Aldan

laugardagur, febrúar 08, 2003

Heilir 2 búnir að kvarta yfir bloggleysi og Karl er ekki einn af þeim!! Held samt að hann hafi gert það í gegnum Ögmundar nafnið því ég verð alltaf svo fúl ef ég sé að hann einn er búinn að kvarta! Annars er voðalítið af mér að frétta eins og vanalega... við stelpurnar kíktum til Karls og Ögmundar í gær, var að sjá nýja heimilið í fyrsta skipti, ekki amalegt það! Frábært baðherbergi sko, stór spegill og svo ljós í kringum eins og allar dragdrottningarnar óska eftir því að eiga... Þetta átti að vera spilakvöld... en varð kjaftakvöld sem ekki er neitt síðra! Horfðum á endinn á Djúpu lauginni, Halldóra Kristín var valin í þættinum fyrir viku síðan og mig langaði að sjá ferðina, var samt hálfömurlegt eitthvað. Engin rómantík í gangi, ekkert að ske... sjaldan séð jafn ömurlega ferð! Sýndist að strákurinn sem var á hársnyrtistofunni fyrr um daginn hafa verið þarna sem keppandi númer 1... er samt ekki viss! Hann var að reyna að tjá sig voða mikið um hvernig hann vildi hafa strípurnar, dáldið fyndinn.. sá samt ekki hver vann!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home