Næstu mánaðarmót munu stórir hlutir gerast í lífi mínu! Ég er að reyna flug úr hreiðrinu í fyrsta sinn fyrir alvöru!! Hlakka ekkert smá til, enda löngu þreytt á að geta ekki skipt skoðun í herberginu sem ég hef aðsetur í og að búa í ferðatösku. Ég og Anna erum að fara leigja saman íbúð í miðbænum, það verður gaman að sjá hvernig það gengur!! Eitthvað verður innbúið fátæklegt fyrst um sinn, en um leið og það batnar fer ég að bjóða fólki í heimsókn! Ef þið vitið um gefins eða frekar ódýran sófa, eldhúsborð og stóla þá megiði endilega hafa samband!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home