Ég fór að versla áðan sem er kannski ekki frásögum færandi en þannig er mál með vexti að hún móðir mín kom með mér. Nú erum við afskaplega ólíkar persónur með afskaplega ólíka verslunarhætti og það er mjög sjaldan sem við förum saman í búðir. Ég fer í búð, skima yfir verslunina, sé nokkra hluti sem mér líst á, máta og kaupi. Einfalt, fljótlegt og hljóðlátt, einstaka sinnum tek ég systur mína með (ef hún er á landinu), svona til að fá annað álit, sérstaklega ef um er að ræða dýra flík en vanalega finnst mér þægilegast að vera bara ein að þessu. Móðir mín elskulega hins vegar gerir þetta akkurat öfugt við mig. Í dag fór ég til að skipta á blússu og fá mér aðra í staðinn (skræpótt er víst ekki enn orðinn minn stíll), ég hafði augastað á einni og ætlaði bara að máta og kaupa eins og minn er vani. Neinei, fyrr en varði var ég komin fangið fullt af flíkum sem ég átti að máta, 2 starfsstúlkur auk 3 viðskiptavina sem stóðu fyrir utan tilbúnar að gefa sitt álit á tískusýningunni. Eins og ég er hrifin af athygli þá var þetta ekki að gera sig, en hún móðir mín getur stundum verið svo áköf og hress og kát að fólk dregst að henni og hún fékk alla til að segja sitt álit á þessu. Hún er líka óspör á hól, svo að fólk lifnar við í kringum hana. Annars sá ég svo að einn viðskiptavinurinn var að næla sér í eins blússu þegar ég var að ganga frá. Maður er jú svo mikil smekkmanneskja, trendsetter með meiru! hehe... Jújú ég náði samt að standa á mínu og fór bara út með flíkina sem ég hafði haft augastað á enda gáfu allir grænt ljós á hana (ekki að það hefði skipt neinu, mér fannst hún flott) en einhvern veginn lentu þessu fínu skór líka með í pokanum, ég á nóg af skóm.... ojæja :) Samkvæmt Hönnu á maður aldrei NÓG af skóm ;)
Skemmtilegu fréttirnar í dag eru hins vegar að hóstinn er aftur að versna! Ég neita að verða aftur veik!
Skemmtilegu fréttirnar í dag eru hins vegar að hóstinn er aftur að versna! Ég neita að verða aftur veik!
2 Comments:
já það er alveg rétt. a lady never has to many shoes :)
By Nafnlaus, at 6:17 e.h.
hahaha...
mamma þín er eins og pabbi minn...
hann fyllir fangið mitt af fötum, skipár mér að máta og kaupir fullt af dóti handa mér þó mig langi ekkert sérstaklega í það...
kv. magga
By Nafnlaus, at 7:46 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home