Aldan

föstudagur, febrúar 14, 2003

Fór í heimsókn um daginn til LITLU frænku minnar, já litla frænka mín er byrjuð að búa.... nú fyrst finn ég hvernig aldurinn er að færast yfir. Við fórum 3, vorum með spilakvöld, líðanin batnaði aðeins þegar ég komst að því að hún kunni ekki að nota ofninn. Spurði litla bróður sinn hvort hún ætti að hafa undir eða yfir hita, hann er 13 ára!!! Ég ætti samt að vera móðguð, afhverju spurði hún ekki mig??? Ég kann þó á ofninn, hef umtalsverða reynslu af hakkmatreiðslu! :) Einu sinni eldaði ég nú læri fyrir hóp fólks og það heppnaðist líka MJÖG vel... fékk reyndar pínkuaðstoð, ekki mikla ;) óverulega. Mjög kósý hjá þeim hjúunum, reyndar er speglaflóðið á baðherberginu ekkert allt of sniðugt fyrir fólk sem sér ekki spegilmynd sína en skemmtilegir skápar bæta það upp! Flísar á eldhúsi og lúga setja skemmtilega svip á þetta litla svæði!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home