Aldan

föstudagur, febrúar 28, 2003

Ég veit ekki alveg hvað er í vatninu þessa dagana en draumarnir mínir hafa verið stórskrýtnir sem og fjölskyldunnar! Tvær nætur í röð dreymdi mig náttúruhamfarir, fyrri nóttina var eldgos hér á Íslandi og meiri hluti landsins fór undir hraun og við flúðum til Kanada á þyrlu?? Ég var náttúrulega svo klár að ég fattaði hvernig átti að nýta leðju í bensínið þannig að við gátum flogið alla leið! Næstu nótt var það risastór flóð-Alda sem skall á Reykjavík, og aftur og aftur! Ég og stelpurnar náðum alltaf að flýja, fólk var enn með kveikt á rafmagnstækjum og var það einhvers konar mission hjá okkur að slökkva á þeim! Festist í lyftu og stökk niður af húsþökum, svaka spennó! Sömu nótt dreymdi ömmu að einhver egypskur fursti hefði gefið henni fullan pott af gullpeningum og mútta dreymdi að hún var að æla gull og silfurpeningum??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home