Aldan

mánudagur, febrúar 19, 2007

Dagur tvö

í bloggáskorun, dagur 5 í veikindum. Jey... Nágranni minn ákvað að brjóta upp mynstrið fyrir mig og gera lífið aðeins meira áhugavert og hefur því verið að bora, að því er virðist, í gólfið beint fyrir ofan herbergið hjá mér síðan um kl 9 í morgun. Það er mjög spennandi að reyna að hafa samskipti við annað fólk á meðan hann reynir að sprengja hljóðhimnurnar í okkur, á svona tímum skil ég þörfina fyrir einangrun sem virðist hafa gleymst þegar þessi blessaða blokk var byggð. Mikki forðast mig eins og heitan eldinn, ég held það sé hóstinn sem fælir hann í burtu, eða þessi skræka rödd sem hefur komið í staðinn fyrir mína hljómfögru og kynæsandi símarödd.

Nei, ég ætla ekki að nota næstu 28 daga til að væla í ykkur :) Mér á eftir að detta eitthvað merkilegra í hug... en þar til seinna :)

2 Comments:

  • steldu fyrirsögninni frá mér... bölvuð bíræfni. já já ekkert bera við að þú sért veik og eigi samúð skilið. puff.. blæs á svoleiðis. ekkert réttlætir það að stela fyrirsögninni minni...

    segi bara eins og ónefndur vinur: bíttu í ****** á þér

    :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:21 e.h.  

  • En hvað þú ert mikill dóni.. bíttu bara sjálf í ****** á þér! Hey, ég fékk allavega komment út á þetta :) en í svona í alvöru talað þá var þetta ekki viljandi.. átti bara vel við það sem ég ætlaði að segja... ég skal gera þetta aftur seinna :)
    Mér finnst svo gaman þegar þú *hvæsir* á mig! Ciao bella!

    By Blogger Aldan, at 2:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home