Aldan

laugardagur, febrúar 24, 2007

Ég er svo hrædd um að gleyma að blogga í dag að ég ákvað að gera þetta bara núna, það er komið miðnætti og þar með nýr dagur hafinn svo þetta hlýtur að vera í lagi. Efni dagsins er hinsvegar enn óákveðið, spurning hvort maður geti ekki bara bullað eitthvað upp í þessi 150 slög þar sem hugmyndaflóðið stíflaðist eitthvað við inntöku hóstasaftsins. Ég talaði við hana Önnu mína í kvöld, við vorum að ræða brúðkaupið og ýmis mál tengd því. Ég þarf víst að fara að fletta upp reglunum varðandi brúðarmeyjar, ætli maður geti komið sér undan því að sofa hjá svaramanninum ef hann er giftur með 2 börn? Annars heyrði ég að faðir brúðgumans væri spenntur fyrir þessu hlutverki (að sofa hjá brúðarmeyjunni sko, ekki svaramanninum), hann er um áttrætt en greinilega er enn kraftur í kallinum. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður, innan við tveir mánuðir í þetta. Síðast þegar ég var viðstödd brúðkaup þá var ég svaramaður, nú brúðarmey, maður verður að prufa þetta allt... ég er þó fegin að öll ræðuhöld hafa verið afþökkuð, annars hefði ég nú örugglega farið vel með þetta... ég á nefnilega nokkrar djúsí sögur af systur minni sem hefðu orðið ennþá safaríkari með kampavíninu ;)

Hverjir halda því annars fram í dag að of mikil tölvunotkun sé EKKI skaðleg heilsu unglinga ?

Framundan er afmælisboð, vinna og brottflutningar.... ég hlýt að vera komin yfir 150 slög! Leiter!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home