Aldan

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Það er ótrúlegt hvað iPodinn og smá frískt getur gert fyrir mann, ég lenti í þeirri "hræðilegu" lífsreynslu um daginn að þurfa að taka strætó! Meira að segja tvisvar á jafnmörgum dögum. Hér áður fyrr gerði maður þetta á hverjum degi, oft á dag og leiddist þetta mikið. Núna ber svo við að maður fagnar tilbreytingunni. Ég er samt ekki að segja að ég sé tilbúin að taka strætó á háannatíma þegar ég er á hraðferð, en þetta var verulega velkomin breyting. Ég sat þarna bara í mínum makindum með heyrnartólin í eyrunum á meðan stóri guli sveimaði um borgina, ég fór um hverfi sem ég hef bara aldrei farið um áður og sá byggingar í nýju ljósi á leiðum sem ég fer daglega. Maður er alltaf svo upptekin að horfa beint fram á við að maður gleymir að staldra við og líta í kringum sig, þefa af rósunum eins og einhverjir vilja segja. Hlutirnir breytast svo hratt að það er erfitt að halda í við nema maður taki sér smá tíma og horfi aðeins í kringum sig. Maður á að gera þetta oftar :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home