Aldan

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Bloggáskorun

Þessi indæli herramaður hefur skorað á mig og Hönnu. Bloggáskorunin mun vara í 30 daga, 150 slög og copy/paste telst ekki með! Þar sem ég tel mig vera konu en ekki mýslu þá mun ég reyna mitt besta en þegar um er að ræða tvo aðra einstaklinga svo fulla af keppnisskapi þá er mjög ólíklegt að einhver muni standa uppi sem sigurvegari en skemmtilegt verður þetta.

Annað í fréttum...
Ekkert

Ég er mjög sátt við að við Íslendingar munu senda Eika út til Finnlands í maí, mér fannst lagið grípandi og strákarnir á sviðinu flottir. Ég býst samt ekki við því að við munum komast í gegn en só what... ég á eftir að skemmta mér samt sem áður! Eitt er þó furðulegt, eins léleg og mér fannst keppnin hér heima vera í byrjun, þá voru að minnsta kosti 5 ágætis lög þarna á lokakvöldinu. Þetta var þó frekar lélegt sjóv, byrjaði með ljótum kjól Ragnh? staurastelpu, mér fannst hræðilegt að hún mundi ekki nafnið á Torneró laginu og kallaði það Tornado áður en hún spurði söngvarann sjálfan hvað það héti, skemmtiatriðin voru ekkert spes og í þokkabót var allt mæmað á sviðinu, ekki flott.

Ég ligg hérna fyrir dauðanum og ÖLLUM er sama.. búin að vera veik núna í 3 daga... þetta er ekki að gera sig.... en annars, þar til á morgun... tjá beibís!

5 Comments:

  • ÖLLUM sama?? Hvernig dettur þér í hug að segja svona! Ég reyndi að vera góður við þig í gær, knúsa þig og vera góður við þig. Og hvað gerðir þú!? Bannaðir mér að koma við þig!

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:05 e.h.  

  • Góður?? Knúsa?? Þú varst að KÁFA á mér og með kærastann í sama herbergi!! Óforskammað!! Næst ætti ég bara að leyfa þér það... þá verður þetta ekki eins spennandi!

    By Blogger Aldan, at 1:11 e.h.  

  • Hey...hún var sko bara í geggjuðum kjól !!!!!!!!

    Sólveig.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:20 e.h.  

  • Bíddu ertu ekki búin að fá nýju gleraugun?? Sástu þetta ekki nógu vel?? Kraginn var forljótur og munstrið út í hött... don't like it! :D

    By Blogger Aldan, at 2:50 e.h.  

  • Kjóllinn er geggjaður!!! og Ragnhildur er stórglæsileg kona ;)
    kv Arna
    og PS láttu þér nú batna skvísa

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home