Aldan

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Í gærnótt sátum ég og Garðar og "horfðum" saman á Óskarinn, reyndar sá hann um að horfa á sýninguna og svo fékk ég beina lýsingu á því sem var að gerast. Hann reyndi sitt besta, strákurinn... :) takk fyrir það. Netið var nefnilega of seint að koma gögnunum til mín, svo þetta var alveg þrælgóð lausn. Ég er ekki frá því að þetta sé jafnvel betra en sýningin sjálf, eina ég hefði viljað sjá Ellen og atriðin hennar. En þarna losnaði ég við alla bið, engin auglýsingahlé, engar leiðinlegar ræður frá fólkinu sem greiddi hárið á einhverjum einhversstaðar og maður hefur ekki hugmynd um hvert er og er nákvæmlega sama. Ég man að ég fékk ekki alls fyrir löngu beina lýsingu á landsleik líka, ég er ekki frá því að það hefur verið alveg jafnspennandi og leikurinn sjálfur og ég jinxaði leikinn ekki á meðan.... við töpuðum reyndar en ég er alveg viss um að það var ekki mín sök í það skiptið. Já en allavega, 11 rétt af 24 (hey það eru 5 valmöguleikar í flestum flokkunum), ég tel það ágæta frammistöðu. Svo fór maður á Eonline og skoðaði kjólana og voila þá er maður búinn að kovera það helsta.

Ég vildi annars bara láta ykkur vita að ég átti frábæran dag :) Tilbreytingarleysi nánustu framtíðar er aflýst. Þörf er á breytingum og með rísandi sól trúi ég því að góðir hlutir munu gerast.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home