Já já, ég er enn á lífi... takk fyrir hugulsemina! Það er svo sem ýmislegt sem hefur verið í gangi undanfarna viku eða svo...
Ég fór í bíó á Blood Diamond á fimmtudagskvöldinu, þetta var verulega góð mynd sem sýnir, að ég best veit, raunsæja mynd á þessum málum. Maður verður ánægðari með hlutskipti sitt hér á klakanum eftir að sjá svona. Hreimurinn hjá Leonardo fór verulega í taugarnar á mér, þó aðallega jaja-ið hans... en Djimon Hounsou var góður.
Fékk stelpurnar (E+S) í heimsókn á föstudagskvöldið, Ellen kom snemma og við byrjuðum að elda og ákváðum að slá þessu upp í kæruleysi og fengum okkur í glas með. Sara var frekar hissa þegar hún mætti á svæðið, við tvær hálf drukknar, útataðar í hveiti með svaka galsa! Þetta var indæliskvöld, við borðuðum pizzuna, drukkum smá meira og spiluðum.
Á laugardagskvöldinu bauð ég góðum vinum í mat, eldaði fyrir þau Maruud kjúlla sem heppnaðist með ágætum (svo sögðu þau allavega ;) ), ljómandi fínt kvöld, rólegt en fínt... reyndar voru þau óvægin og skutu stanslaust á mig... ef þau bara vissu með hverju ég kryddaði hvítlaukssósuna!! ;)
Í gær var svo spilakvöld hjá Snúrunum, fámennt en góðmennt eins og vanalega.. langt síðan maður hefur hitt stelpurnar og spilað. Þetta var verulega næs en næst verðum við að byrja á Catan!! Díll??
Annars hafa rólegheitin verið þema undafarinna daga... ekkert spennandi að gerast, ekkert slúður... stór hluti Menngó ætlar þó að hittast á morgun, kannski gerist eitthvað safaríkt þá !! Maður getur bara vonað ;)
Tjá beibís
(p.s. hvaða andskoti notaði þetta Tjá orð á kommentakerfinu? Ég get ekki hætt að nota það!)
Ég fór í bíó á Blood Diamond á fimmtudagskvöldinu, þetta var verulega góð mynd sem sýnir, að ég best veit, raunsæja mynd á þessum málum. Maður verður ánægðari með hlutskipti sitt hér á klakanum eftir að sjá svona. Hreimurinn hjá Leonardo fór verulega í taugarnar á mér, þó aðallega jaja-ið hans... en Djimon Hounsou var góður.
Fékk stelpurnar (E+S) í heimsókn á föstudagskvöldið, Ellen kom snemma og við byrjuðum að elda og ákváðum að slá þessu upp í kæruleysi og fengum okkur í glas með. Sara var frekar hissa þegar hún mætti á svæðið, við tvær hálf drukknar, útataðar í hveiti með svaka galsa! Þetta var indæliskvöld, við borðuðum pizzuna, drukkum smá meira og spiluðum.
Á laugardagskvöldinu bauð ég góðum vinum í mat, eldaði fyrir þau Maruud kjúlla sem heppnaðist með ágætum (svo sögðu þau allavega ;) ), ljómandi fínt kvöld, rólegt en fínt... reyndar voru þau óvægin og skutu stanslaust á mig... ef þau bara vissu með hverju ég kryddaði hvítlaukssósuna!! ;)
Í gær var svo spilakvöld hjá Snúrunum, fámennt en góðmennt eins og vanalega.. langt síðan maður hefur hitt stelpurnar og spilað. Þetta var verulega næs en næst verðum við að byrja á Catan!! Díll??
Annars hafa rólegheitin verið þema undafarinna daga... ekkert spennandi að gerast, ekkert slúður... stór hluti Menngó ætlar þó að hittast á morgun, kannski gerist eitthvað safaríkt þá !! Maður getur bara vonað ;)
Tjá beibís
(p.s. hvaða andskoti notaði þetta Tjá orð á kommentakerfinu? Ég get ekki hætt að nota það!)
1 Comments:
Maarud kjúllinn var rosa góður. Ég kannast samt ekki við að hafa skotið neitt á þig. Eins og þú veist er ég annálað góðmenni, sumir myndu segja ljúfmenni, og ég myndi aldrei vera andstyggilegur!
En hvernig stendur á því að mér hefur ekki verið boðið í pizzu?
By Nafnlaus, at 11:45 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home