Aldan

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Vinur minn ritaði fyrir stuttu að oft þegar hann vaknar hefur hann tilfinningu fyrir því hvernig dagurinn hjá sér verður. Dagurinn í gær átti að vera góður hjá honum, ég veit ekki hvort það rættist en auðvitað vonum við það. Ég hef hinsvegar haft það á tilfinningunni undanfarna daga að eitthvað vofir yfir, líklega er það tilbreytingarleysi undanfarna daga ef ekki vikna sem framkallar þessa tilfinningu, ég vona að það sé ekki annað. Ég er allavega farin að bíða eftir þessum breytingum, hverjar sem þær verða, það er löngu kominn tími á þær. Ég vildi að ég tryði ekki svona á jafnvægi, því núna finn ég að það er kominn tími á að setja pendúlinn af stað aftur og ég veit ekki hvort það sé gott eða slæmt sem ég á í vændum. Ég vil ekki vera svartsýn en yfirleitt eru það góðu hlutirnir sem fylgja þeim slæmu eftir svo....

Ég vil annars þakka Hannfríði Lilju fyrir skemmtilegt matarboð í gær, pizzan var alveg ljúffeng (ég er samt ekki enn orðin sannfærð um að bananar á pizzu sé "rétt samsetning" en öllu getur maður víst vanist).

4 Comments:

  • Nei er ekki dáldið steikt að fá sér banana á pizzu, held það nú hmmmm, fékk mér svoleiðis einu sinni, fannst það nú ekkert glimrandi sko hahaha. En jú maður getur sjáldsagt vanist því, ég held að Hanna sé amk húgt á þessari samsetning
    kv. Ásta Björk

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:13 e.h.  

  • Sek um það. En mar verður víst að fíla banana til að fíla þessa samsetningu.

    mig minnir nú ábe að þu hafir fengið pizzu með banönum hjá mér í fyrra.

    já alda mín ég þakka sömuleiðis fyrir ljómandi skemmtilegt kvöld.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:15 e.h.  

  • ju eg fekk sma taste a þvi hja þer i fyrra rett er, en það for nu ekki mikið fyrir þeim að mig minnir. Pizzan var amk mjög goð.En eg pantaði mér einu sinnu bananapizzu með Jóhönnu a sínum tima semsagt fyrir allmörgum árum síðan

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:35 e.h.  

  • Stelpur mínar, get a room, a chat room hahaha dajók! Já, það var svolítið öðruvísi að borða bananana, ég er ekki alveg tilbúin að innleiða þetta inn í mína matarmenningu en það er alltaf gaman að breyta til! Ciao bellur!

    By Blogger Aldan, at 4:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home