa tilfinningu, ég vona að það sé ekki annað. Ég er allavega farin að bíða eftir þessum breytingum, hverjar sem þær verða, það er löngu kominn tími á þær. Ég vildi að ég tryði ekki svona á jafnvægi, því núna finn ég að það er kominn tími á að setja pendúlinn af stað aftur og ég veit ekki hvort það sé gott eða slæmt sem ég á í vændum. Ég vil ekki vera svartsýn en yfirleitt eru það góðu hlutirnir sem fylgja þeim slæmu eftir svo....

Ég vil annars þakka Hannfríði Lilju fyrir skemmtilegt matarboð í gær, pizzan var alveg ljúffeng (ég er samt ekki enn orðin sannfærð um að bananar á pizzu sé "rétt samsetning" en öllu getur maður víst vanist).

laugardagur, febrúar 24, 2007

Ég er svo hrædd um að gleyma að blogga í dag að ég ákvað að gera þetta bara núna, það er komið miðnætti og þar með nýr dagur hafinn svo þetta hlýtur að vera í lagi. Efni dagsins er hinsvegar enn óákveðið, spurning hvort maður geti ekki bara bullað eitthvað upp í þessi 150 slög þar sem hugmyndaflóðið stíflaðist eitthvað við inntöku hóstasaftsins. Ég talaði við hana Önnu mína í kvöld, við vorum að ræða brúðkaupið og ýmis mál tengd því. Ég þarf víst að fara að fletta upp reglunum varðandi brúðarmeyjar, ætli maður geti komið sér undan því að sofa hjá svaramanninum ef hann er giftur með 2 börn? Annars heyrði ég að faðir brúðgumans væri spenntur fyrir þessu hlutverki (að sofa hjá brúðarmeyjunni sko, ekki svaramanninum), hann er um áttrætt en greinilega er enn kraftur í kallinum. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður, innan við tveir mánuðir í þetta. Síðast þegar ég var viðstödd brúðkaup þá var ég svaramaður, nú brúðarmey, maður verður að prufa þetta allt... ég er þó fegin að öll ræðuhöld hafa verið afþökkuð, annars hefði ég nú örugglega farið vel með þetta... ég á nefnilega nokkrar djúsí sögur af systur minni sem hefðu orðið ennþá safaríkari með kampavíninu ;)

Hverjir halda því annars fram í dag að of mikil tölvunotkun sé EKKI skaðleg heilsu unglinga ?

Framundan er afmælisboð, vinna og brottflutningar.... ég hlýt að vera komin yfir 150 slög! Leiter!

föstudagur, febrúar 23, 2007

Ég fór að versla áðan sem er kannski ekki frásögum færandi en þannig er mál með vexti að hún móðir mín kom með mér. Nú erum við afskaplega ólíkar persónur með afskaplega ólíka verslunarhætti og það er mjög sjaldan sem við förum saman í búðir. Ég fer í búð, skima yfir verslunina, sé nokkra hluti sem mér líst á, máta og kaupi. Einfalt, fljótlegt og hljóðlátt, einstaka sinnum tek ég systur mína með (ef hún er á landinu), svona til að fá annað álit, sérstaklega ef um er að ræða dýra flík en vanalega finnst mér þægilegast að vera bara ein að þessu. Móðir mín elskulega hins vegar gerir þetta akkurat öfugt við mig. Í dag fór ég til að skipta á blússu og fá mér aðra í staðinn (skræpótt er víst ekki enn orðinn minn stíll), ég hafði augastað á einni og ætlaði bara að máta og kaupa eins og minn er vani. Neinei, fyrr en varði var ég komin fangið fullt af flíkum sem ég átti að máta, 2 starfsstúlkur auk 3 viðskiptavina sem stóðu fyrir utan tilbúnar að gefa sitt álit á tískusýningunni. Eins og ég er hrifin af athygli þá var þetta ekki að gera sig, en hún móðir mín getur stundum verið svo áköf og hress og kát að fólk dregst að henni og hún fékk alla til að segja sitt álit á þessu. Hún er líka óspör á hól, svo að fólk lifnar við í kringum hana. Annars sá ég svo að einn viðskiptavinurinn var að næla sér í eins blússu þegar ég var að ganga frá. Maður er jú svo mikil smekkmanneskja, trendsetter með meiru! hehe... Jújú ég náði samt að standa á mínu og fór bara út með flíkina sem ég hafði haft augastað á enda gáfu allir grænt ljós á hana (ekki að það hefði skipt neinu, mér fannst hún flott) en einhvern veginn lentu þessu fínu skór líka með í pokanum, ég á nóg af skóm.... ojæja :) Samkvæmt Hönnu á maður aldrei NÓG af skóm ;)

Skemmtilegu fréttirnar í dag eru hins vegar að hóstinn er aftur að versna! Ég neita að verða aftur veik!

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Hannfríður bloggar snemma á morgnanna, Netverjinn bloggar seint á kvöldin, þýðir þetta að ég þurfi að birta mitt blogg um miðjan dag?

Ég fór í klippingu áðan, ég bókaði hjá sömu stofu og síðast enda þótt stúlkan sem klippti mig hafi verið ung að árum þá var ég bara ágætlega sátt við útlitið þegar út var komið. Ég ákvað þó ekki að bóka hana heldur lét símastúlkuna bara raða mér niður og viti menn, ég lenti á skvísunni aftur. Ég verð að segja að ég hef ágæta reynslu af þessari stofu, stúlkurnar þar björguðu hárinu mínu fyrir mörgum árum síðan eftir hræðilega samsetningu permanets og aflitunar sem höfðu nánast eyðilagt það. Þær þurftu þá að lita mig tvisvar þar sem hárið á mér vildi ekki taka við í fyrra skiptið, svo illa farið var það. En síðan þá hef ég átt ágæt samskipti við þessa stofu, það er eitthvað svo hlýlegt við það að koma þarna inn og þær muna nánast allt sem maður segir við þær. Mér líður eins og Norm þegar hann gengur inn á Cheers, svo vel er mér fagnað. Eftir nokkra ára fjarveru mundu þær samt eftir því hvar ég vann, og hvar ég stundaði nám og hvaðeina, þetta finnst mér merkilegt. Þó maður taki stundum hlé og breyti til, ég hafði ekki stigið fæti þarna inn í lengri tíma, þá gleyma þær manni ekki. Þetta finnst mér almennileg þjónusta. En markmiðið með þessari litlu sögu er þó að segja ykkur frá öðru, inn á stofuna kom þessi skellibjalla með biksvart hár og krullur. Hún sest niður og segir frekar hátt: ég fer ekki héðan út nema ljóshærð. Greyið hárgreiðslukonan reyndi að tala fyrir um henni enda er það ekkert auðvelt mál að aflita svona dökkt hár og svona gekk þetta í smá tíma. Skellibjallan dregur þá upp slúðurtímarit og segir við aumingja klippidömuna: mér finnst þetta flott, ég vil verða svona ljóshærð, og er þá að tala um Önnu Nicole Smith blondínuhár. Og hún bætir við: mér er sama þó það brenni, ég klippi það bara af, ég bý hvort eð er á geðveikrahæli! Síðast þegar ég vissi þá var hún að fá það sem hún vildi. Ljóskur hljóta að skemmta sér betur, fyrst það er þess virði að eyðileggja á sér hárið til að verða ein slík. Ég vona, vona, vona að hárið detti af henni.
Það kannski bætir hjá henni frekjuna! Mér leiðast frekjur! Búið! :)

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Þetta er þriðji dagurinn í röð sem ég vakna upp við þessi bölv#$% læti. Fyrst hélt ég að það væri bara verið að gera upp baðherbergið hér fyrir ofan, en þegar ég komst að því að gámurinn hérna fyrir utan er ekki gámur heldur kaffistofa, þá áttaði ég mig að hlutirnir eru miklu verri en það. Vegna "galla" í blokkinni munu viðgerðir standa yfir í einhverjar vikur. Glæsilegt alveg, ég vinn á nóttunni, þeir byrja rétt eftir að ég kem heim og munu ljúka sér af um það leyti sem maður þarf að skríða á lappir. Ég ætla rétt svo að vona að þeir séu myndarlegir, fæ að sjá það eftir smá stund þar sem ég ætla að hætta mér út úr húsi eftir margra daga innilokun. Sé (og heyrði) að þeir eru búnir að vinna í því að brjóta upp gólfið hérna á svölunum... kannski maður láti sig "hrasa" í arma eins ef hann er gordjúss. Hvað er þetta með verkamennina, er það krafa að vera scrumptious :OP Veit ég kýs þá frekar en metródúdana, any day!

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Rambl

I'm so tired being here,
suppressed by all my childish fears.

Stundum líður mér eins og ég sé tvær manneskjur. Önnur þorin, frökk, óhrædd að framkvæma hlutina, sama hvað öðrum finnst. Hin er feimin, óþorin, leiðinleg. Mér líkar betur við þessa fyrri, hún er sú sem er óhrædd við að segja eitthvað þegar hópur af unglingum ræðst fyrir framan hana í röð. Óhrædd við augnlitin og kommentin sem hún mögulega gæti fengið. Sá hluti af mér sem þorði að stökkva upp í flugvél til Bandaríkjanna með 3 tíma fyrirvara. Sú sem manaði sjálfa sig að fara í stóra rússíbanann í tívolíinu og fór svo 10 sinnum í viðbót þann dag því það var æðislegt. Afhverju geta þessar tvær hliðar ekki bara sæst og unnið saman. Suma daga vildi ég gjarnan geta endurlifað, flesta þó með það í huga: bara ef maður hefði þorað. Ég skil ekki afhverju maður heldur stundum svona aftur af sér þegar maður veit að innst inni hefur maður það sem til þarf, það þarf bara kalla það fram. Við hvað er maður eiginilega svona hræddur? Mér leiðist hræðsla. Oftar en einu sinni hefur maður feikað hugrekki, oftar en ekki í aðstæðum þar sem fjöldi vinkvenna var nálægur. Fyrir vikið fékk maður hlutverkið sem maður vonaði svo sannarlega að einhver annar myndi taka að sér. Þetta er bara innbyggður ótti sem maður þarf að sigrast á. Það er eins með aðra hluti, afhverju er maður alltaf svo hræddur hvað öðrum finnst eða hvort maður sé að taka rangar ákvarðanir sem ekki er hægt að lagfæra. Auðvitað á maður ekkert að hugsa svona. Maður á ekki að sjá eftir neinu. Ég vil líta svo á hlutina að það sem á að gerast gerist. Hvort sem það er núna eða seinna. Ef þú tekur "ranga" ákvörðun þá eigi það eftir að leiðréttast í framtíiðinni. Ég vona að þetta eigi eftir að forða mér frá mikilli "eftirsjá" í framtíðinni. Ég vil ekki líta til bara og hugsa: æ afhverju gerði ég þetta, afhverju sagði ég hitt.
Allt hefur tilgang, hvort sem þér líkar það eða ekki.

mánudagur, febrúar 19, 2007

Dagur tvö

í bloggáskorun, dagur 5 í veikindum. Jey... Nágranni minn ákvað að brjóta upp mynstrið fyrir mig og gera lífið aðeins meira áhugavert og hefur því verið að bora, að því er virðist, í gólfið beint fyrir ofan herbergið hjá mér síðan um kl 9 í morgun. Það er mjög spennandi að reyna að hafa samskipti við annað fólk á meðan hann reynir að sprengja hljóðhimnurnar í okkur, á svona tímum skil ég þörfina fyrir einangrun sem virðist hafa gleymst þegar þessi blessaða blokk var byggð. Mikki forðast mig eins og heitan eldinn, ég held það sé hóstinn sem fælir hann í burtu, eða þessi skræka rödd sem hefur komið í staðinn fyrir mína hljómfögru og kynæsandi símarödd.

Nei, ég ætla ekki að nota næstu 28 daga til að væla í ykkur :) Mér á eftir að detta eitthvað merkilegra í hug... en þar til seinna :)

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Bloggáskorun

Þessi indæli herramaður hefur skorað á mig og Hönnu. Bloggáskorunin mun vara í 30 daga, 150 slög og copy/paste telst ekki með! Þar sem ég tel mig vera konu en ekki mýslu þá mun ég reyna mitt besta en þegar um er að ræða tvo aðra einstaklinga svo fulla af keppnisskapi þá er mjög ólíklegt að einhver muni standa uppi sem sigurvegari en skemmtilegt verður þetta.

Annað í fréttum...
Ekkert

Ég er mjög sátt við að við Íslendingar munu senda Eika út til Finnlands í maí, mér fannst lagið grípandi og strákarnir á sviðinu flottir. Ég býst samt ekki við því að við munum komast í gegn en só what... ég á eftir að skemmta mér samt sem áður! Eitt er þó furðulegt, eins léleg og mér fannst keppnin hér heima vera í byrjun, þá voru að minnsta kosti 5 ágætis lög þarna á lokakvöldinu. Þetta var þó frekar lélegt sjóv, byrjaði með ljótum kjól Ragnh? staurastelpu, mér fannst hræðilegt að hún mundi ekki nafnið á Torneró laginu og kallaði það Tornado áður en hún spurði söngvarann sjálfan hvað það héti, skemmtiatriðin voru ekkert spes og í þokkabót var allt mæmað á sviðinu, ekki flott.

Ég ligg hérna fyrir dauðanum og ÖLLUM er sama.. búin að vera veik núna í 3 daga... þetta er ekki að gera sig.... en annars, þar til á morgun... tjá beibís!

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Gærkvöldið



föstudagur, febrúar 09, 2007

Já já, ég er enn á lífi... takk fyrir hugulsemina! Það er svo sem ýmislegt sem hefur verið í gangi undanfarna viku eða svo...
Ég fór í bíó á Blood Diamond á fimmtudagskvöldinu, þetta var verulega góð mynd sem sýnir, að ég best veit, raunsæja mynd á þessum málum. Maður verður ánægðari með hlutskipti sitt hér á klakanum eftir að sjá svona. Hreimurinn hjá Leonardo fór verulega í taugarnar á mér, þó aðallega jaja-ið hans... en Djimon Hounsou var góður.
Fékk stelpurnar (E+S) í heimsókn á föstudagskvöldið, Ellen kom snemma og við byrjuðum að elda og ákváðum að slá þessu upp í kæruleysi og fengum okkur í glas með. Sara var frekar hissa þegar hún mætti á svæðið, við tvær hálf drukknar, útataðar í hveiti með svaka galsa! Þetta var indæliskvöld, við borðuðum pizzuna, drukkum smá meira og spiluðum.
Á laugardagskvöldinu bauð ég góðum vinum í mat, eldaði fyrir þau Maruud kjúlla sem heppnaðist með ágætum (svo sögðu þau allavega ;) ), ljómandi fínt kvöld, rólegt en fínt... reyndar voru þau óvægin og skutu stanslaust á mig... ef þau bara vissu með hverju ég kryddaði hvítlaukssósuna!! ;)
Í gær var svo spilakvöld hjá Snúrunum, fámennt en góðmennt eins og vanalega.. langt síðan maður hefur hitt stelpurnar og spilað. Þetta var verulega næs en næst verðum við að byrja á Catan!! Díll??

Annars hafa rólegheitin verið þema undafarinna daga... ekkert spennandi að gerast, ekkert slúður... stór hluti Menngó ætlar þó að hittast á morgun, kannski gerist eitthvað safaríkt þá !! Maður getur bara vonað ;)

Tjá beibís


(p.s. hvaða andskoti notaði þetta Tjá orð á kommentakerfinu? Ég get ekki hætt að nota það!)

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Vísur Vatnsenda-Rósu

Augað mitt og augað þitt,
og þá fögru steina
mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veizt, hvað eg meina.

Trega eg þig manna mest
mædd af tára flóði,
ó, að við hefðum aldrei sést,
elsku vinurinn góði.

Langt er síðan sá eg hann,
sannlega fríður var hann,
allt, sem prýða mátti einn mann,
mest af lýðum bar hann.

Engan leit eg eins og þann
álma hreyti hjarta.
Einn guð veit eg elskaði hann
af öllum reit míns hjarta.

(Rósa Guðmundsdóttir)