föstudagur, febrúar 28, 2003
Ég veit ekki alveg hvað er í vatninu þessa dagana en draumarnir mínir hafa verið stórskrýtnir sem og fjölskyldunnar! Tvær nætur í röð dreymdi mig náttúruhamfarir, fyrri nóttina var eldgos hér á Íslandi og meiri hluti landsins fór undir hraun og við flúðum til Kanada á þyrlu?? Ég var náttúrulega svo klár að ég fattaði hvernig átti að nýta leðju í bensínið þannig að við gátum flogið alla leið! Næstu nótt var það risastór flóð-Alda sem skall á Reykjavík, og aftur og aftur! Ég og stelpurnar náðum alltaf að flýja, fólk var enn með kveikt á rafmagnstækjum og var það einhvers konar mission hjá okkur að slökkva á þeim! Festist í lyftu og stökk niður af húsþökum, svaka spennó! Sömu nótt dreymdi ömmu að einhver egypskur fursti hefði gefið henni fullan pott af gullpeningum og mútta dreymdi að hún var að æla gull og silfurpeningum??
Þið megið kalla mig innanhúsarkitekt! Hannaði hvorki meira né minna en 10 hús í Sims fyrir hana litlu systu :) Á sko lof skilið, ætti kannski að leggja þetta fyrir mig í staðin fyrir blessaða sálfræðinna!
Ellan er komin með nýja bloggsíðu vegna "mistaka"!!! Hversu drukkin ætli hún hafi verið þegar hún hreinsaði út hitt ;) nei smá grín! Ég gerði hana samt smá reiða með því að kjósa ekki réttu aðilana í háskólakosningunum :P en ég lofaði stuðningi mínum og so mote it be!
miðvikudagur, febrúar 26, 2003
Haha... alveg frábært! Hún Kanikkan mín er komin með blogg! Congratz!
Ég er búin að vera með Tuesdays Dead sem hann Cat Stevens söng nú á heilanum í 3 daga!!! Er að verða brjáluð þótt þetta sé ansi gott lag, sem og Peace Train og Morning has broken og Father and Son og svona gæti ég haldið áfram! Ætti kannski að skipta á Wired up diskinum og einum af hans!
Mig langaði að óska Hönnu til hamingju með daginn :) Knús og kossar! Nú styttist í Ameríkudaginn, allir ofsa spenntir að sjá kanana! Langar að leika Japanskan túrista og vera með myndavélina á lofti allan tímann en held ég þyrmi Hönnu og leiki frekar góða stelpu í staðinn! Er ekkert að liggja yfir skólabókunum þessa dagana, kláraði aftur á móti Enchantment e. Orson Scott Card, varð ekki fyrir vonbrigðum frekar en vanalega og er nú byrjuð á Saints! ;) Er líka búin að vera dugleg og taka fullt af aukavinnu. Sumir segja að dagbókablogg séu leiðinleg! Who cares, ég er ekki neyða einn eða neinn að lesa bloggið mitt! Ekki lesa það ef þér leiðist!
Mig langaði að óska Hönnu til hamingju með daginn :) Knús og kossar! Nú styttist í Ameríkudaginn, allir ofsa spenntir að sjá kanana! Langar að leika Japanskan túrista og vera með myndavélina á lofti allan tímann en held ég þyrmi Hönnu og leiki frekar góða stelpu í staðinn! Er ekkert að liggja yfir skólabókunum þessa dagana, kláraði aftur á móti Enchantment e. Orson Scott Card, varð ekki fyrir vonbrigðum frekar en vanalega og er nú byrjuð á Saints! ;) Er líka búin að vera dugleg og taka fullt af aukavinnu. Sumir segja að dagbókablogg séu leiðinleg! Who cares, ég er ekki neyða einn eða neinn að lesa bloggið mitt! Ekki lesa það ef þér leiðist!
Ég verð nú að segja að ég er orðin dáldið pirruð á þessu kommentakerfi!! Alltaf að detta út hjá mér :(
mánudagur, febrúar 24, 2003
sunnudagur, febrúar 23, 2003
Ég er algjörlega búin að gefast upp á herberginu mínu!! Ef einhver með gífurlega skipulagshæfileika væri tilbúinn að koma og koma því í lag skal ég með glöðu geði gera eitthvað í staðinn ;) Herbergið mitt er 2 metrar á breidd og 4 á lengd, það sem þarf að komast fyrir er rúm, hornskrifborð, bókahilla, hillusamstæða, náttborð, 4 plássfrekir geisladiskarekkar, og FULLT af öðru drasli! Þegar ég flutti seinast tók það mig jafnlangan tíma og að flytja búslóðina hennar múttu! Ég safna öllu enda er ég kölluð krabbi þó ég sé ljón!
Horfði í gær á lélegustu mynd allra tíma, Voodoo Academy! Gaf systur minni hana í afmælisgjöf forðum daga og hélt þetta væri ágætis hrollvekja. Hálf myndin sýnir 6 karlmenn í boxerum einum fata að strjúka sjálfum sér, þegar ég segi strjúka sjálfum sér á ég við að ofan, engin hreyfing var neðan mittis þótt að útlínur sæist vel vegna hvítra nærbuxna. Held þetta hafi verið einhverskonar karma þar sem fyrir helgi bað ég Kalla að blogga um nærbuxur! Fékk þær sko aldeilis í hausinn þarna. Myndin hefði getað orðið bærileg ef hún hefði verið ljósblá en það var ekki snefill af kynþokka í henni enda persónurnar of SLEIKTAR fyrir minn smekk. Einn sæmilega myndarlegur, sá sem lék karlklappstýruna í Bring it On kom best út þarna. Þyrfti að lána K og Ö hana! Kannski hafa þeir smekki fyrir þessu!
Hlakkar ekkert smá til næstu helgi, ætlum að kíkja upp á völl til D. Kannski maður næli sér í einn B og B! ;) (Big and Black)
Horfði í gær á lélegustu mynd allra tíma, Voodoo Academy! Gaf systur minni hana í afmælisgjöf forðum daga og hélt þetta væri ágætis hrollvekja. Hálf myndin sýnir 6 karlmenn í boxerum einum fata að strjúka sjálfum sér, þegar ég segi strjúka sjálfum sér á ég við að ofan, engin hreyfing var neðan mittis þótt að útlínur sæist vel vegna hvítra nærbuxna. Held þetta hafi verið einhverskonar karma þar sem fyrir helgi bað ég Kalla að blogga um nærbuxur! Fékk þær sko aldeilis í hausinn þarna. Myndin hefði getað orðið bærileg ef hún hefði verið ljósblá en það var ekki snefill af kynþokka í henni enda persónurnar of SLEIKTAR fyrir minn smekk. Einn sæmilega myndarlegur, sá sem lék karlklappstýruna í Bring it On kom best út þarna. Þyrfti að lána K og Ö hana! Kannski hafa þeir smekki fyrir þessu!
Hlakkar ekkert smá til næstu helgi, ætlum að kíkja upp á völl til D. Kannski maður næli sér í einn B og B! ;) (Big and Black)
föstudagur, febrúar 21, 2003
Horfði á the Business of Strangers í gær með Juliu Stiles og Stockard Channing!! Kom mér verulega á óvart, mjög góð mynd, áhugaverð. Gerist samt voða lítið í henni, gerist á einum degi. Fjallar um business konu sem rekur aðstoðarmanneskju sína en vingast svo aftur við hana þegar þær lenda á sama hótelinu! Sá líka Sorority Boys.. hló mikið að henni, Michael Rosenbaum er Gorjuss!!
You're Debra Messing...you're fresh, new and you
love to hang out with your Will and Grace
Cast...You start the trends and never apologize
for being you....you go girl!
What actress are you?
brought to you by Quizilla
fimmtudagur, febrúar 20, 2003
Ef það er eitthvað sem ég þarf á að halda eins og er þá er það sturta!!! Það er svo stæk sígarettulykt af mér að meira að segja kötturinn kemur ekki nálægt mér. Bara því ég er búin að sitja inn í stofu hjá múttu þar sem hún reykir hvern pakkann á eftir öðrum! Ég og Halldóra vorum að ræða um daginn um að setja sprengjur í sígarettur, ég og systir mín gerðum það fyrir nokkrum árum og mamma brjálaðist í hvert sinn svo að því var hætt eftir tiltölulegan skamman sprengitíma og nú þegar ég er að pæla að gera þetta aftur dreymir mig að mamma reyni að drepa mig! Ætli það sé einhver tenging þar á milli ;) Annars gerðum við það oft að fela pakkana og brjóta sígaretturnar en það olli svo mikilli skapvonsku að það varð ekki líft í húsinu á eftir þannig að núna verðum við bara að sitja þegandi og hljóðalaust með gasgrímurnar á okkur og sígarettuspreyið! Mér finnst eins og ég hafi dýft hárinu ofan í fötu af fitu og eftir það sett í það dreadlocka, allt út af sígarettureyk. Ég hata það líka þegar ég er í heimsókn eða einhvers staðar þegar fólk tekur upp sígarettu án þess að spyrja hvort mér sé sama, jafnvel þótt að manneskjan sé heima hjá sér! Ekki það að ég myndi neita því um rettuna heldur ég vil eiga þann kost að geta neitað! Held ég hoppi í sturtu! Chao
miðvikudagur, febrúar 19, 2003
sunnudagur, febrúar 16, 2003
Independent Woman
You could fit right in with Charlie's Angels themselves. When "Independent Woman" is cranking, your smooth and powerful groove announces your entrance to any event and nothing can get in your way. Maybe you're balancing school, sports, and a job. Or maybe you're seriously thinking about your career. Any way you slice it, you are a modern woman. When your song comes on the car radio, you turn it up and tell your passengers to hang on—you have a statement to make and a song to sing. You're a lass with sass, and plenty of sauce. Some of your girlfriends might not understand why you pay your own way on dates sometimes. But it makes sense to you. You can't be categorized by the usual labels. Hey, you've got your priorities straight and being dependent on someone all of the time is not one of them. And while strangers might be surprised enough to say, "Girl I didn't know you could get down like that," no one else is, 'cause you've proven your righteousness time and time again.
Meiriháttar vinna lögð í að breyta bloggútlitinu og hver er útkoman, sama útlit! Nákvæmlega ekkert sem ég breytti og kommentakerfið liggur niðri :( Búin að vera að þessu í alla nótt, fúlt!
Kom heim klukkan 8, horfði á Friends og svo Off Center... báðir alveg frábærir. Elska Chau! :) Fór ekki að sofa fyrr en um 10 eða 11. Var vakin um þrjú til að fara í heimsókn til Úllu, brjálað veður og allt lokað, höfðum planað að fara í búð áður. Allar blómabúðir sem við kíktum á voru lokaðar og Fjarðarkaup, á laugardegi. Varð svo pirruð, þessar búðir eru vanalegar opnar frameftir öllu (blómabúðirnar sko).Laugardagar eru stórir dagar hjá þeim, hvernig stendur eignlega á þessu, kannski Hafnfirðingar séu bara svona SPES, hafa ekki vit á því að vera með opið um helgar!
Veit ekki hvort við séum bara svona óheppnar í dýramálum eða hvað, hvernig stendur á því að öll önnur dýr haga sér vel og eru lágvær á meðan okkar ófreskjur garga á við lítinn smákrakka og rústa íbúðinni ef við förum frá? Fuglinn okkar mjálmar! Kötturinn okkar er svo skrækur að þegar hann vælir þá brotna glös í kringum hann. Snúlli hennar Úllu vældi af hræðslu þegar við komum en var samt kyrr í fanginu á henni, rosalega lágt og lágróma væl, ósanngjarnt. Hann Símon bætir þetta upp með útlitinu, hann er rosa flottur alveg eins og lítið ljón. Verst að hann þarf að fara í aðgerð eftir 3 vikur :( verður geldur, merktur, ormasprautaður og það þarf að laga kviðslit á honum, allt í einu :( Vonandi hækkar hann ekki í tíðni þegar honum verður kippt úr sambandi :(
Kom heim klukkan 8, horfði á Friends og svo Off Center... báðir alveg frábærir. Elska Chau! :) Fór ekki að sofa fyrr en um 10 eða 11. Var vakin um þrjú til að fara í heimsókn til Úllu, brjálað veður og allt lokað, höfðum planað að fara í búð áður. Allar blómabúðir sem við kíktum á voru lokaðar og Fjarðarkaup, á laugardegi. Varð svo pirruð, þessar búðir eru vanalegar opnar frameftir öllu (blómabúðirnar sko).Laugardagar eru stórir dagar hjá þeim, hvernig stendur eignlega á þessu, kannski Hafnfirðingar séu bara svona SPES, hafa ekki vit á því að vera með opið um helgar!
Veit ekki hvort við séum bara svona óheppnar í dýramálum eða hvað, hvernig stendur á því að öll önnur dýr haga sér vel og eru lágvær á meðan okkar ófreskjur garga á við lítinn smákrakka og rústa íbúðinni ef við förum frá? Fuglinn okkar mjálmar! Kötturinn okkar er svo skrækur að þegar hann vælir þá brotna glös í kringum hann. Snúlli hennar Úllu vældi af hræðslu þegar við komum en var samt kyrr í fanginu á henni, rosalega lágt og lágróma væl, ósanngjarnt. Hann Símon bætir þetta upp með útlitinu, hann er rosa flottur alveg eins og lítið ljón. Verst að hann þarf að fara í aðgerð eftir 3 vikur :( verður geldur, merktur, ormasprautaður og það þarf að laga kviðslit á honum, allt í einu :( Vonandi hækkar hann ekki í tíðni þegar honum verður kippt úr sambandi :(
Cate Blanchett
An intellectual like you needs to be played by someone who understands how to be deep without being boring, someone who can grasp complicated subjects and make them seem clear cut, someone like Cate Blanchett. Whether bringing to life Elizabethan stories or playing an undercover WWII courier in Charlotte Gray, Cate has shown the world that being smart can be sexy.
Were you sometimes the kid in class who realized when the teacher made a mistake — even if you didn't always point it out? Now that you're grown up, it wouldn't surprise us if you still liked the challenge of banter or enjoyed staying up late talking about the latest in political, social, or celebrity circles. Your glamour comes from your head first and radiates out through your looks. Cate's a natural to star as you because she, like you, has a good head on her shoulders. And she isn't afraid to use it.
laugardagur, febrúar 15, 2003
You are Chucky from Child's Play, even though you
look like a defenseless little child's toy your
still a devil.
Which Horror Movie Killer are you?
brought to you by Quizilla
I LOVE SPIKE, hvað er þetta með gaura og þurran húmor, ég fell alveg fyrir þeim! Luke Wilson er líka frábær! Robin Williams er með dáldið blautan húmor... fíla hann líka!!! Ég gleymdi pointinu, LATER!
Hápunktar seinasta árs!! Var að reyna að rifja það upp áðan í pásunni minni!
1. Ferðin til USA, miðarnir keyptir 3 klst fyrir brottför!
2. Bílferðin góða í Borgarnesi, Arna þú veist ein hvað ég er að tala um!
og ég man ekki meir!!! Rosalega er það ömurlegt, enginn skandall í gangi, engir síðhærðir lokkaljúfir hönkar frá Mónakó! Ekkert verslunarferðaróhapp með svefnpoka! :(
1. Ferðin til USA, miðarnir keyptir 3 klst fyrir brottför!
2. Bílferðin góða í Borgarnesi, Arna þú veist ein hvað ég er að tala um!
og ég man ekki meir!!! Rosalega er það ömurlegt, enginn skandall í gangi, engir síðhærðir lokkaljúfir hönkar frá Mónakó! Ekkert verslunarferðaróhapp með svefnpoka! :(
Jellyskot, stelpur :( Tequilakvöldið okkar Gerðar féll niður vegna misskilnings! Vonandi skemmtið þið ykkur vel, Veiga er strax byrjuð að plana grímujellyskotapartýkvöld heima hjá sér! Hún varð svo hrifin af skotunum ykkar! Er ekki enn búin að sjá íbúðina ykkar :(
föstudagur, febrúar 14, 2003
Fór í heimsókn um daginn til LITLU frænku minnar, já litla frænka mín er byrjuð að búa.... nú fyrst finn ég hvernig aldurinn er að færast yfir. Við fórum 3, vorum með spilakvöld, líðanin batnaði aðeins þegar ég komst að því að hún kunni ekki að nota ofninn. Spurði litla bróður sinn hvort hún ætti að hafa undir eða yfir hita, hann er 13 ára!!! Ég ætti samt að vera móðguð, afhverju spurði hún ekki mig??? Ég kann þó á ofninn, hef umtalsverða reynslu af hakkmatreiðslu! :) Einu sinni eldaði ég nú læri fyrir hóp fólks og það heppnaðist líka MJÖG vel... fékk reyndar pínkuaðstoð, ekki mikla ;) óverulega. Mjög kósý hjá þeim hjúunum, reyndar er speglaflóðið á baðherberginu ekkert allt of sniðugt fyrir fólk sem sér ekki spegilmynd sína en skemmtilegir skápar bæta það upp! Flísar á eldhúsi og lúga setja skemmtilega svip á þetta litla svæði!
Byrjaði á bloggtali og endaði í persónuleikabreytingum, talandi um að halda sér á beinu brautinni :Þ
Ég er mætt í vinnuna.... eftir dáldið langt frí, nú þegar er ég búin að hlæja allavega 10 sinnum upphátt út af skemmtilegum skrifum hjá Nínu og Þórdísi!! Ég man bara ekki lengur hvernig lífið var fyrir bloggtíðina! Annars var Nína að tala um kennarasleikjur og ég bara verð aðeins að tjá mig! Málið er að ég er í tímum með henni Andreu Róberts, mjög merkilegt það, allavega þá mætir hún alltaf uppstríluð í tímana og ég var alveg búin að dæma manneskjuna og dissa í tíma og ótíma og um daginn var mér allri lokið þegar ég sé hana tjatta alveg á fullu við kennarann, bæði var að tjá sig í tímanum og svo í hlénu. Hugsaði með mér bara hvað hún hlyti að vera geðveikt athyglissjúk og algjör kennarasleikja, skrifaði Örnu meira að segja sms til að tjá mig um málið. Anyways, svo kemur í ljós að eina ástæðan fyrir afhverju hún var að tjatta svo mikið við kennarann var því hún var að biðja um að fá að kynna V-daginn fyrir hópnum ;P mér leið hálfilla yfir að hafa verið búin að dæma manneskjuna svona ranglega! Kemst samt ekki yfir það, hún er EVIL!
Hvernig stendur á því að maður dæmir alltaf fólk? Skiptir því í hópa eftir því hvernig það lítur, hverju það klæðist og hverja það umgengst..... maður reynir að gera þetta ekki, hafa opinn hug og taka því eins og það er en samt ræður maður ekki við sig! Kalli er líklega sá sem kom mér mest á óvart ef ég lít yfir vinahópinn! Ætli það séu ekki hinar mörgu margbrotnu persónur sem lifa innra með honum sem breyttu honum í það sem hann er í dag! Síðan hann leysti þær úr læðingi hefur ekki verið stundarfriður fyrir þeim! ;P
Hvernig stendur á því að maður dæmir alltaf fólk? Skiptir því í hópa eftir því hvernig það lítur, hverju það klæðist og hverja það umgengst..... maður reynir að gera þetta ekki, hafa opinn hug og taka því eins og það er en samt ræður maður ekki við sig! Kalli er líklega sá sem kom mér mest á óvart ef ég lít yfir vinahópinn! Ætli það séu ekki hinar mörgu margbrotnu persónur sem lifa innra með honum sem breyttu honum í það sem hann er í dag! Síðan hann leysti þær úr læðingi hefur ekki verið stundarfriður fyrir þeim! ;P
þriðjudagur, febrúar 11, 2003
Lélegur bloggar... já.. það er satt.. ég er alveg afskaplega lélegur bloggari og heiti því að reyna að að blogga meira á næstu dögum til að bæta upp fyrir lélegt blogg og innihaldslítið undanfarið!!! Lífið hefur verið hálf Dull eins og vanalega eða leiðinlegt að íslenskri vísu! En get þó sagt með mikilli vissu að meiriháttar útlitsbreyting er á leiðinni sem Calcio lofar! Mikill spenningur er nú í gangi, Menngó er að plana sumarbústaðarferð í mars... í fyrsta skipti sem við förum utanbæjar saman.... nema við verðum búin að fara upp á Völl fyrst ;) *smá hint* Hanna!! Var að heyra að Danni hefði keypt FULLT af snjóboltum handa mér!!! :) JEY! Anna verður happy!
laugardagur, febrúar 08, 2003
Fór á 8 mile um daginn.. hún var alveg ágæt svona.. hélt hún yrði allt öðruvísi reyndar og meira um tónlistina... Kalli ætlar að vera svo sætur og búa til diskinn handa mér :)
Það var mikið rætt um peysuna mína í gær!! Hvað finnst ykkur, ef maður kaupir flík í byrjun nóvember, er hún ekki búin að missa orðið ,,ný" í byrjun febrúar??? Ég tel svo vera og neita að taka annað í mál... ég tel flík vera nýja í svona mánuð... alls ekki meira! Sérstaklega ekki ef maður notar hana ekki sparlega!
Það er partý hjá Örnu í kvöld, það verður ábyggilega stuð.. sérstaklega ef hinir margumræddu bakkabræður koma!
Ögmundur er byrjaður að blogga!! Bætti honum og Nínu inn á listann minn!!
Það var mikið rætt um peysuna mína í gær!! Hvað finnst ykkur, ef maður kaupir flík í byrjun nóvember, er hún ekki búin að missa orðið ,,ný" í byrjun febrúar??? Ég tel svo vera og neita að taka annað í mál... ég tel flík vera nýja í svona mánuð... alls ekki meira! Sérstaklega ekki ef maður notar hana ekki sparlega!
Það er partý hjá Örnu í kvöld, það verður ábyggilega stuð.. sérstaklega ef hinir margumræddu bakkabræður koma!
Ögmundur er byrjaður að blogga!! Bætti honum og Nínu inn á listann minn!!
Heilir 2 búnir að kvarta yfir bloggleysi og Karl er ekki einn af þeim!! Held samt að hann hafi gert það í gegnum Ögmundar nafnið því ég verð alltaf svo fúl ef ég sé að hann einn er búinn að kvarta! Annars er voðalítið af mér að frétta eins og vanalega... við stelpurnar kíktum til Karls og Ögmundar í gær, var að sjá nýja heimilið í fyrsta skipti, ekki amalegt það! Frábært baðherbergi sko, stór spegill og svo ljós í kringum eins og allar dragdrottningarnar óska eftir því að eiga... Þetta átti að vera spilakvöld... en varð kjaftakvöld sem ekki er neitt síðra! Horfðum á endinn á Djúpu lauginni, Halldóra Kristín var valin í þættinum fyrir viku síðan og mig langaði að sjá ferðina, var samt hálfömurlegt eitthvað. Engin rómantík í gangi, ekkert að ske... sjaldan séð jafn ömurlega ferð! Sýndist að strákurinn sem var á hársnyrtistofunni fyrr um daginn hafa verið þarna sem keppandi númer 1... er samt ekki viss! Hann var að reyna að tjá sig voða mikið um hvernig hann vildi hafa strípurnar, dáldið fyndinn.. sá samt ekki hver vann!
You Are Grace!
You’re Grace! Poor, lovable, mixed-up, love-starved, frizzy-haired Grace.
"Will, my love for you is like this scar -- ugly but permanent."
Who Are You On Will and Grace? Take This Quiz To Know!
More Revealing Gay Quizzes @ Gay Personality
þriðjudagur, febrúar 04, 2003
Ég vildi bara nota tækifærið og óska Önnu, Örnu og Danna til hamingju með afmælið!!! Þið eruð orðin GÖMUL :) Svo á Hanna afmæli í lok mánaðarins!! Febrúar er DÝR mánuður :( Afhverju getið þið ekki dreift ykkur aðeins meira á mánuðina... frekar en að safnast svona saman á einstökum mánuðum??? Febrúar, Júní og September eru verstu mánuðirnir
laugardagur, febrúar 01, 2003
Álfrún er byrjuð að blogga, það eru ALLIR að blogga þessa dagana :) Svo ég taki mér í munn frasann hennar Nínu: Willkommen, Willkommen!!!
HAHA fékk 4 miða á KJell Elvis vegna mistaka!! Það gekk samt hálfilla að koma þeim út, en ég held að frændi minn fari með vinafólki sínu! Planið í kvöld er videó og kínamatur í tilefni afmælis Önnu. Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag!!!! :) Til hamingju krúttið mitt. Vorum í ALLAN gærdag að vesenast í gjöfunum, í þessari blindhríð, meira að segja MÚTTA fór út að skafa ;) Eftir smá lúr mætti ég svo í vinnuna aðeins til að komast að því að það er búið að læsa mann úti :( maður þarf að fylgjast betur með sms-sendingunum frá Hrönn ;) Fékk þó að lokum að komast inn enda hefði verið ansi fámennt annars á næturvaktinni (langaði samt alveg aftur heim í rúmið). Er svo í fríi næstu nótt, Auður e'skan bjargaði mér alveg :) Annars er fúlt að ég er að fara í próf á þriðjudag og þarf að gera verkefni fyrir mánudag, helgin hálf ónýt :( Mun samt ekki eyða laugardeginum í lærdóm!
Stelpurnar, Arna og Álfrún komu í heimsókn til mín á fimmtudag. Horfðum á leikinn, já ég horfði á hann!! Tókum Orange County á videó, alveg þónokkuð góð, Jack Black er alveg frábær :) Langar í Tenacious D diskinn (*hint*hint*). Þær fóru í fyrralagi, um miðnætti og ég settist niður og ætlaði að kíkja á Jurassic Park sem mig hefur langað svo lengi að horfa á aftur. Fannst hálfundarlegt að systir mín skuli hafa sett þessa mynd á sömu spólu og Hnotubrjótsprinsinn en pældi ekkert frekar í því. Var komin í stellingar og ætlaði sko að láta mér bregða en þá byrjar allt í einu Casper þö frendlí góst!!!! Merktirðu spóluna vitlaust eða tókstu yfir Júragarðinn :'( ??? Lét það samt ekkert stoppa mig og horfði bara á það sem fyrir framan mig var sett, ekkert smá sæt mynd. Gaman að sjá Christinu Ricci og Devon Sawa svona UNG. En mig hefði nú frekað langað að sjá Jeff Goldblum, sáuð þið hann á Golden Globes?? Ekkert smá mikið krútt, var eitthvað að fíflast, kom út eins og afundinn prófessor :)
Stelpurnar, Arna og Álfrún komu í heimsókn til mín á fimmtudag. Horfðum á leikinn, já ég horfði á hann!! Tókum Orange County á videó, alveg þónokkuð góð, Jack Black er alveg frábær :) Langar í Tenacious D diskinn (*hint*hint*). Þær fóru í fyrralagi, um miðnætti og ég settist niður og ætlaði að kíkja á Jurassic Park sem mig hefur langað svo lengi að horfa á aftur. Fannst hálfundarlegt að systir mín skuli hafa sett þessa mynd á sömu spólu og Hnotubrjótsprinsinn en pældi ekkert frekar í því. Var komin í stellingar og ætlaði sko að láta mér bregða en þá byrjar allt í einu Casper þö frendlí góst!!!! Merktirðu spóluna vitlaust eða tókstu yfir Júragarðinn :'( ??? Lét það samt ekkert stoppa mig og horfði bara á það sem fyrir framan mig var sett, ekkert smá sæt mynd. Gaman að sjá Christinu Ricci og Devon Sawa svona UNG. En mig hefði nú frekað langað að sjá Jeff Goldblum, sáuð þið hann á Golden Globes?? Ekkert smá mikið krútt, var eitthvað að fíflast, kom út eins og afundinn prófessor :)