Aldan

sunnudagur, febrúar 16, 2003

Meiriháttar vinna lögð í að breyta bloggútlitinu og hver er útkoman, sama útlit! Nákvæmlega ekkert sem ég breytti og kommentakerfið liggur niðri :( Búin að vera að þessu í alla nótt, fúlt!
Kom heim klukkan 8, horfði á Friends og svo Off Center... báðir alveg frábærir. Elska Chau! :) Fór ekki að sofa fyrr en um 10 eða 11. Var vakin um þrjú til að fara í heimsókn til Úllu, brjálað veður og allt lokað, höfðum planað að fara í búð áður. Allar blómabúðir sem við kíktum á voru lokaðar og Fjarðarkaup, á laugardegi. Varð svo pirruð, þessar búðir eru vanalegar opnar frameftir öllu (blómabúðirnar sko).Laugardagar eru stórir dagar hjá þeim, hvernig stendur eignlega á þessu, kannski Hafnfirðingar séu bara svona SPES, hafa ekki vit á því að vera með opið um helgar!
Veit ekki hvort við séum bara svona óheppnar í dýramálum eða hvað, hvernig stendur á því að öll önnur dýr haga sér vel og eru lágvær á meðan okkar ófreskjur garga á við lítinn smákrakka og rústa íbúðinni ef við förum frá? Fuglinn okkar mjálmar! Kötturinn okkar er svo skrækur að þegar hann vælir þá brotna glös í kringum hann. Snúlli hennar Úllu vældi af hræðslu þegar við komum en var samt kyrr í fanginu á henni, rosalega lágt og lágróma væl, ósanngjarnt. Hann Símon bætir þetta upp með útlitinu, hann er rosa flottur alveg eins og lítið ljón. Verst að hann þarf að fara í aðgerð eftir 3 vikur :( verður geldur, merktur, ormasprautaður og það þarf að laga kviðslit á honum, allt í einu :( Vonandi hækkar hann ekki í tíðni þegar honum verður kippt úr sambandi :(

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home