Aldan

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Rambl

I'm so tired being here,
suppressed by all my childish fears.

Stundum líður mér eins og ég sé tvær manneskjur. Önnur þorin, frökk, óhrædd að framkvæma hlutina, sama hvað öðrum finnst. Hin er feimin, óþorin, leiðinleg. Mér líkar betur við þessa fyrri, hún er sú sem er óhrædd við að segja eitthvað þegar hópur af unglingum ræðst fyrir framan hana í röð. Óhrædd við augnlitin og kommentin sem hún mögulega gæti fengið. Sá hluti af mér sem þorði að stökkva upp í flugvél til Bandaríkjanna með 3 tíma fyrirvara. Sú sem manaði sjálfa sig að fara í stóra rússíbanann í tívolíinu og fór svo 10 sinnum í viðbót þann dag því það var æðislegt. Afhverju geta þessar tvær hliðar ekki bara sæst og unnið saman. Suma daga vildi ég gjarnan geta endurlifað, flesta þó með það í huga: bara ef maður hefði þorað. Ég skil ekki afhverju maður heldur stundum svona aftur af sér þegar maður veit að innst inni hefur maður það sem til þarf, það þarf bara kalla það fram. Við hvað er maður eiginilega svona hræddur? Mér leiðist hræðsla. Oftar en einu sinni hefur maður feikað hugrekki, oftar en ekki í aðstæðum þar sem fjöldi vinkvenna var nálægur. Fyrir vikið fékk maður hlutverkið sem maður vonaði svo sannarlega að einhver annar myndi taka að sér. Þetta er bara innbyggður ótti sem maður þarf að sigrast á. Það er eins með aðra hluti, afhverju er maður alltaf svo hræddur hvað öðrum finnst eða hvort maður sé að taka rangar ákvarðanir sem ekki er hægt að lagfæra. Auðvitað á maður ekkert að hugsa svona. Maður á ekki að sjá eftir neinu. Ég vil líta svo á hlutina að það sem á að gerast gerist. Hvort sem það er núna eða seinna. Ef þú tekur "ranga" ákvörðun þá eigi það eftir að leiðréttast í framtíiðinni. Ég vona að þetta eigi eftir að forða mér frá mikilli "eftirsjá" í framtíðinni. Ég vil ekki líta til bara og hugsa: æ afhverju gerði ég þetta, afhverju sagði ég hitt.
Allt hefur tilgang, hvort sem þér líkar það eða ekki.

3 Comments:

  • Þú allavega kemur mér stöðugt á óvart, halltu bara áfram að vera hugrökk.. meina það getur ekkert verra gerst en þegar þú ert það ekki ;)
    Stolt af þér stelpa..
    kv Arna

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:17 f.h.  

  • Takk fyrir þennan opinskáa og heiðarlega pistil.

    Þú segir að þér finnist þú stundum vera tvær manneskjur. Ég held reyndar að þú sért mun margbrotnari en það. Þú talar um að þú sért í aðra röndina þorin en í hina óþorin, jafnvel leiðinleg. Ég kanast við hugrökku Öldu og ég kannast líka við hina Ölduna, þessa sem er óþorin. En ég hef aldrei hitt þessa leiðinlegu Öldu.

    Ég skil hvað þú átt við þegar þú segir að þér leiðist hræðslan og spyrð hvað maður er eiginlega hræddur við. Ég held að hræðslan sé alltaf óttinn við hið óþekkta. En ef þú trúir því sem þú segir í lokin, að allt gerist sem eigi að gerast að þá þarftu aldrei að óttast hið óþekkta. What ever will be will be.

    Stöndum saman í að vera hugrakkari - okkur líður betur þannig.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:17 e.h.  

  • Takk fyrir þetta krakkar :) Maður roðnar bara ofan í tær...

    Já, verum hugrakkari!

    By Blogger Aldan, at 11:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home