Ef það er eitthvað sem ég þarf á að halda eins og er þá er það sturta!!! Það er svo stæk sígarettulykt af mér að meira að segja kötturinn kemur ekki nálægt mér. Bara því ég er búin að sitja inn í stofu hjá múttu þar sem hún reykir hvern pakkann á eftir öðrum! Ég og Halldóra vorum að ræða um daginn um að setja sprengjur í sígarettur, ég og systir mín gerðum það fyrir nokkrum árum og mamma brjálaðist í hvert sinn svo að því var hætt eftir tiltölulegan skamman sprengitíma og nú þegar ég er að pæla að gera þetta aftur dreymir mig að mamma reyni að drepa mig! Ætli það sé einhver tenging þar á milli ;) Annars gerðum við það oft að fela pakkana og brjóta sígaretturnar en það olli svo mikilli skapvonsku að það varð ekki líft í húsinu á eftir þannig að núna verðum við bara að sitja þegandi og hljóðalaust með gasgrímurnar á okkur og sígarettuspreyið! Mér finnst eins og ég hafi dýft hárinu ofan í fötu af fitu og eftir það sett í það dreadlocka, allt út af sígarettureyk. Ég hata það líka þegar ég er í heimsókn eða einhvers staðar þegar fólk tekur upp sígarettu án þess að spyrja hvort mér sé sama, jafnvel þótt að manneskjan sé heima hjá sér! Ekki það að ég myndi neita því um rettuna heldur ég vil eiga þann kost að geta neitað! Held ég hoppi í sturtu! Chao
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home