Aldan

föstudagur, febrúar 14, 2003

Ég er mætt í vinnuna.... eftir dáldið langt frí, nú þegar er ég búin að hlæja allavega 10 sinnum upphátt út af skemmtilegum skrifum hjá Nínu og Þórdísi!! Ég man bara ekki lengur hvernig lífið var fyrir bloggtíðina! Annars var Nína að tala um kennarasleikjur og ég bara verð aðeins að tjá mig! Málið er að ég er í tímum með henni Andreu Róberts, mjög merkilegt það, allavega þá mætir hún alltaf uppstríluð í tímana og ég var alveg búin að dæma manneskjuna og dissa í tíma og ótíma og um daginn var mér allri lokið þegar ég sé hana tjatta alveg á fullu við kennarann, bæði var að tjá sig í tímanum og svo í hlénu. Hugsaði með mér bara hvað hún hlyti að vera geðveikt athyglissjúk og algjör kennarasleikja, skrifaði Örnu meira að segja sms til að tjá mig um málið. Anyways, svo kemur í ljós að eina ástæðan fyrir afhverju hún var að tjatta svo mikið við kennarann var því hún var að biðja um að fá að kynna V-daginn fyrir hópnum ;P mér leið hálfilla yfir að hafa verið búin að dæma manneskjuna svona ranglega! Kemst samt ekki yfir það, hún er EVIL!
Hvernig stendur á því að maður dæmir alltaf fólk? Skiptir því í hópa eftir því hvernig það lítur, hverju það klæðist og hverja það umgengst..... maður reynir að gera þetta ekki, hafa opinn hug og taka því eins og það er en samt ræður maður ekki við sig! Kalli er líklega sá sem kom mér mest á óvart ef ég lít yfir vinahópinn! Ætli það séu ekki hinar mörgu margbrotnu persónur sem lifa innra með honum sem breyttu honum í það sem hann er í dag! Síðan hann leysti þær úr læðingi hefur ekki verið stundarfriður fyrir þeim! ;P

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home